Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 26
MORGIÍNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987
26
Reuter
Alfonsin forseti Argentínu býður Danielle Mitterand, forsetafrú Frakklands og fulltrúa á fundinum,
velkomna. Við hlið Alfonsins stendur sendiherra Frakka i Argentínu, Antoine Blanca.
Argentína:
Alfonsín gefur ekki
kost á sér til endurkjörs
Buenos Aires, Reuter.
RAUL Alfonsin, forseti Arg-
entinu, sagði í gær í Buenos Aires
er hann hafði sett 36. aðalfund
Alþjóðasambands ritstjóra, að
hann myndi ekki sækjast eftir
endurkjöri sem forseti, jafnvel
þótt gerðar yrðu breytingar á
Zimbabwe:
Myrtu fjóra
hvíta bændur
stjórnarskrá landsins sem leyfðu
slíkt.
Alfonsin var kjörinn forseti árið
1983 eftir að herinn hafði stjórnað
landinu í 8 ár og hafa margir stuðn-
ingsmenn hans lýst yfir áhuga á
að gerðar yrðu breytingar á stjórn-
arskrá Argentínu til þess að gera
honum kleift að sitja áfram sem
forseti. Samkvæmt núgildandi lög-
um er kjörtímabil forseta Argentínu
6 ár og er ekki hægt að endurkjósa
hann.
Stjóm Alfonsins hefur að und-
anförnu átt í útistöðum við öfl innan
hersins sem ekki vilja láta draga
hermenn, sem grunaðir em um
misgjörðir á tímum herforingja-
stjómarinnar, fyrir dómstóla.
Stigmögnuðust deilur uns til upp-
reisnar kom í Campo de Mayo
herbúðunum. Gáfust hermennirnir
upp er forsetinn kom sjálfur til
búðanna og ræddi við leiðtoga
þeirra. Nú mun Alfonsin hafa í
hyggju að leggja fyrir þingið fmm-
varp þar sem dregið verður úr
umfangi réttarhaldanna, m.a. verði
undirmenn, er aðeins hafi hlýtt
skipunum yfírmanna sinna, ekki
látnir sæta ábyrgð.
James Angleton látinn:
Fletti ofan af njósn-
aranum Kim Philby
Washington, Reuter.
JAMES Angleton, fyrrum yfir-
maður gagnnjósna í Bandarísku
leyniþjónustunni (CIA), lést á
mánudag á sjúkrahúsi i Wash-
ington 69 ára að aldri.
Angleton vann hjá bandarísku
herfræðistofnuninni (Office of
Strategic Services), sem var fyrir-
rennari CIA, í heimsstyrjöldinni
síðari. Hann gekk í Bandarísku
leyniþjónustuna eftir að hún var
stofnuð árið 1947 og varð yfírmað-
ur gagnnjósna árið 1954.
Þótt margt af því, sem Angleton
fékkst við, flokkist undir trúnaðar-
mál, er talið að hann hafi átt
dijúgan þátt í að fletta ofan af
gagnnjósnaranum Kim Philby, sem
sigldi undir fölsku flaggj í bresku
leyniþjónustunni MI6. Philby flúði
til Moskvu árið 1962 og gerðist þar
gistilektor hjá KGB og leyniþjón-
ustu hersins (GRU).
Angleton lét af störfum árið 1975
eftir að William Colby tók við starfi
yfírmanns CIA af Richard Helms.
Bretland:
Bókmenntaarf -
urinn f luttur út
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðan Frímannssyni, fréttantara Morgunblaðins.
FJÁRMAGN bandarískra há-
skóla veldur ýmsum háskóla-
mönnum í Bretlandi áhyggjum.
Þeir óttast, að of mikið af bók-
menntaarfi þeirra hverfi til
erlendra stofnana.
