Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987
9
SLATTUVELA-
VIÐGERÐIR
Vatnagarðar 14 — 104 Reykjavík
sími 31640
VJterkurog
kD hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Karlmannaföt kr. 5.500.-
Terylenebuxur kr. 995.-, 1.395.- og 1.595.-
Terylene/ull/stretch kr. 1.895.-
Gallabuxur kr. 795.-, 850.- og 875.-
Flauelsbuxur kr. 745.-
Sumarbuxur kr. 750.-
Bolir frá kr. 235.-,
Peysur, skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt.
Andrés,
Skólavörðustíg 22A, sími 18250.
NIÐJAMÓT
SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR OG
HALLBJÖRNS E. ODDSSONAR
verður haldið í Glæsibæ laugardaginn 16. maí kl. 13:00.
Sameiginlegt borðhald á sama stað kl. 19:30.
Dansaðtilkl.3.
Undirbúningsnefndin.
KOMIN AFTUR
Hin vinsæla bók FJÁRMÁLIN ÞÍN hefur verið uppseld aö undanförnu. Nú
er komin út ný útgáfa og bókin fæst aö nýju í öllum bókaverslunum.
FJÁRMÁLIN ÞÍN hefur að geyma mjög greinargóöar og skýrar leiðbeiningar
um ákvarðanir í fjármálum, hvort sem menn eru að taka lán eða fjárfesta.
Þar er lýst helstu tegundum fjárfestinga — innlánsreikningum, skuldabréfum,
verðbréfasjóðum, hlutabréfum, fasteignum og fleiru — þannig að fólk getur
metið kosti þeirra og galla. Ennfremur er fjallað um ýmsa þætti i fjármálum
fólks svo sem áætlanir, heimilisbókhald, hvernig magnast megi á notkun
lánsfjár og hvaöa fjárfestingar geta lækkaö skattana. Sérstakur kafii er í
bókinni um formúlur og hugtök meðal annars fyrir þá sem vilja reikna út
gengi og afföll skuldabréfa sjálfir.
FJÁRMALIN ÞÍN er bók sem veitir svarið við því hvernig fólk getur ávaxtað
sparifé sitt á sem árangursríkastan hátt.
FJÁRMÁLIN ÞÍN eru fjármálaráðgjöf við
allra hæfi — ódýr og góö lausn þeirra er
þurfa að leita svara.
FJÁRMÁLIN ÞÍN er gefin út í samvinnu
við Fjárfestingarfélag íslands og ritstjóri
bókarinnar er Gunnar Helgi Hálfdánarson
framkvæmdastjóri félagsins.
Frjálstframtak
Ármúla 18, sími 82300.
Endurmat kosningabaráttu
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur nú kosið sérstaka nefnd,
sem á að „kanna með hvaða hætti eigi að endurmeta stöðu
Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum og gera úttekt á
kosningabaráttu flokksins." Litið verður á þessa nefnd í Stak-
steinum í dag og vakið máls á því, hvort líkur séu á, að með
henni sé stigið róttækt skref til að skoða þann vanda, sem við
sjálfstæðismönnum blasir. Jafnframt verður drepið á samskipti
breskra stjórnmálamanna við fjölmiðla.
Enginner
dómari . . .
Friðrik Sophusson, vara-
formaður Sjálfstseðis-
flokksins, hefur verið til
þess valinn af miðstjóm
flokksins að vera í for-
mennsku nefndar, sem á
að „endurmeta stöðu
flokksins að loknum
kosningum með tilliti til
margvislegra mála, út-
breiðslumála og málefna-
legra áherslna," eins og
Frikrik orðar það hér i
blaðinu í gser. Þá var
hann einnig spurður,
hvort það væri eðlilegt,
að hann gegndi for-
mennsku i þessari nefnd,
þar sem hann bæri vissa
ábyrgð á stöðu Sjálfstæð-
isflokksins að kosningum
loknum sem varaformað-
ur flokksins. Friðrik
svaraði meðal annars á
þessa leið:
„Við gátum farið tvær
leiðir, þegar valið var i
þessa nefnd. Annars veg-
ar gátum við valið fólk,
sem bar ekki ábyrgð,
þ.ejus. var þá ekki í for-
ystusveitinni, hvorki í
félögum né á framboðs-
listum. Hins vegar var
um það að ræða að fá
fólk sem bar ábyrgð til
þess að leiða þetta starf."
Af skipan nefndarinnar
má ráða, að siðari Ieiðin
var farin. í henni eru auk
Friðriks frambjóðend-
umir Víglundur Þor-
steinsson og Jón
Magnússon, Inga Jóna
Þórðardóttir, aðstoðar-
maður Ragnhildar
Helgadóttur, og Magnús
Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri.
Um það má deila hvort
skipan nefnda af þessu
tagi þjóni almennt ein-
hveijum tilgangi. Hættan
við þær er sú, að vanda-
málum verði vísað til
þeirra og siðan ekki sög-
una meir; hættan á
aðgerðarleysi er þeim
mim meiri þvi nær
vandamálinu sem nefnd-
armenn sjálfir standa.
Þá er oft skynsamlegra
fyrir flokka eins og fyrir-
tæki að skoða stöðu sina
og endurmeta hana i
kyrrþey og sýna niður-
stöðumar i verki heldur
en beija sér á bijóst og
lofa bót og betrun að
loknu flóknu og viða-
miklu nefndarstarfi.
