Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 Bandaríkjaf orseti: Vísar ummælum McFarlanes á bug Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti neitaði því í gær, að hann hefði beðið eitthvert þriðja ríki að aðstoða skæruliða í Nicaragna og sagðist ekkert vita hvort írönskum embættis- mönnum hefði verið sýnt Hvíta húsið að næturlagi. Robert McFarlane, fyrrum ör- yggisráðgjafí, sagði í yfírheyrsl- um rannsóknarnefndar Banda- ríkjaþings, að stjómvöld í Saudi-Arabíu hefðu fallist á að útvega skæruliðum í Nicaragua eina milljón dollara á mánuði eft- ir að þingið hætti aðstoðinni árið 1984. Síðan hefðu Saudi-Arabar tvöfaldað þessa upphæð eftir við- ræður þeirra Reagans og Fahds konungs í febrúar 1985. A fundi, sem Reagan átti í gær í Hvíta húsinu með þingmönnum Repúblikanaflokksins, inntu fréttamenn hann eftir þessum ummælum McFarlanes. „Ég hef sagt það áður, að ég ætla ekki að svara spumingum um þetta fyrr en rannsókninni er lokið,“ svaraði Reagan og bætti við: „Ef ég gæfi eitthvert svar við þessum spumingum þá yrði það „nei“.“ Reagan kvaðst heldur ekkert vita um skoðunarferðina með írönsku embættismennina. „Við vorum augljóslega ekki í borginni á um- ræddum tíma,“ sagði hann. Irarar skoðuðu Hvíta húsið að næturlagi - segir Richard Secord, mikilvægt vitni í vopnasöluhneykslinu Washington, Reuter. FARIÐ var með íranska emb- ættismenn í skoðunarferð um Hvíta húsið að næturlagi í sept- ember sl. þegar þeir voru staddir í Washington til að semja um vopn í skiptum fyrir gisla. Richard Secord, mikil- vægt vitni í vopnasöluhneyksl- inu, gaf ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku þessar upplýsingar í fyrradag. Secord, sem er fyrrverandi hershöfðingi i flughemum, sagði, að Oliver North, áður starfsmaður þjóðaröryggisráðsins, hefði leitt írönsku embættismennina um Hvíta húsið, þar á meðal „einn, sem stendur nærri einum æðsta valdamanni í írönsku stjórninni". Sagði Secord, að Reagan forseti hefði ekki verið í Hvíta húsinu á þessum tíma en hins vegar hefðu öryggisverðirnir vitað af skoðun- arferð írananna. Secord sagði, að tilgangurinn með komu írönsku embættis- mannanna til Washington hefði verið að koma aftur á samningum um að skipta á vopnum og gíslum í Líbanon en fyrri viðræður hefðu farið út um þúfur í maí í fyrra eftir misheppnaða Teheran-ferð Roberts McFarlane, fyrrum ör- yggisráðgjafa. A nokkrum leyni- fundum var síðan gengið frá níu-liða áætlun um bætt sam- skipti ríkjanna og í samræmi við samninginn voru Irönum sendar 500 gagnskriðdrekaflaugar af TOW-gerð. í staðinn ætluðu þeir að tryggja frelsi þriggja banda- rískra gísla en létu þó aðeins einn lausan, David Jacobsen. McFarlane breytir framburði sínum: Viðurkennir fjárút- vegun til skæruliða Washington, Reuter. ROBERT McFarlane, fyrrum öryggisráðgjafi, viðurkenndi í gær, að hann hefði tekið þátt í að fá erlend ríki til að veita skæruliðum_ i Nicaragua fjár- stuðning. í yfirheyrslum í desember sl. neitaði hann hins vegar spurningum um þetta efni. í yfirheyrslunum í gær sagði McFarlane, að yfirlýsingar hans í desember hefðu verið villandi, „ekki allur sannleikurinn eins og ég vissi hann“. Ummæli hans þá voru á þá leið, að hann hefði aldr- ei beðið þriðja ríki um að aðstoða skæruliða en nú viðurkenndi hann, að land 2 eins og hann nefndi það, almennt talið