Bandarískir háskólar hafa keypt
mikið af bókahandritum eftir
breska höfunda: Evelyn Waugh,
D. H. Lawrence, Graham Greene.
Handrit V. S. Naipaul, eins af merk-
ari höfundum, sem nú eru á dögum
í Bretlandi, eru til sölu á um
400.000 pund. Þau gætu horfíð til
Bandaríkjanna. Háskólinn í Texas
á t.d. handritasafn, sem metið er á
55 milljónir punda. I því eru hand-
rit ýmissa bestu bókmenntaverka á
enska tungu á þessari öld. Þar má
nefna Sons and Lovers (Synir og
elskhugar) og Lady Chatterley’s
Lover (Elskhugi lafði Chatterley)
eftir D. H. Lawrence, og Brideshead
Revisited (Ættaróðalið) og The
Decline and Fall eftir Evelyn
Waugh, og handrit af Beðið eftir
Godot eftir Beckett, ritað með hendi
höfundar.
Breskir háskólamenn hafa ekki
áhyggjur af þessari þróun fyrst og
fremst af tilfínninga- og sögulegum
ástæðum. Aðgangur að uppruna-
legum handritum er nauðsynlegur
vegna rannsókna. Það er því heppi-
legra til að efla rannsóknir í Bret-
landi að halda handritunum þar.
Nú eru í gildi lög, sem kveða á
um, að sérstakt leyfí þurfí til að
selja úr landi handrit, sem eru eldri
en 50 ára. Komnar eru fram tillög-
ur um að stytta þann tíma niður í
30 ár.
Olíuríki siglir undir fána stórveldanna:
Iranar hóta Kuwait hefndar-
aðgerðum vegna vélabragða
Harare, Reuter.
Vopnaðir stigamenn réðust inn
í bændaklúbb skammt frá borg-
inni Gweru í Zimbabwe og myrtu
fjóra bændur, sem þar voru í
pílukasti.
Atvikið átti sér stað á laugar-
dagskvöldið. Um tugur manna var
í klúbbnum og voru bændumir fjór-
ir í svonefndu pílukasti þégar
stigamennimir ruddust inn og hófu
skothríð. Auk hinna myrtu særðist
barþjónn klúbbsins en sex mönnum,
þ.á m. tveimur sonum eins bón-
dans, tókst að komast í skjól.
Lögregluþjónar og hermenn hófu
þegar árangurslausa leit að morð-
ingjunum. Er þetta versta ofbeldis-
verk í Zimbabwe í tvö ár, að sögn
lögreglu, eða frá því 21 vinnumaður
á búgarði var myrtur í Mwenezi í
suðurhluta landsins í ágúst 1985.
Gengi
gjaldmiðla
Gengi Bandaríkjadollara var
þann veg á hádegi í gær að fyrir
hann fengust 1,6643 sterlings-
pund.
Kaupgengi annarra helztu gjald-
miðla á gjaldeyrismarkaði í London
var hins vegar þannig að dollarinn
kostaði:
1,3365 kanadíska dollara,
1,7875 vestur-þýzk mörk,
2,0155 hollensk gyllini,
1,4680 svissneska franka,
37,09 belgíska franka,
5,9740 franska franka,
1293 ítalskar lírur,
139,55 japönsk jen,
6,2500 sænskar krónur,
6,6500 norskar krónur,
6,7225 danskar krónur,
Únsan af gulli kostaði 460,10
dollara.
Kuwait, Bagdað, Reuter.
ÍRANAR hafa varað Kuwaitbúa
við því að flytja olíu í skipum,
sem sigla undir bandarískum
eða sovéskum fána. Stjórnarer-
indrekar telja að þetta geti leitt
til þess að stjórn arabaríkisins
ákveði að treysta frekar á Sov-
étmenn og Bandaríkjamenn.
„Ég tel að allar ógnanir, hvort
sem þær eru munnlegar eða ekki,
leiði til þess að Kuwait leiti hjálp-
ar stórveldanna," sagði einn
þeirra.
Stjórnarerindreki nokkur segir
að stjómin í Teheran hafi hafíð
hefndaraðgerðir gegn Kuwait.
