Morgunblaðið - 13.05.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 13.05.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 5 Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Skógafoss glóir Sagt er, að Þrasi landnámsmaður hafi fólgið gull sitt í hylnum und- ir Skógafossi. Á einum fyrsta degi vorsins var þessi mynd tekin og er engu líkara en gull „Þrasa glói“ og sé að kalla til sín þá sem vilja takast á við ævintýrið og höndla gullið. Sovétmenn kaupa ullarvörur fyrir 190 milljónir kr. Búist við samningi um sölu á milljón treflum SOVÉTMENN kaupa á þessu ári meira af peysum en minna af treflum en gert hefur verið ráð fyrir. Álafoss hefur fengið pönt- un á 80 þúsund peysum og iðnaðardeild SÍS annað eins. Gert er ráð fyrir að á næstunni verði gengið frá sölu á milljón treflum þangað og að Álafoss framleiði 700—800 þeirra, en iðn- aðardeildin afganginn. Sovétmenn kaupa því ullarvörur fyrir um 5 milljónir dollara, eða lið- lega 190 milljónir kr. Áð sögn Guðjóns Hjartarsonar, verksmiðju- stjóra hjá Álafossi, keyptu þeir fyrir 1,3 milljónir dollara í fyrra, en árið 1985 voru ullarviðskiptin svipuð og í ár. Aukningin frá því í fyrra bygg- ist á viðbótarfarmi af olíu sem íslendingar kaupa af Sovétmönn- um. Raznoe export annast viðskipt- in samkvæmt samningum þjóðanna. Guðjón sagði að Álafoss hefði tekist að selja 10 tonn af hand- pijónabandi að verðmæti um 5 milljónir kr., til annars fyrirtækis, Exportljón. Hann sagði að hand- prjónaband hefði ekki áður verið flutt út til Sovétríkjanna, en sagði að þar gæti smám saman orðið til markaður fyrir íslenska hand- pijónabandið. Þá hefur Álafoss selt 7 þúsund peysur til Vneshposyltorg. Þetta eru svokallaðar verðlistavörur fyrir dollarabúðir í Sovétríkjunum. Þetta fyrirtæki hefur einnig pantað 24 þúsund trefla og húfur úr ang- óraull. Sérstök gæðavín á boðstólum hjá ÁTVR ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins er nú að hefja innflutn- ing á sérstökum gæðavínum sem munu kosta allt að 3.500 krónur flaskan. Um er að ræða rauðvín, hvítvin og kampavin og hefur verið útbúin sérstök geymsla fyr- ir þessi vín i húsakynnum ÁTVR. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði að þrátt fyrir að á boðstólum væru fjölmargar tegund- ir af ágætum vínum, hefðu við- skiptavinir kvartað yfir því að vín í sérstaklega háum gæðaflokki vantaði hjá ÁTVR. Hann sagði að það væri ákveðið metnaðarmál bæði fyrir veitingahús og fyrirtækið sjálft að hafa slík vín á boðstólum. Vinin sem hér um ræðir eru frá ýmsum Evrópulöndum og eru allt árgangsvín. ÁTVR mun aðeins flytja inn um 100 flöskur af hverri tegund. Innflutningur á þessum gæðavínum fer fram í gegnum áfengissölu sænska ríkisins og sagði Höskuldur ástæðu þess vera þá að mjög dýrt væri að kaupa lítið magn frá einstökum framleiðend- um. Það hefði þvi virst hagkvæm- asta lausnin að kaupa af lager sænsku áfengissölunnar þar sem Svíar væru bæði stórir kaupendur og þekktir að ágætum vínsmekk. tískuhús Austurstræti lOa, 4. hæð. Sími 22226. Fyrirliggjandi í birgðastöð Galvaniserað plötujárn ST 02 Z DIN 17162 W Plötuþykktir: 0.5-2mm Plötustærðir: 1000 x 2000 mm og 1250 x 2500 mm SINDRA AmSTÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 r IMK m IMIIIH V A W r v * í Take off fatalínan fró Adidas í fyrsía skipti á íslandi og þá auðvitað í Sportvali við Hlemm. k < /iSportval \ v/Hlemm, símar 14390 & 26690.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.