Eitt af þvi sem Sjálf-
stæðisflokkurinn þarf að
að gera er að kalla fleiri
til, breikka og auka fjöl-
breytni í þeim hópi
manna, sem tekst á við
útfærslu á flokksstarf-
inu; ofangreind nefnd er
ekki skref í þá átt. Al-
mennt má segja, að í
kosningunum hafi orðið
alltof lítil enduraýjun í
liði sjálfstæðismanna,
enda var þingflokkurinn
fljótur að endurkjósa
sömu stjóm eftir kosn-
ingar.
Vandi
Kinnocks
Kosningabarátta er nú
að hefjast i Bretlandi.
Verkamannaflokkurinn
stendur höllum fæti í
upphafi hennar. Allt get-
ur hins vegar gerst á
þeim þremur vikum, sem
formlega er barist. I
breska vikuritinu The
Spectator ræðir hinn
heimskunni breski sagn-
fræðingur og rithöfund-
ur Paul Johnson um
samskipti Neils Kinnock,
formanns Verkamanna-
flokksins, og fjölmiðla i
upphafi kosningabar-
áttu. Kinnock á mjög
undir högg að sækja í
fjölmiðlum. Segir
Johnson þetta einkenni-
legt, þar sem hann hafi
notið mikillar velvildar
hjá blaðamönnum, þegar
hann varð leiðtogi
Verkamannaflokksins.
Siðan hafi allt farið á
verri veg og telur John-
son skýringuna vera
tvær iUa undirbúnar
ferðir Kinnocks til
Bandarikjanna. Nú sýni
Kinnock og samstarfs-
menn hans fjölmiðla-
mönnum illgimi.
f grein sinni segir Paul
Johnson að hættan fyrir
leiðtoga Verkamanna-
flokksins, sem á undir
högg að sækja i skoðana-
könnunum, sé sú, að
hann’ hverfi i skjól hjá
gallhörðum flokksmönn-
um, sem klappi honum
lof í lófa, sama á hveiju
gengur, en gleymi hins
vegar hinum almennu
kjósendum. Þannig hafi
farið fyrir Michael Foot
í kosningunum 1983, þótt
hann hafí ekki lent i opin-
berum útistöðum við
fjölmiðla og slitið við þá
sambandi. Enn segir í
greininni i The Spect-
ator.
„Nú berast fréttir um
það, að Kinnock hafí hug
á að sýna fjölmiðlum i
London fyrirlitningu
sína, með þvi að halda
sig sem mest að lands-
byggðarblöðum i kosn-
ingabaráttunni og gera
sem minnst úr daglegum
blaðamannafundum, sem
efnt er til í skrifstofu
Verkamannaflokksins í
hjarta London. Ef þetta
er rétt myndi Kinnock
vera að vinna sjálfum sér
verulegt tjón. Þessi þrir
blaðamannafundir, sem
boðað er til á hveijum
morgni kl. 8.30 hjá
Bandalaginu, kl. 9.00 þjá
Verkamannaflokknum
og kl. 9.30 hjá Ihalds-
flokknum, stjóma í raun
þvi, sem birtist i fjölmiðl-
um í kosningabaráttunni,
setja oft svip á umræður
hvers dags og leggja
sjónvarpsstöðvum til efni
í fyrri fréttatíma þeirra
á kvöldin, sem skipta oft
verulegu máli. Margaret
Thatcher, sem hefur un-
un af að takast á við
blaðamenn og svarar
aldrei út i hött, notaði
fundina með miklum ár-
angri 1983. Foot gekk
verr ekki sist vegna
klaufalegra tilhurða
starfsmanna flokksins til
að hafa hemil á spuming-
um um vamarmál. Láti
Kinnock undir höfuð
leggjast að sælga þessa
fundi, verður það ekki
aðeins túlkað á þann veg
að hann „vilji ekki" svara
spumingum um varaar-
mál heldur miklu fleiri
mál, og fjarvera hans
verður vandræðamál fyr-
ir Verkamannafíokkinn í
kosningabaráttunni."
Hefur þú hugað ai peningunum þínum...
... í dag?
VEROBRÉFAMARKAOS I0NAÐAR8ANKANS
hera nú 0-11% ávöxtun umfram verðbólgu
Opnunargengi Sjóðsbréfa 1 og 2 verðuróbreytt kr. 1.000 dagana 7. til 22. maí 1987
Þann 7. maí hóf Verðbréfamark-
aður Iðnaðarbankans rekstur
tveggja nýrra verðbréfasjóða og
sölu á Sjóðsbréfum 1 og Sjóðs-
bréfum 2. Sjóðsbréf 1 eru fyrir þá
sem vilja örugga ávöxtun og upp-
söfnun þar til þeir þurfa á fjármun
um sínum að halda. Sjóðsbréf 2
eru ætluð þeim sem þurfa að lifa af tekjur. Tekjur Sjóðsþréfa 2 umfram
eignum sinum og hafa af þeim
1
= Verðbréfamarkaður
= Iðnaðarbankans hf.
verðbólgu eru greiddar út á þriggja
mánaða fresti, í mars, júní, sept-
ember og desember ár hvert.
Hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðar-
bankans hf. hugsum við um að
ávaxta peninga - á hverjum degi!
Siminn að Ármúla 7 er 68-10-40.