Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987
25
Nýr forsætisráðherra á Möltu:
Batt enda á
sextánára
vinstri stjóm
EDWARD Fenech Adami sór í gær
embættiseið forsætisráðherra á
Möltu og hefur hann hvatt eyjar-
skeggja til einingar. Fenech
Adami, sem er 53 ára gamall lög-
fræðingur, var í framboði fyrir
Þjóðemisflokkinn og tekur hann
við völdum af Verkamannaflokkn-
um, sem hefur setið sextán ár við
stjóravölinn.
þar var herstöð Atlantshafsbanda-
lagsins.
Adami komst til valda í flokknum
árið 1977 og hafði fram að því verið
lítt þekktur. Þjóðemisflokkurinn hef-
ur hingað til notið fylgis eldri og
íhaldsamari kynslóða, en fyrsta verk
Adamis var að höfða til fleiri og
beindi hann sérstaklega spjótum
sínum að konum og ungu fólki.
„Við erum ein þjóð,“ sagði Adami
eftir tveggja mánaða, harða kosn-
ingabaráttu, sem lyktaði með því að
flokkur hans vann nauman sigur í
kosningunum á laugardag.
Adami gladdist mikið yfír þessum
árangri, enda kveðst hann hafa verið
rændur sigri í síðustu kosningum.
Þá hlaut Þjóðemisflokkurinn 51 af
hundraði atkvæða, en aðeins 31 af
65 sætum á þingi.
Þjóðemisflokkurinn hlaut nú
50,57 af hundraði atkvæða, en sam-
kvæmt nýjum kosningalögum nægir
meirihluti til þess að mynda stjóm.
Adami lýsti yfir því að hann myndi
eiga náið samstarf við fráfarandi
forsætisráðherra, Carmelo Mifsud
Bonnici, leiðtoga Verkamanna-
flokksins. Með þessu vildi Adami
koma í veg fyrir átök af pólitískum
toga og mýkja lund tapsárra and-
stæðinga sinna.
Þess má geta að Adami og Bonnici
em jafnaldrar og starfsbræður. Þeir
útskrifuðust samtímis frá háskólan-
um í Möltu og vom góðir kunningjar
á námsámm sínum.
Búist er við að Adami treysti sam-
skipti Möltu við vestræn ríki, en
Bonnici og forveri hans, eldhuginn
Dom Mintoff, fylgdu hlutleysisstefnu
í þeim efnum.
Adami sagði við blaðamenn á
mánudagskvöld að nú tæki við tími
aukins samráðs við þjóðinna og við-
jamar yrðu leystar af einkageiran-
um. Maltayrði fylgjandi Evrópu, vildi
eiga vinsamleg samskipti við Líbýu-
menn og á sama tíma leita sátta við
Bandaríkjamenn.
Adami er algerlega andvígur kom-
múnisma. Hann er þeirrar hyggju
að Malta þurfi að efla samskipti við
vestræn ríki bæði á sviði efnahags-
og vamarmála. Hann vill einnig nán-
ari tengsl við Evrópubandalagið.
Adami greiddi aftur á móti at-
kvæði með tillögu stjómar Verka-
mannaflokksins um að setja ákvæði
í stjómarskránna um að Malta væri
sjálfstætt og óháð ríki. Hann hefur
lýst yfir því að aldrei aftur muni
erlent herlið fá að setjast að á eynni.
Malta var eitt sinn breskt vígi og
Frakkland:
Fjöldi manns fylgist með réttarhöldunum yfir Klaus Barbie.
Reuter
Barbie er hneykslað-
ur á athygli fjölmiðla
Lyon, Reuter.
KLAUS Barbie, fyrrum Gestapo-
foringi, sem nú er fyrir rétti í
Lyon sakaður um glæpi gegn
mannkyninu, hefur látið í ljósi
hneykslan á athygli þeirri er fjöl-
miðlarnir sýna réttarhöldunum,
að sögn verjanda hans, Jacques
Verges.
Um 700 blaðamenn eru komnir
til Lyon til þess að fylgjast með
réttarhöldunum og var fyrstu
mínútum réttarhaldanna sjónvarp-
að beint. Þá hafa ljósmyndarar
verið aðgangsharðir. Verges sagði
einnig að Barbie væri undrandi á
atburðum er tengja mætti réttar-
höldunum s.s. því að Jacques
Chirac, forsætisráðherra, skyldi
hvetja til þess nýlega að tekin yrði
upp fræðsla í frönskum skólum um
gyðingaofsóknir nasista og Vichy-
stjómina, er stjómaði Frakklandi
að nafninu til á stríðsárunum.
