Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 29 Utgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Mismunandi náms- sókn eftir búsetu Haustið 1985 vóru rúmlega 22.500 íslendingar við framhaldsskóla- og háskóla- nám, 12.000 karlar og 10.500 konur, samkvæmt nemenda- skrám Hagstofu íslands. Það vekur athygli að mikill munur er á hlutfallslegri námssókn eftir búsetu. Til dæmis stunda aðeins 63,3% 16 ára unglinga á Austurlandi og 64,6% á Vest- fjörðum nám á sama tíma og 81,0% jafnaldra þeirra í Reykjavík situr á skólabekk. Þessi munur eykst eftir því sem ofar dregur í aldursstiga nem- enda. Aðeins rúmlega fjórð- ungur tuttuga ára ungmenna stundar enn nám á Vestfjörð- um (26,5%) og Austurlandi (25,3%) á sama tíma og tæp- lega helmingur Reykvíkinga (46,9%) sækir enn á náms- brattann. Aðstaða til hverskonar náms, sem eykur þekkingu, þroska og starfshæfni einstakl- inga, er óaðskiljanlegur hluti mannréttinda, samkvæmt við- horfum líðandi stundar. Jafn- rétti einstaklinga til náms er forsenda jafnstöðu þeirra í lífsbaráttunni, til starfs og gæða lífsins. Auk þess kemur fjárfesting í hverskonar menntun þjóðfélagsþegnanna heildinni til góða, þegar grannt er gáð. Það gildir hið sama um menningar- og efnahagsstöðu þjóðar eins og einstaklinga: hún helzt í hendur við menntun hennar og þekkingu. Það er sjálfsagt margt sem torveldar fremur námssókn ungs fólks í stijálbýli en á höf- uðborgarsvæðinu. Nám, sem þarf að sækja í annan lands- hluta, fjarri foreldrahúsum, er t.d. mun kostnaðarsamara. Atvinnulíf í byggðarlögum þar sem frumframleiðsla svo- kölluð, sjósókn og landbúnað- ur, er svo til allsráðandi, höfðar fyrr til fólks — jafnvel fólks á mjög ungum aldri — en þjón- ustugreinar þéttbýlis. Náms- sókn á Reykjanesi, utan höfuðborgarsvæðis, er litlu meiri hlutfallslega en á Aust- urlandi. Mjög fáir langskólageng- inna stijálbýlismanna eiga atvinnumöguleika í fagi sínu í heimahögum. Loks kann almennt viðhorf til menntunarmöguleika, sem áhrif hefur á val ungmenna, að vera mismunandi eftir byggðarlögum. Það væri vissulega verðugt verkefni að kanna það ofan í kjölinn, hvað veldur þessum mikla mun á námssókn ungs fólks á svokallaðri landsbyggð annarsvegar og höfuðborgar- svæðinu hinsvegar. Það væri fyrsta skrefíð að nauðsynleg- um viðbrögðum við vanda, sem ekki er hægt að horfa á aðgerð- arlaus. Erlend samkeppni í millilanda- flugi ýzka flugfélagið Luft- hansa birti heilsíðu aug- lýsingu í Morgunblaðinu í gær um vikulegar flugferðir frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli til Dussel- dorf og Munchen, frá vori fram á haust. Það er óhjákvæmilegt að þessi nýja samkeppni í milli- landaflugi veki ýmsar spum- ingar í hugum íslendinga. Áhugi hins þýzka flugfélags á farjiegaflugi milli Þýzkalands og Islands byggist fyrst og fremst á tvennu: auknum áhuga Þjóðveija á íslandi sem ferðamannalandi og vaxandi ferðamannastraumi milli ís- lands og Evrópuríkja á næst- liðnum árum. Markaðssetning Lufthansa á íslandsferðum mun efalítið auka ferðamannastraum til ís- lands. „Hófleg" samkeppni að utan mun og bæta þjónustu íslenzku flugfélaganna, ef að líkum lætur. Þetta eru hinar jákvæðari hliðar málsins. Á hinn bóginn byggist þessi samkeppni á markaði, sem íslenzku flugfélögin hafa verið að vinna upp með þrotlausu og kostnaðarsömu kynningar- starfí um mjög langt árabil. Markaðurinn er þar að auki naumast af þeirri stærðar- gráðu að hann beri starfsemi margra flugfélaga. Markaðs- aðild