vera Saudi-Arabía, hefði útvegað skæruliðum rúmlega 32 milljónir dollara og aðallega eftir að Bandaríkjaþing bannaði aðstoð við þá. McFarlane var þá spurður hvort hann hefði sjálfur átt þátt í að biðja land 2 um aðstoðina við skæruliða og svaraði hann því játandi. Robert McFarlane (t.h.) og lög- fræðingur hans við yfirheyrsl- urnar í gær. Filippseyjar: Reuter Margaret Thatcher var brosmild þegar hún gekk út úr Downing- stræti 10 á leið til neðri málstofu þingsins, enda virðist fátt geta komið í veg fyrir að hún beri sigur úr býtum í þingkosningum, sem boðað hefur verið til 11. júní. Kosningarnar á Bretlandi: Fátt virðist ógna Thatcher London, Reuter. í UPPHAFI kosningabaráttunnar á Bretlandi virðist allt benda til þess að Ihaldsflokkurinn verði áfram við stjórn- völinn. Og Margaret Thatcher forsætisráðherra lýsti yfir því í gær að hún hygðist sitja við stjórnvölinn til aldamóta. Þó eru nokkrir þættir, sem skapað geta nokkra óvissu í kosningunum 11. júní. Má þar nefna nýja kjósend- ur, sem þekkja ekki annan forsætis- ráðherra en Margaret Thatcher, lausafylgi flokkanna og þrír flokkar betjast um atkvæði kjósenda. Verkamannaflokkur Neils Kinnock þarf að bæta við sig 122 sætum á þingi til að fá meirihluta og Bandalag frjálslyndra og jafnað- armanna vantar 299 sæti til viðbótar til að ná þeim árangri. Svo virðist sem stjómarandstæð- ingar geti aðeins huggað sig við söguna. Bretar hafa sýnt og sannað að þeir eru færir um að fella leiðtoga, sem virtust ósigrandi. Winston Churchill tapaði í kosningunum eftir heimsstyijöldina síðari og kjósendur höfnuðu David Lloyd-George þvert á allar spár árið 1922. Auk þess hefur enginn forsætis- ráðherra fengið umboð frá kjósend- um til að sitja þijú kjörtímabil í röð síðan núverandi þingiœrfi var komið á árið 1832. íhaldsmenn hafa 391 sæti á þingi og ætla sér að halda sínum hlut. Verkamannaflokkurinn hefur 204 sæti og Bandalagið 27. í síðustu sex skoðanakönnunum hefur íhaldsflokkurinn að meðaltali notið fylgis 41 af hundraði. Það nægir til að tryggja flokknum rúman meirihluta, þótt flestir sérfræðingar spái því að hann fái ekki svo mikið fylgi. Samkvæmt þessum könnunum Enrile sakar Aquino um kosirnigasvindl Manila, Reuter. STÆRSTI stjómarandstöðu- flokkurinn á Filippseyjum hélt því fram í gær að ekki hefði allt verið með felldu í þingkosning- unum, sem haldnar voru á mánudag. Fylgismenn Corazons Aquino forseta virtust hafa unn- ið stórsigur i kosningunum, en búist er við að það taki viku að telja atkvæði. Juan Ponce Enrile, fyrrum vam- armálaráðherra Aquinos, sagði að stórsigur hennar gæti leitt til auk- innar ólgu á Filippseyjum. Enrile er enn í miklum metum meðal upp- reisnarafla í hemum og kom það glöggt í ljós þegar utankjörstaðar- atkvæði hermanna voru talin. Flokkur Enriles, Lýðræðisbanda- lagið (GAD), sagði að mikið hefði verið um svik og pretti í kosningun- um. Sagði Enrile að enginn fram- bjóðenda GAD, sem næði hefði kjöri, myndi setjast á þing. Aquino hefur nánast virt þessar ásakanir að vettugi, en háttsettir aðstoðarmenn hennar hafa sagt að fjölmiðlar ættu að rannsaka þetta mál. Ramon Felipe, yfirmaður kosn- ingaeftirlits hins opin'oera, kvaðst líta á ásakanimar sem tilraun til að vekja athygli og kvaðst ekki hafa fengið formlega kvörtun. „Ég trúi ekki að þeir gefi þing- sæti sín upp á