Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 22
22 -vSaOp í*! MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 Lystadún brann MIKILL eldur gaus upp í af- greiðslu- og verksmiðjuhúsi Lystadúns í Dugguvogi um kl. 11 í gærmorgun. Skömmu síðar var allt brunnið sem brunnið gat inni í húsinu og mikil hætta talin á að það hryndi. Eldurinn kom upp þegar starfs- menn í límklefa fyrirtækisins voru að vinna við að líma saman dýnur, en límklefinn er innst í húsinu, fjærst Dugguvoginum. Þegar límið var borið á dýnumar mynduðust neistar vegna viðnáms þess og dýn- anna. Neistarnir hlupu í dýnumar og gaus þegar upp mikill eldur. Starfsmennimir gripu strax til ná- lægra handslökkvitækja og börðust við eldinn um hríð. Fljótlega varð þeim ljóst að ekki varð við neitt ráðið og forðuðu sér út úr brennd- ani húsinu ásamt starfsfélögum sínum. Alls vom 12 starfsmenn í húsinu þegar eldurinn kom upp og sluppu þeir allir ómeiddir, þó ekki hafi þeim öllum gengið mjög greiðlega að komast út. Á neðri hæð hússins er afgreiðsla, límklefi og lager og á efri hæðinni er saumastofa. Starfsmönnum á neðri hæð gekk vel að komast út úr húsinu, en á efri hæð lokaði reykur og eldur nokkra starfsmenn inni. Tvær kon- ur náðu að skrúfa lausa festingu á mjóum, opnanlegum glugga á hlið hússins, og komust þaðan út með aðstoð tveggja starfsmanna nær- liggjandi fyrirtækis. Þá tókst tveimur starfsfélögum þeirra einnig að opna slíkan glugga á framhlið hússins og skríða út á skyggni yfir aðaldyrum. Þaðan var þeim bjargað af sömu mönnum og björguðu fé- lögum þeirra og notuðu mennimir vélskóflu til verksins. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn kl. 10.43. Þegar héldu tólf slökkviliðsmenn af stöðinni á vett- vang og varalið var allt kallað út. Um fimmtíu manns unnu því að slökkvistarfinu þegar mest var og notuðu fjóra dælubíla og tvo körfu- bíla til verksins. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var húsið þegar alelda og lagði mjög þykkan reyk frá því. Rúður hússins voru þá sprungnar vegna hitans. Slökkvi- starf gekk greiðlega þrátt fyrir að ekki væri hægt að senda menn inn í húsið vegna hættu á hruni og einn- ig var óttast að efnavörur í húsinu kynnu að valda sprengingu. Þá varaði slökkviliðið borgarbúa við að koma nálægt Dugguvoginum þar sem reykurinn sem myndaðist þeg- ar svampur og plast brunnu, var talinn mjög eitraður. Fjölmennt lið lögreglumanna lokaði öllum nær- liggjandi götum fyrir umferð og girti athafnasvæði slökkviliðsins af. Um kl. 11.30 hafði slökkviliðið náð tökum á eldinum og komið í veg fyrir að hann læstist í nærliggjandi hús. Klukkan 13 var slökkvistarfi að mestu lokið en haldið áfram að dæla vatni inn í húsið til að kæla það niður. Vakt var við húsið í alla nótt og hefur engum verið heimilað að fara inn í það vegna hrunhættu. Að öllum líkindum er húsið sjálft ónýtt og ljóst að tjón fyrirtækisins er mjög mikið. Morgunblaðið/Aðalsteinn Þórðarson. Þessi mynd var tekin aðeins örfáum mínútum eftir að eldurinn braust út. Eldurinn er þegar orðinn mjög magnaður. Starfsfólk Lystadun stendur á þakskegginu og bíður björgunar. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson. Eldurinn var svo magnaður að slökkviliðið fékk ekki við neitt ráðið og einbeitti sér að því að veija næstu hús. Slökkvistarf var erfitt því eiturgufur voru í kolsvörtum reiknum. Yfirlitsmynd af brunasvæðinu við Elliðavoginn laust fyrir hádegi í gær. Morgunblaðið/Sverrir. Forvitnir borgarbúar héldu sig fjarri „FÓLK hefur virt þær takmark- anir á umferð sem við höfum sett og okkar störf því gengið vel,“ sagði Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn, sem hafði þann starfa með höndum að halda forvitnum borgarbúum frá brennandi Lystadúnsverk- smiðjunni. Mikill fjöldi lögreglumanna var kallaður út til að tryggja að slökkviliðið hefði næði til að sinna störfum sínum. Magnús sagði að Elliðavogurinn hefði strax verið lokaður allri umferð, frá Skeiðar- vogi að Suðurlandsbraut. „Við lokuðum einnig öllum Vogum fyrir norðan Elliðavoginn og girtum bannsvæðið af með gulum borð- um, enda er reykurinn frá verk- smiðjunni eitraður," sagði Magnús. „Fólk hefur virt þessar lokanir og það hefur auðveldað mjög störf okkar.“ Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri og Magnús Einarsson yfirlögreglu- þjónn héldu um stjórnvölinn á brunastað og nágrenni hans. Hætta á hruni, eitr- un og sprengingu - segir Rúnar Bjamason, slökkviliðsstjóri „VIÐ höfum ekki getað sent menn inn í húsið heldur orðið að slökkva utan frá, því það er mjög mikil hætta á að hús af þessu tagi hrynji,“ sagði Rúnar Bjamason, slökkviliðsstjóri, á meðan á slökkvistarfi við Lyst- ardúnsverksmiðjuna stóð í gær. Rúnar sagði að húsið væri svo- kallað strengjasteypuhús. „Þessi hús hafa átt það til að hrynja og því höfum við ekki viljað senda menn inn til slökkvistarfa," sagði Rúnar. „Fyrir nokkrum árum brann svipað hús hér í Reykjavík og þá hrundi það þegar það fór að kólna, um sex klukkustundum eftir að slökkvistarfi lauk og var mesta mildi að tveir slökkviliðsmenn, sem voru inni f húsinu, komust lífs af. Hins vegar hefur okkur gengið von- um framar að slökkva héma, því eldurinn var að mestu koðnaður eftir hálfrar stundar starf. Það er eitt af því versta sem slökkviliðs- menn lenda í þegar svona verk- smiðjur brenna, því það er eiturhætta vegna þeirra efna sem brenna og hugsanlegt að efnavörur í húsinu geti sprungið, fyrir utan hrunhættuna." “ Þegar eldurinn kom upp varaði slökkviliðsstjóri borgarbúa við að koma nálægt brunastaðnum, þar sem þykkur reykurinn gæti verið eitraður. Ekki er þó vitað til að neinum hafi orðið meint af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.