erlends flugfélags á flugleiðum milli Islands og Evrópu felur því í sér vissar hættur fyrir íslenzku flugfélög- in, ef hún tekur til sín umtals- verð viðskipti. En vonandi standast þau prófraunina. Framundan er val milli verðbólgu og jafnvægis, stöðnunar eða framfara Gunnar J. Friðríksson formaður VSÍ flytur ræðu sina á aðalfundin- um á Hótel Sögu í gær. Ræða Gunnars J. Friðrikssonar, formanns Vinnu- veitendasambands Islands, á 53. aðal- fundi sambandsins Agætu gestir, góðir félagar. Þegar við nú höldum 53. aðal- fimd Vinnuveitendasambands íslands blasir við sjónum bjartari mynd af ástandi efnahags- og kjaramála en verið hefur fíölmörg undangengin ár. Áræði og fram- kvæmdaþróttur birtist hvarvetna. Fyrirtæki og einstaklingar horfa björtum augum til framtíðarinnar og hyggja á enn frekari sókn til meiri verðmætasköpunar og bættra kjara. En blikur eru á lofti og þenslu- mörkin fara ekki leynt. Reynslan sýnir að samstaða þjóðarinnar er mest þegar sýnilegur vandi steðjar að, en minnst þá vel árar. Ovissa um stjóm landsmála eykur hér enn á vandann. Þessari óvissu verður að eyða hið allra fyrsta, svo traust á efiiahagslífinu taki á ný við af spákaupmennsku og verðbólgu- væntingum, sem nú gera svo mjög vart við sig. Árið 1986 markar um margt tímamót. Það var ár hinna miklu umskipta og meiri árangur af mark- vissu starfi en áður eru dæmi um. Þjóðarframleiðsla jókst um 6,3% og þjóðartekjur enn meira eða um 8,3% og áætlað er að kaupmáttur al- mennra launatekna hafi hækkað um svipað hlutfall. Ráðstöfunar- tekjur almennings eru þó taldar hafa hækkað enn meira eða um allt að 10 af hundraði. Samtímis tókst að ná afgangi í skiptum okk- ar við útlönd og voru það mikil og nauðsynleg umskipti frá stöðugri skuldasöfnun erlendis um margra ára skeið. Það eftirminnilegasta er þó ugglaust það, að verðbólga varð minni en verið hefur í hálfan annan áratug eða tæp 13% frá upphafi til loka ársins. Þessi niðurstaða á ársuppgjöri þjóðarbúsins er ekki tilviljun. Hún er árangur af samstarfí aðila al- menna vinnumarkaðarins sem hófst með kjarasamningunum í febrúar á sl. ári. Þetta samstarf miðaði fyrst og fremst að því að ná tökum á verðbólgunni, og með þeim hætti leggja grunn að auknum möguleik- um atvinnufyrirtækja til að greiða hærri laun, án þess að kostnaðar- aukinn rynhi jafnharðan út f verð- lagið. Um þetta markmið náðist víðtæk samstaða og samkomulag varð um ýmsar aðgerðir ríkisvalds- ins, sem nauðsynlegar voru til að tryggja og treysta þessa þróun. Þar bar að sjálfsögðu hæst sú stefnu- breyting, að aðlaga gengi krónunn- ar ekki sjálfkrafa að kostnaðar- hækkunum innanlands, heldur stefna að festu í gengisskráningu sem aftur væri grundvöllur kjara- samninga á vinnumarkaði. Sam- hliða lækkaði ríkið ýmsa tolla og álögur svo markmiðum um kaup- máttarþróun yrði náð. Á grundvelli alls þessa gerðu menn sér vonir um að verðbólga á árinu 1986 yrði innan við 10 af hundraði. Þótt árangurinn væri góður rættust þessar óskir ekki að fullu. Þar réð mestu sú þróun, að bandaríkjadollar féll mjög í verði gagnvart öðrum gjaldmiðlum en það leiddi til þess að hnika varð til markmiðum um fast gengi krón- unnar. Meðalverð erlendra gjald- miðla hækkaði því um 60% frá upphafi til loka ársins. Áhrif þessa hér innanlands urðu með tvennum hætti. Annars vegar varð hækkun á innfluttum vamingi meiri en spáð var vegna hækkunar gjaldmiðla þeirra landa sem við kaupum mest frá og olli þetta mestu um þá um- framhækkun