bátinn," sagði Felipe. „Þetta er blekking. Þeir vilja ekki horfast í augu við ósigurinn," sagði hann við blaðamenn. Þegar talið hafði verið í sólar- hring bentu óopinberar tölur til þess að samsteypa Aquinos, Lakan ng Bayan (Kraftur fólksins) myndi vinna stórsigur í öldungadeildinni. Ef þetta breyttist ekki fær flokkur Aquinos 23 af 24 sætum í öldunga- deildinni. Joseph Estrada vinnur samkværnt því eitt sæti, en hann býður fram fyrir GAD og er fræg kvikmyndastjama í sínu heimal- andi. Enrile virðist ekki hafa unnið þingsæti en talið er að það muni breytast eftir því sem líður á taln- inguna. Sérfræðingar en leiddu getum að því að mikil kosningaþátttaka hefði líkast til reynst vatn á myllu Aquinos. Eftirlitsmenn á kjörstöðum sögðu að reynt hefði verið að svindla og bera fé á menn hér og þar og her- inn kvað 20 menn hafa beðið bana á mánudag vegna kosninganna. Þrátt fyrir ásakanir um kosn- ingasvindl segja fréttaskýrendur á Filippseyjum að þessar kosningar séu þær „bestu og réttlátustu" síðan Filippseyingar fengu sjálfstæði frá Bandaríkjamönnum árið 1946. styðja 31,6 af hundraði Verka- mannaflokkinn og naumlega 25 af hundraði fylgja Bandalaginu. I bæjar- og sveitarstjómarkosn- ingunum 7. maí fékk íhaldsflokkur- inn um 39 atkvæði af hundraði, Verkamannaflokkurinn 31 af hundr- aði og Bandalagið 26 af hundraði. Búist er við að flokkamir beini allir spjótum sínum að „Thatcher kynslóðinni", sem svo er kölluð. Hér er átt við tæplega 16 milljónir kjós- enda, um 16 af hundraði atkvæða- bærra manna, sem náð hafa átján ára aldri síðan Thatcher fyrst komst til valda árið 1979. Um þijár milljón- ir unglinga hafa náð kosningaaldri síðan síðast var gengið til kosninga á Bretlandi. Verkamannaflokkurinn etur ekki aðeins kappi við íhaldsflokkinn í baráttunni um völdin. Hann berst einnig fyrir því að halda sessi sem stærsti stjómarandstöðuflokkurinn. Fylgi flokksins hefur fallið úr 48,8 af hundraði í kosningunum 1951 nið- ur í 27,6 af hundraði í kosningunum í júní 1983 og hefur flokkurinn aldr- ei goldið meira afhroð en þá. Þetta fylgishrun flokksins stafar meðal annars af því að fækkað hefur í verkamannastétt á Bretlandi. Verkamannaflokkurinn getur hrósað sigri ef hann kemur meira en 250 þingmönnum að. Eftir tíu ár í stjómarandstöðu telst allt annað hrun. Margir frambjóðendur Verka- mannaflokksins eru til vinstri við forystu hans og Bandalagið leitar stuðnings kjósenda, sem standa mitt á milli hinna flokkanna tveggja. Kosningalög á Bretlandi kveða á um að sigurvegari í kjödæmi hreppi þingsæti og atkvæði greidd þeim, sem lúta í lægra haldi, hafa ekkert vægi. Sérfræðingar segja að Banda- lagið gæti fengið allt að 29 af hundraði atkvæða og þó aðeins kom- ið 32 mönnum að. Stuðningsmenn Bandalagsins búa vítt og breitt um Bretland og það þarf að komast yfír 37 til 38 af hundraði atkvæða til að vinna þing- sæti í einhveijum mæli. Verkamannaflokkurinn hefur aft- ur á móti sín vígi á Norður-Englandi, Wales, Skotlandi og í iðnaðarborgum og getur því unnið fleiri þingsæti með minna fylgi en Bandalagið. Aftur á móti gæti Bandalagið komist í oddastöðu, þótt hann komi aðeins 30 mönnum að, ef mjótt verð- ur á munum í kosningunum og hvorki Thatcher né Kinnock ná meiri- hluta á þingi. Og það yrðu söguleg tíðindi á Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.