Er rettarhöldin hófust neitaði
Barbie að gefa upp rétt nafn en
sagðist heita Klaus Altmann, sem
er nafn er hann tók upp eftir stríð
er hann starfaði um skeið fyrir
bandarísku leyniþjónustuna. Er-
hard Dabringhaus, fyrrverandi
starfsmaður leyniþjónustunnar, er
í Lyon til þess að bera vitni og sagði
við fréttamann Reuters í gær að
eftir styijöldinna hefði hann not-
fært sér aðstoð Andskotans sjálfs,
ef slíkt hefði staðið til boða og því
Stokkhólmur. Frá Erik Liden, fréttaritara
SKÝRSLA, unnin á vegum sænska
dómsmálaráðuneytisins, var gefin
út í Stokkhólmi í gær. Eru i henni
tilgreind margs konar mistök er
sænskum lögregluyfirvöldum urðu
á nóttina sem Olof Palme, fyrrurn
forsætisráðherra, var myrtur.
Segir þar að lögreglan hafí ekki gefið
út allsheijarviðvörun til allra lögreglu-
stöðva og ekki hefðu verið settar upp
umferðatakmarkanir í grennd við
morðstaðinn. Einnig hefði láðst að
vakta flugvelli og aðra staði er ódæð-
ismenn hefðu getað farið um á leið
sinni úr landi. Listar yfir helstu ráða-
menn þjóðarinnar og leiðbeiningar um
hefði hann feginn notfært sér hjálp
Barbies. Bandaríkjamenn hjálpuðu
Klaus Barbie síðan að komast und-
an til Bólivíu, en hann var tvisvar
dæmdur til dauða i Frakklandi að
sér fjarstöddum á sjötta áratugn-
um. Yfirvöld í Bólivíu framseldu
hann síðan til Frakklands árið 1983.
Fyrstu tveir dagar réttarhald-
anna hafa aðallega farið í að lesa
upp hina hræðilegu glæpi sem
Barbie er sakaður um. Hefur hann
setið svipbrigðalaus í salnum og
hlustað. Komið hefur fram að
Barbie virðist ekki fínna til neinnar
sektarkenndar vegna þess sem
hann hefur gert.
Samkvæmt frönskum lögum er
lífstíðarfangelsi nú þyngsti dómur
sem til greina kemur yfir Barbie.
Rannsókn Palme-málsins:
Místök fyrsta sólar-
hringinn afdrifarík
MorgTinblaðsins í Svíþjóð.
hvernig hægt væri að ná sambandi
við þá, hefðu verið ófullkomnir og
jafnvel úreltir. Lögreglan hefði t.d.
ekki vitað símanúmer í veiðikofa þar
sem Karl Gústaf, Svíakonungur,
dvaldi. Nefndin er vann þessa skýrslu
mun nú hefja athugun á störfum lög-
reglunnar eftir að sérstakur starfs-
hópur undir stjóm Hans Holmer,
lögreglustjóra Stokkhólms, tók við
rannsókn morðmálsins. Heimildir
herma að athygli lögreglunnar beinist
nú mest að hægri sinnuðum öfga-
mönnum er hagað hefðu sér grunsam-
lega morðnóttina. Þá mun lýsing á
hugsanlegum morðingja hafa verið
send öllum lögreglustöðvum í Svíþjóð.
■ Cylinda
þvottavélar ★ sænskar og sérstakar
Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun,
vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis-
gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki
betri vélar!
ara
ábyrgð
jFOmx
HATUNI 6A SlMI (91)24420
Skipstjórar og
útgerðarmenn
rækjubáta
Flestar stærðir af rækjupokum m.a.:
18 kg stærð: 50 x 80 cm
21 — — 60 x 80 cm
33 — — 60 X 100 cm
Einnig höfum viö á boðstólum Union Special
pokalokunarvélar, sem Rafmagnseftirlit ríkis-
ins hefur viðurkennt til notkunar um borð í bát-
um.
Varahlutir og viðgerðarþjónusta er hjá Pfaff hf.
Kynnið ykkur verö og gæði.
Baldur s.f.,
Stokkseyri
s. 99-3310