vísitölunnar, sem raun varð á. En áhrif þessarar þróunar birtust einnig telq'umegin og kom hart niður á þeim greinum atvinnu- lífsins, sem einkum selja afurðir sínar í dollurum. Hækkandi verð á afurðum kom þar þó meira á móti en nokkum hafði órað fyrir. Af- koma fiskvinnslu varð því í reynd betri en vonir stóðu til og í heild má fullyrða, að afkoma sjávarút- vegsins hafi á liðnu ári verið til muna betri en mörg undangengin ár. Afkoma annarra greina atvinnu- lífsins reyndist einnig með besta móti, þótt víða sé enn við erfiðleika að etja. Má raunar fullyrða að lækk- un verðbólgunnar hafi leyst atvinn- ulífið úr læðingi og sú breyting á rekstrarskilyrðum hafi ein og sér orðið grundvöllur að mun betri árangri í rekstri en ella hefði orðið. Það sannast því enn, að rekstrar- skilyrði atvinnulífsins ráða mestu um þróun kaupmáttar í landinu. Ég hefi nú í stærstu dráttum rakið efnahags- og kjaraþróun árs- ins 1986 og þá er að vonum að staldrað sé við og spurt, hvað hafi breyst svo mjög, að samstaða næðist með aðilum á almenna vinnumarkaðnum og ríkisvaldi um samræmdar aðgerðir á sviðum efnahags- og kjaramála. Ég hygg, að svarið liggi í reynslu alls almenn- ings frá haustdögum 1984, þegar fyrst var rætt um slíka tilraun. Ég fullyrði, að vilji fólksins í landinu var þá sá, að tilraunin yrði gerð, að kaupmáttur kæmi í stað krónu- fjölda og að verðbólgan yrði hamin. Þetta tókst ekki þá vegna þess ofur- þunga, sem samtök opinberra starfsmanna lögðu á gömlu leiðim- ar, en þeir knúðu þá fram með harðvítugum verkföllum launa- hækkanir sem skiptu tugum pró- senta. Þessar kauphækkanir fóru svo langt fram úr því, sem verð- mætasköpun atvinnulífsins leyfði, að verðbólgan hlaut að eyða mis- muninum og raunar gott betur, því að verðbólgan skaðaði líka rekstrar- skilyrði atvinnulífsins og möguleika þess til að bæta rekstur og auka framleiðni. Það var þessi dapra og nærtæka reynsla sem gerði Það að verkum að allir voru reiðubúnir til að gera tilraun og reyna nýja leið. Það er ánægjulegt að geta nú full- yrt að sú leið, sem valin var, hafi verið rétt. Þegar hallaði að hausti bentu ýmis teikn til þess, að þensla væri að gera vart við sig í efnahagslífinu og vinnuaflsskortur varð jafnvel enn meira áberandi en fyrr. Verð- bólguhraðinn hafði því ekki minnkað sem skyldi og kosningar til Alþingis voru taldar geta orðið allt frá miðjum mars. Við þessar aðstæður töldu forsvarsmenn VSÍ, að annað tveggja væri nauðsynlegt til að tryggja framhald febrúar- samninganna og áframhaldandi stöðugleika, að kosningum yrði flýtt fram á haustið, eða að kjarasamn- ingar yrðu gerðir fyrir áramót. Kosningar og kjarasamningar virð- ast eiga jafnvel saman og vatn og eldur og þessi sannindi virðast mér enn hafa birst í kjaradeilum opin- berra starfsmanna á þessum vetri. Óviss framtíð er alltaf undirrót upplausnar í efnAhagsmálum og því var það forystumönnum VSI kappsmál að flýta kjarasamningum, þegar ljóst var orðið að kosningar yrðu fyrst að vori. Markmiðið var einfalt, að tryggja stöðugleika á árinu 1987 eftirþví, sem föngfram- ast leyfðu. Aðdragandi þeirra kjarasamn- inga sem tókust við Alþýðusam- bandið 6. desember sl. var þó í reynd stuttur, því það var fyrst eftir miðj- an nóvember að landssambönd ASÍ mörkuðu stefnu fyrir komandi lq'arasamninga. Sú stefnumörkun birtist VSÍ sem krafa um sérstaka hækkun lægstu iauna og áhersla á lækkandi verðbólgu. Um þetta virt- ist næsta víðtæk samstaða innan ASÍ, ef frá er talið