Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 Áhrif upplýsinga- herferðar um eyðni Fyrirlestur í Háskólanum á f östudag FOSTUDAGINN 15. maí nk. kl. 16 flytur breski fjölmiðlafræð- ingurinn Dr. Mallory Wober Heyrn og tal rannsakaðá Austurlandi EINAR Sindrason háls-, nef- og eyrnalæknir ásamt öðrum sér- fræðingum Heyrnar- og tal- meinastöðvar íslands verður á ferð um Austurland dagana 23. til 28. mai nk. Heym og tal verður rannsakað og útveguð heymartæki. Verða sér- fræðingamir á eftirtöldum stöðum: Egilsstaðir 23. og 24. maí, Nes- kaupstaður 25. og 26. maí, Éski- fjörður 27. maí og Reyðarfjörður 28. maí. Tekið er á móti tímapöntunum á viðkomandi heilsugæslustöð og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst. (Fréttatilkynning) opinberan fyrirlestur um áhrif upplýsingaherferðar um eyðni á vegum félagsvísindadeildar Há- skóla íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar og við- skiptadeildar. Dr. Wober, sem er aðstoðafor- stöðumaður rannsóknadeildar breska viðskiptasjónvarpsins (IBA), er víðkunnur á sviði félagslegra rannsókna á sjónvarpi. Sérsvið hans eru kannanir á hlutverki sjónvarps- ins í lífí bama og ungmenna, en einnig hefur hann látið til sín taka í deilum fræðimanna um svokölluð heimsmyndaáhrif sjónvarpsins. Upp á síðkastið hefur Dr. Wober m.a. gert tvær kannanir varðandi eyni þar sem þekking almennings á þessum sjúkdómi og viðhorf til hans voru athuguð. Jafnframt voru könnuð áhrif víðtækrar upplýsinga- herferðar um eyðni. Niðurstöður þessara kannana verða umræðuefni fyrirlestrarins í Odda. Fyrirlesturinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning.) Nýtt fræðslurit: Aldurinn færist yfir ALDURINN færist yfir — neytið hollrar fæðu er heiti á nýju fræðsluriti um mataræði aldr- aðra, sem Kvenfélagasamband íslands hefur gefið út. Þetta fræðslurit var gefið út af Statens Husholdingsrad í Danmörku árið 1985 og hefur nú verið þýtt og staðfært á íslensku. í fréttatilkynningu frá Kvenfé- lagasambandinu segir að nú á dögum þegar öldruðu fólki fjölgar svo ört hafi stjóm sambandsins þótt æskilegt að sinna óskum til leiðbeiningar varðandi mataræði og fæðuvenjur fyrir þann aldurshóp. Ritið er unnið og samið af sér- fræðingum í Danmörku og ættu því engu síður að koma hér að gagni en þar. Reyndar hefur ritið verið staðfært lítið eitt að íslenskum að- stæðum. í því er að finna almenn ráð um matarval og venjur, tillögur um morgunmat, miðdegisverð og kvöldverð. Einnig eru í ritinu tillög- ur um matseðil fyrir eina viku á hveija árstíð — vetur, sumar, vor eða haust. Fjallar einn kaflinn um geymslu matvæla, annar um melt- ingartregðu og sá þriðji um ofeldi og vaneldi. Ritið „Aldurinn færist yfir" er fáanlegt á skrifstofu kvenfélaga- ALDURINN FÆRIST YFIR sambandsins á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, og kostar 100 krónur. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 14—16. Er það von sambandsins að ritinu verði dreift sem víðast meðal aldraðra og að það geti orðið að liði. Kvenfélagasambandið hefur gef- ið út fleiri hagnýt rit, sem fást á skrifstofunni, svo sem Blettahreins- un, Svona gerum við er við þvoum okkar þvott, Matur og hreinlæti, Nútíma mataræði, Mataræði bama 1—7 ára, Glóðarsteiking, Gerbakst- ur, Frysting matvæla, Félagsmál og fundarstjóm og ennfremur Leið- beiningar um íslenska þjóðbúning- inn. Morgnnblaðið/Kr.Ben. Aðgerð í Þorbirni hf., en flatningsvélamar og fleiri tæki