Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 21 Skuldar þjóðin ríkinu eða ríkið þjóðinni? Staðreyndir á að hafa að leið- arljósi við stjórnarmyndun eftir Eyjólf Konráð Jónsson Þann 2. ágúst 1978 ritaði ég greinarstúf í Morgunblaðið sem hófst á þessum orðum: „Ftjálslegar umræður eru tímanna tákn. Það er vel, meðan velsæmis er gætt og drengskap- ar. En frelsi verður ekki tryggt án festu. Því setur nú að ugg. Frjálsri umræðu hefur ekki skipu- lega verið ruddur farvegur langa tíð til að af því leiddi upplausn. Þvert á móti á opin umræða að sætta sjónarmið og leiða til sam- starfs. Því er nú spurt: Er ekki mál að rifa seglin og huga að kjölfestunni? Stjórn verðum við að fá, og hver sem hún verður, langar mig nú að leggja aðstandendum henn- ar til tvær hugmyndir til íhugun- ar, þótt kannski fínnist mönnum borið í bakkafullan lækinn: 1. Tökum upp gengistryggða bankareikninga í sem „harðastri" mynt, helzt þýzkum mörkum, sem væntanlega yrði upphaf þess, að við skiptum um peninga, tækjum á ný upp merkur og aura, alvöru- peninga. 2. Göngum með opnum augum að verulegum greiðsluhalla ríkis- sjóðs í eitt til tvö ár, greiðum hann með innlendu lánsfé og not- um svigrúmið til að draga í áföngum úr álögum á neyzluvörur og lækka vöruverð.“ Alla tíð síðan grein þessi birtist hef ég reynt að nota aðstöðu mína til að beijast fyrir framangreind- um sjónarmiðum, en með tak- mörkuðum árangri. Þó hefur Eyjólfur Konráð Jónsson Sjálfstæðisflokkurinn á síðustu misserum haft forustu um að ríkið slakaði á klónni og kæmi til móts við borgarana. Nú á að vera lag til að framkvæma fijálslynda fjár- „Það er því öfugmæli að íslenska ríkið sé skuldugt, þvert á móti er það stórauðugt. Sá auður hefur á löngum tíma auðvitað myndast með skattheimtu af aflafé borgaranna.“ málastefnu því að við erum loks á réttri leið út úr vítahring til velgengni. Samkvæmt nýlegum upplýs- ingum sem fyrst komu fram í sjónvarpsþætti þar sem þeir rædd- ust við dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og dr. Tór Ein- arsson hagfræðingur er skulda- bréfaútgáfa ríkissjóða í ýmsum Evrópulöndum miklu meiri en menn hér hafa gert sér ljóst, jafn- vel yfír 100% af landsframleiðslu, en hitt eru þó enn meiri tíðindi að innlendar skuldir ríkisins hér á landi eru minni en nemur skuld- um borgaranna við ríkið, einungis vegna lántöku almennings úr sjóðum sem ríkið eitt á. í viðtali við Tór sem birtist á bls. 28 í Morgunblaðinu í gær telur hann innlendar „skuldir" ríkisins hér á landi vera +5,6% (mínus fimm komma sex prósent) af lands- framleiðslu eða sem nemur rúmum 7 milljörðum króna. „Hér er einkum um að ræða innstæður hjá fjárfestingarlánasjóðum, Byggðasjóði og húsnæðislána- - sjóðum,“ segir Tór. Eru þá ótaldir allir atvinnuvegasjóðir, allt bankakerfið og allar aðrar skuld- lausar stóreignir ríkisins. Það er því öfugmæli að íslenska ríkið sé skuldugt, þvert á móti er það stórauðugt. Sá auður hefur á löngum tíma auðvitað myndast með skattheimtu af aflafé borgar- anna. Þess vegna ætti líka að vera óhætt að segja að íslenska þjóðin skuldaði ríkissjóði ekki neitt, þvert á móti getur hún kraf- ist þess að hann leggi sitt af mörkum til þeirrar viðreisnar fjár- málalífs sem rætt er um og taki þátt í vörn gegn verðbólgu og nýsköpun atvinnulífs. Þessar upplýsingar koma fram á heppilegasta tíma