Morgunblaðið - 13.05.1987, Page 23

Morgunblaðið - 13.05.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAI 1987 23 Morgunblaðið/Júlíus Allt brann sem brunnið gat í afgreiðslu- og verksmiðjuhúsi Lystadún við Dugguvog í gær og er tjónið talið nema tugum milljóna króna. Tjónið gæti skipt tugum millj óna króna - segir Kristján Sigmundsson „EG er því fegnastur að starfs- mennirnir skyldu allir komast út heilu og höldnu, en tjón fyrir- tækisins er vissulega gífurlegt,“ sagði Kristján Sigmundsson, framkvæmdastjóri Lystadún- verksmiðjunnar, en nýbygging fyrirtækisins að Dugguvogi brann til kaldra kola í gær. „Það er ljóst að allt það sem var í húsinu er gjörónýtt, lager, vélar og annar búnaður," sagði Kristján. „Eg hef ekki getað gert mér ná- kvæma grein fyrir tjóninu, en það er ljóst að það skiptir milljónum og PONTUNARSM 91-651414 alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. Póstverslunin Príma Ví&HHO AÍOjfci „Rúðurnar sprungu og eld- tungur stóðu út mn gluggana“ - segir Þorsteinn Ingimarsson, einn þeirra sem bjargaði starfsmönnum úr brennandi húsinu „ÉG sá konurnar þarna í glugga- num og reyndi auðvitað strax að koam þeim til hjálpar. Okkur félögunum tókst svo að ná þeim og tveimur öðrum konum niður,“ sagði Þorsteinn Ingimarsson, sem bjargaði starfsmönnum Ly- stadúns út úr brennandi húsinu í gærmorgun. Þorsteinn starfar hjá fyrirtækinu Sandi hf. sem er við hliðina á Ly- stadúnsverksmiðjunni í Dugguvogi. Honum segist svo frá að hann hafi orðið var við eldinn þegar hann gekk sem snöggvast út. „Ég sá að það logaði í þeim enda byggingar- innar sem var fjær mér og þegar mér var litið upp í glugga fyrir ofan mig sá ég þar konu,“ sagði Þor- steinn. „Hún kallaði til mín að kviknað væri í húsinu og hún kæm- ist ekki út. Með henni var önnur kona og í sameiningu tókst þeim að losa festingu á mjóu, opnanlegu' gluggafagi, svo þær kæmust út um gluggann. Ég stökk strax af stað til að ná í stiga. Félagi minn, Guð- mann Guðmannsson, kom mér til hjálpar og við reistum stiga upp að húsveggnum. Stiginn náði aðeins upp á hálfan húsvegginn svo það var nokkuð erfítt að ná konunum út, en það tókst þó. Á meðan við vorum að bjástra við þetta sprungu flestar rúður í húsinu og skæðadríf- an af glerbrotum þaut um allt, en til allrar hamingju meiddist enginn. Þá stóðu eldtungur út um gluggana og skömmu síðar var húsið eitt eld- haf. Þetta gekk þó allt vonum framar." Ekki var björgunarstarfi þeirra Þorsteins og Guðmanns lokið við þetta því tveimur öðrum konum hafði einnig tekist að losa glugga á framhlið hússins og komast út á skyggni, sem er yfir aðaldyrunum við Dugguvog. Þeir félagar kölluðu því til þriðja manninn frá Sandi hf., Inga Karlsson. Þar sem þeim hafði reynst erfítt að nota stuttan stigann gripu þeir til þess ráðs að nota vélskóflu, sem Ingi ók að skyggninu. Skóflunni var lyft upp og konurnar tvær teknar niður í henni. „Þetta var nú ekkert björg- unarafrek, við gerðum bara það sem allir aðrir hefðu gert við þessar aðstæður," sagði Þorsteinn Ingim- arsson og vildi sem minnst gera úr málinu. Kristján Sighiundsson, fram- kvæmdastjóri jafnvel tugum milljóna króna. Það þýðir hins vegar ekki að hugsa of mikið um það, því það var ekkert við þessu að gera eftir að eldurinn braust út. Vissulega voru slökkvi- tæki og annar slíkur búnaður í húsinu, en það kom fljótlega í ljós að slíkt má sín lítils þegar eldurinn nær að læsa sig í jafn eldfím efni og hér eru. Það voru því hárrétt viðbrögð hjá starfsmönnum að forða sér út þegar þeir sáu hvert stefndi, en stefna lífi sínu ekki í voða. Til allrar hamingju héldu menn ró sinni, því það er ómögu- legt að vita hvað hefði gerst ef menn hefðu misst stjóm á sér. Ég er þakklátastur fyrir það að allir skyldu sleppa lífs af úr þessu eld- hafi.“ Þorsteinn Ingimarsson bjargaði fjórum konum út úr logandi Lystad- únverksmiðjunni í gær, ásamt félögum sínum. Hér stendur hann við stigann sem þeir félagarnir notuðu til að bjarga tveimur kvennanna út. Með Þorsteini á myndinni er Óli Karló Olsen, aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu. og þú flýgur í gegnum daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.