Skipaflutningamenn segja að fr-
anar hafí gert árásir á tuttugu
flutningaskip á Persaflóa og þar
af hafí sextán skip á vegum Kuwa-
it orðið fyrir skeytum. Sovéska
flutningaskipið Ivan Koroteyev,
sem stjómvöld í Moskvu sögðu að
hefði orðið fyrir árás óþekktra
eftirlitsbáta á miðvikudag, er ekki
talið með þessum skipum.
Koroteyev var á leið frá hafnar-
borginni Damman í Saudi-Arabíu
til Dubai í Sameiðnuðu arabísku
furstadæmunum. Aftur á móti
hafði skipið lagt úr höfn í Kuwait
fyrr í þessum mánuði, að sögn
heimildarmanna. Skipið naut ekki
vemdar þegar árásin var gerð.
Farmur þess var byggingarefni.
Sovésk skip hafa haft fylgd ef
vopn og vörur, sem fara áttu til
Kuwait og aka átti þaðan til Ír-
ans, voru um borð. Stjómvöld í
Moskvu hafa lýst yfír því að þijú
sovésk olíuflutningaskip, sem
Kuwait tók á leigu í apríl, fái fylgd
herskipa ef þurfa þykir.
Stjórnvöld í Kuwait sýna þess
engin merki að ætla að fresta
áætlunum um að láta olíuskip sín
sigla undir bandarískum fána.
Richard Murphy, háttsettur
bandarískur embættismaður, sem
kom í gær til Kuwait, varaði írana
á mánudag við því að ráðast á
skip undir bandarískum fána. „Við
lítum á hveija árás á bandarískt
skip, sem grafalvarlegt mál,“
sagði Murphy á blaðamannafundi
í Bagdað.
Samkvæmt tillögum ríkjanna,
sem nánast hefur tekist um sam-
komulag, mun helmingur tuttugu
og tveggja olíuskipa Kuwaitbúa
sigla undir bandarískum fána.
Þetta hefur í för með sér að skip-
in eiga rétt á vemd frá banda-
rískum herskipum á Persaflóa.
íranska fréttastofan IRNA
hafði á mánudag eftir Mir Hossein
Mousavi, forsætisráðherra írans,
að þar kæmi að Kuwait yrði eigin
vélabrögðum að bráð og myndi
Washington. Reuter.
ALVARLEGUM glæpum fjölgaði
um 6% I Bandarílqunum í fyrra,
og er það mesta aukning milli
ára frá 1980, að því er Alríkislög-
reglan, FBI, greindi frá á
mánudag.
Samkvæmt tölum, sem FBI fær
frá lögsagnarumdæmunum, varð
aukning í öllum tegundum glæpa
milli áranna 1985 og 86.
Ofbeldisglæpum fjölgaði um 12%
og gripdeildum bvers konar um 6%.
Líkamsárásum fjögaði um 15%,
þjófnuðum á farartækjum um 11%,
morðum og ránum um 9%, inn-
brotum, þjófnuðum og nauðgunum
um 5% og íkveikjum um 3%.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
gjalda þess að hafa gert Persaf-
lóann að þrætuepli austurs og
vesturs.
FBI fjölgaði alvarlegum glæpum í
öllum lögsagnarumdæmum lands-
ins í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá
bandaríska dómsmálaráðuneytinu
fjölgaði föngum um 9% á síðasta
ári. Urðu þeir 546.659, og hafa
aldrei verið fleiri.
Föngum fjölgaði um 43.000 á
árinu 1986 og hefur ekki fjölgað
meira í 60 ár, eða frá því að farið
var að safna saman tölfræðilegum
gögnum þar að lútandi.
Frá árinu 1980 hefur föngum
fjölgað um nærri 66% eða 217.000
manns. í árslok 1986 voru 26.610
konur í fangelsum landsins og hafði
fjölgað um 15% frá árinu áður.
Bandaríkin:
Veruleg’ fjölgun alvar-
legra afbrota í fyrra
Aldrei fleiri verið í fangelsi