í stjómar- myndunarviðræðum því að svo mjög hefur staðan í þjóðmálum verið svert að margir em hræddir við að takast á við „vandann“. Höfundur er alþingismaður. mál að linni Núer eftirÞórunni Sveinbjörnsdóttur Að lokinni erfíðri og langvarandi kjarabaráttu fóstra langar mig til að líta ofurlítið á orðaskak síðustu daga þess máls. Þetta varð fjöl- miðlaslagur og víða í þeim ummælum sem þar komu fram fengu Sóknarkonur það óþvegið. Fólk segist taka böm sín af bama- heimilum borgarinnar ef ófaglært starfsfólk annist um þau. Veit þetta góða fólk að það er að vega að systmm sínum, mæðmm og ömm- um. Hefur það sjálft próf uppá að vera fært um að ala upp böm sín. Flest allar Sóknarkonur á bama- heimilum borgarinnar em mæður með langa reynslu í uppeldi bama sinna og annarra. Hvar er betra að nýta þessa reynslu? Fólk sendir böm í sveit jafnvel án þess að þekkja heimilin sem þau fara á og telja það hina mestu gæfu. Ástandið í dagvistarmálum mörg undanfarin ár hefur verið þannig að ófaglært fólk er yfir 60% starfs- manna dagvistarstofnana og á mörgum heimilum em eingöngu Sóknarkonur fyrir utan forstöðu- mann. Sjálf hef ég unnið á slíku heimili og urðum við ekki varar við að fólk væri hrætt um böm sín í okkar höndum. Það er sjálfsagður hlutur að fóstmr séu á hverri deild, en hvað á að gera þegar þær fást ekki til starfa. Við skulum vona að nýr kjarasamningur verði til að fjölga þeim á dagvistarstofnunum borgarinnar. Hvað varðar nám- skeiðahald fyrir félagsmenn Sóknar, þá hefur það aldrei verið tilgangur þeirra að vega að öðmm stéttum né að yfírtaka annarra störf. Sókn er fyrsta stéttarfélagið í Reykjavík sem fær námskeið metin til launahækkana. Ellefu ámm síðar em að koma ýmiskonar námskeið hjá öðmm sem em metin til launa- hækkana. Loks er þeim áfanga náð. Okkar sjónarmið hefur verið í gegnum öll þessi ár að kennsla sú sem félagsfólk okkar fær sé fyrst og fremst starfsþjálfun og endur- menntun. Af þessu leiðir hæfara starfsfólk. Nú er mál að linni öllum ríg varð- andi umönnun barnanna okkar. Við bemm hag þeirra fyrir bijósti, ekki satt. Öll viljum við það besta fyrir þennan stóra bamahóp. Það hefst með samvinnu ekki sundmng. Höfundur er formaður Starfs- mannafélagsins Sóknar. Þórunn Sveinbjörnsdóttir „Veit þetta góða fólk að það er að vega að systrum sínum, mæðr- um og ömmum. Hefur það sjálft próf uppá að vera fært um að ala upp börn sín.“ Bifreið og dráttarvél í árekstri Fólksbifreið og dráttarvél skullu saman á Vesturlandsvegi á sunnudag og voru tveir flutt- ir á slysadeild, en meiðsli þeirra voru ekki mikil. Áreksturinn varð um kl. 13.30 til móts við bæinn Kiðafell í Kjós. Ökumaður fólksbifreiðarinnar ætlaði að aka fram úr dráttarvél- inni, en henni var þá sveigt til hliðar, svo fólksbifreiðin skall í hlið hennar. Karl og kona í bifreið- inni slösuðust lítillega. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggans! ^ UTSÆÐI Nú höfum við hafið vorsöluna á útsæðinu sem er frá völdum framleiðendum af Suðurlandi. Bjóðum einnig Ágætis stofnútsæði úr Eyjafirði. Valið og meðhöndlað af fagmönnum. Til þæginda fyrir kartöfluræktendur höfum við á boð- stólnum: - Kartöflugarðsáburð - arfaeitur - þaramjöl Horni Síðumúia og Fellsmúla, Fellsmúlamegin. SIÐUMULI GRENSASVEGUR SÍÐUMÚLA 34 SÍMI 91-681600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.