úr vinnslusalnum verða sett um borð í bátana. Þorbjörn hf. Grindavík: Tilraunir með pækilsöltun fisks um borð í veiðiskipi Grindavík. TILRAUNIR með pækilsöltun fisks í körum úti á sjó eru í gangi hjá Þorbimi hf. í Grindavík þar sem fyrirhugað er að fiskurinn verði saltaður um borð í tveim bátum fyrirtækisins, Hrafni GK og Hrafni Sveinbjamarssyni GK í sumar. Gunnar Tómasson verkstjóri í Þorbimi hf. sagði fréttaritara Morgunblaðsins að vegna lélegs fískirís á vetrarvertíðinni væri mik- ill þroskkvóti eftir hjá bátum fyrir- tækisins. I ráði er að tveir bátar, Hrafn GK og Hrafn Sveinbjamar- son GK, fari á togveiðar í sumar og verður aflinn saltaður um borð enda mikill skortur á saltfíski á mörkuðum erlendis. Helsta nýjungin við þessa vinnslu um borð er að fískurinn verður salt- aður í kör og honum landað þannig eftir 15-20 daga. Þeir erfiðleikar fylgja þessu að fískurinn dökknar við svo langa legu í pæklinum og fellur í mati. Tilraunimar hafa gengið út á það hvort hægt sé að halda honum ljósum og ef það tekst hvort saltinnihald fisksins sé þá nægilega mikið til að stytta frekari verkun í salti eftir löndun. Fyrir- hugað er að fiskurinn verði gæðametinn og pakkaður til út- flutnings í landi. Að lokum sagði Gunnar að þetta væri enn á til- raunastigi og fleiri vandamál þyrfti að leysa en lit fisksins. Það lofaði hins vegar góðu sem gert hafi ver- ið hingað til. — Kr.Ben. Gunnar og Oddur verkstjórar skoða frágang á köram sem eiga að vera um borð í 20 daga svo hægt sé að sjá hvernig fiskurinn þolir veltinginn. Nýtt íbúðar- hverfi á Sel- tj'arnarnesi HAFNAR em framkvæmdir við byggingu ibúðarhúsa á nýju byggingarsvæði á Seltjamamesi og er fyrirhugað að þar risi 22 hús á næstu þremur ámm. Nýja byggingarsvæðið er við Bakkavör og munu þar rísa ein- býlishús, parhús og raðhús. Að sögn Einars Norðfjörð, byggingarfull- trúa, er eftirspum mjög mikil eftir lóðum á Seltjamamesi og verð þeirra frá 1-3 milljónir króna með gatnagerðargjöldum. Þær lóðir, sem nú verður byggt á, eru allar seldar og var um eignaijörð að ræða. Einar sagði að þetta svæði væri það heillegasta sem nú væri byggt á , en næsta stóra svæðið sem færi undir íbúðarhús yrði að öllum líkindum Kolbeinsstaðamýri. Þar væri þegar búið að gera skipu- lag, en eigendur jarðarinnar hefðu enn ekki selt þar lóðir. Á því svæði á Seltjamaraesi, sem markast af Bakkavör og Suður- strönd, munu rísa 22 hús á næstu þremur ámm, einbýlishús, parhús og raðhús. Ferðaskrifstofan Farandi: Umboðsaðili fyrir Bresíuhérað á Italíu FERÐASKRIFSTOFAN Farandi hefur verið útnefnd umboðsaðili fyrir Brescia Promotur, sem em samtök þeirra sem starfa að ferðamálum í Bresíu héraði á Ítalíu. Bresíu hérað er á norðanverðri Ítalíu og á svæðinu er meðal ann- ars að fínna nánast allt umhverfi Garda vatns, auk vatnanna Iseo og Idro og skíðasvæða í sunnanverðum Ölpunum, svo sem svæðisins Ponte di Legno. Alls eru á svæðinu um 1200 hótel. Haraldur Jóhannsson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Faranda, sagði í samtali við Morgunblaðið að ferða- skrifstofur og einstaklingar gætu snúið sér til Faranda varðandi upp- lýsingar og bókanir. Hann sagði að í undirbúningi væru skipulagðar ferðir til svæðisins, meðal annars ferð fyrir eldra fólk í haust og skíða- ferð í febrúar í vetur. Að þeim Frá Bresíu héraði. ferðum standa auk Faranda, Ferða- skrifstofa ríkisins, Ævintýraferðir og ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.