Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 5 Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Skógafoss glóir Sagt er, að Þrasi landnámsmaður hafi fólgið gull sitt í hylnum und- ir Skógafossi. Á einum fyrsta degi vorsins var þessi mynd tekin og er engu líkara en gull „Þrasa glói“ og sé að kalla til sín þá sem vilja takast á við ævintýrið og höndla gullið. Sovétmenn kaupa ullarvörur fyrir 190 milljónir kr. Búist við samningi um sölu á milljón treflum SOVÉTMENN kaupa á þessu ári meira af peysum en minna af treflum en gert hefur verið ráð fyrir. Álafoss hefur fengið pönt- un á 80 þúsund peysum og iðnaðardeild SÍS annað eins. Gert er ráð fyrir að á næstunni verði gengið frá sölu á milljón treflum þangað og að Álafoss framleiði 700—800 þeirra, en iðn- aðardeildin afganginn. Sovétmenn kaupa því ullarvörur fyrir um 5 milljónir dollara, eða lið- lega 190 milljónir kr. Áð sögn Guðjóns Hjartarsonar, verksmiðju- stjóra hjá Álafossi, keyptu þeir fyrir 1,3 milljónir dollara í fyrra, en árið 1985 voru ullarviðskiptin svipuð og í ár. Aukningin frá því í fyrra bygg- ist á viðbótarfarmi af olíu sem íslendingar kaupa af Sovétmönn- um. Raznoe export annast viðskipt- in samkvæmt samningum þjóðanna. Guðjón sagði að Álafoss hefði tekist að selja 10 tonn af hand- pijónabandi að verðmæti um 5 milljónir kr., til annars fyrirtækis, Exportljón. Hann sagði að hand- prjónaband hefði ekki áður verið flutt út til Sovétríkjanna, en sagði að þar gæti smám saman orðið til markaður fyrir íslenska hand- pijónabandið. Þá hefur Álafoss selt 7 þúsund peysur til Vneshposyltorg. Þetta eru svokallaðar verðlistavörur fyrir dollarabúðir í Sovétríkjunum. Þetta fyrirtæki hefur einnig pantað 24 þúsund trefla og húfur úr ang- óraull. Sérstök gæðavín á boðstólum hjá ÁTVR ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins er nú að hefja innflutn- ing á sérstökum gæðavínum sem munu kosta allt að 3.500 krónur flaskan. Um er að ræða rauðvín, hvítvin og kampavin og hefur verið útbúin sérstök geymsla fyr- ir þessi vín i húsakynnum ÁTVR. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði að þrátt fyrir að á boðstólum væru fjölmargar tegund- ir af ágætum vínum, hefðu við- skiptavinir kvartað yfir því að vín í sérstaklega háum gæðaflokki vantaði hjá ÁTVR. Hann sagði að það væri ákveðið metnaðarmál bæði fyrir veitingahús og fyrirtækið sjálft að hafa slík vín á boðstólum. Vinin sem hér um ræðir eru frá ýmsum Evrópulöndum og eru allt árgangsvín. ÁTVR mun aðeins flytja inn um 100 flöskur af hverri tegund. Innflutningur á þessum gæðavínum fer fram í gegnum áfengissölu sænska ríkisins og sagði Höskuldur ástæðu þess vera þá að mjög dýrt væri að kaupa lítið magn frá einstökum framleiðend- um. Það hefði þvi virst hagkvæm- asta lausnin að kaupa af lager sænsku áfengissölunnar þar sem Svíar væru bæði stórir kaupendur og þekktir að ágætum vínsmekk. tískuhús Austurstræti lOa, 4. hæð. Sími 22226. Fyrirliggjandi í birgðastöð Galvaniserað plötujárn ST 02 Z DIN 17162 W Plötuþykktir: 0.5-2mm Plötustærðir: 1000 x 2000 mm og 1250 x 2500 mm SINDRA AmSTÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 r IMK m IMIIIH V A W r v * í Take off fatalínan fró Adidas í fyrsía skipti á íslandi og þá auðvitað í Sportvali við Hlemm. k < /iSportval \ v/Hlemm, símar 14390 & 26690.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.