eitt landssam- band, sem ekki tók þátt í viðræðum heildarsamtakanna í nóvember. Vinnuveitendasambandið lýsti þegar vilja sínum til að reyna samn- inga Á þessum grundvelli og var allt kapp lagt á að tengja samning- sniðurstöður hækkun launa 1. desember, sem m.a. stafaði af verð- lagshækkun umfram væntingar manna. Þetta tókst og voru samn- ingar undirritaðir 6. desember sl. Með þessum samningi var stigið stórt skref til að bæta hag þeirra lægst launuðu, en sýnt þótti að launAþróun síðustu ára hafi skilið þá hópa eftir í óviðunandi stöðu. Fór svo að lægstu laun hækkuðu um 30% að raungildi eða í kr. 26.500 en öðrum almennum launa- breytingum var mjög í hóf stillt. Áætlað er, að meðaltalshækkun launa frá 1. desember sl. hafi af þessum sökum numið 4% umfram þá 4,59% hækkun launa, sem allir launþegar nutu. Með þessari aðgerð var gamla kauptaxtakerfíð lagt fyrir róða, enda í reynd aðeins orðið grunnur að hærri launagreiðslum í fyrirtækj- unum. Á vissum sviðum skyldi þó á tímabilinu fram til 1. september gera fastlaunasamninga, sem ætlað var að endurspegla eftir föngum greitt kaup í hlutaðeigandi starfs- greinum. Þegar hafa 4 samningar verið gerðir á grundvelli þessa. Þessi þróun hefur fyrst og fremst verið til hagsbóta þeim, sem við lökust kjör hafa búið og má nú fullyrða að kaupmáttur tekna lág- tekjufólks hafi ekki fyrr verið meiri. Vinnuveitendur gengu til þessara samninga fullvitandi um það, að veruleg hætta væri á því, að of mikil hækkun lægstu launa myndi kalla á launaskrið þeirra, sem hærri hefðu iaunin. Það var því þraut- kannað, hvað fyrirtækin teldu mest mögulegt að hækka lágmarkið án þess að öll önnur laun hreyfðust að sama skapi og vísast hefur þar verið farið fram á ystu nöf. Á hinn bóginn er jafnljóst, að skemmra varð ekki gengið, ef von átti að verða um sættir í þjóðfélaginu um niðurstöðu samninga. Það er hins vegar deginum ljós- ara, að þetta átak til launajöfnunar fær því aðeins staðist, að aðrir hóp- ar á vinnumarkaði sætti sig við sérstaka hækkun lágtekjufólks og geri ekki kröfu um hliðstæðar breytingar sér til handa. Fari svo hefur ekkert miðað og þeir, sem lakast standa verða verr settir en áður, því að verðbólga hefur alltaf leikið þá verst. Það eru raunar ekki þeir einu sem tapa, því allir tapa á aukinni verðbólgu, sem dregur mátt úr fyrirtækjunum og tefur fyrir verðmætasköpun. í þessu efni sannast því enn, að sígandi lukka sé best. Ég vil í þessu sambandi víkja nokkuð að villandi áróðri, sem mjög hefur verið haldið á lofti síðustu vikur og mánuði um vaxandi launa- mun í þjóðfélaginu, ekki síst milli karla og kvenna. Þessi umræða hefur í engu tekið mið af þeirri stökkbreytingu, sem síðustu tvennir samningar hafa miðað að. Umræð- an byggir á gömlum grunni og er ekki í samræmi við það, sem raun- verulega er að gerast í launamálum á vinnumarkaði. Þeir samningar, sem ég hefi hér lýst fela I sér stór- kostlegri Iq'arabót til handa lág- tekjufólki en dæmi eru um á jafn skömmum tíma. Þeir munu einnig verða til þess að jafna laun karla og kvenna, en þó því aðeins að þessi stefnumörkunin verði ekki brotin niður af harðdrægum og ábyrgðarlausum sérhagsmunahóp- um eða öðrum þeim, sem ekki sjást fyrir. Það væri hrapallegt ef vill- andi áróður ýmissa stjómmálaafla yrði til þess að eyðileggja þann árangur sem nú er í augsýn. í þeim samningum, sem gerðir hafa verð á almennum vinnumark- aði á þessu ári hefur í meginatriðum tekist að halda þeirri línu, sem dreg- in var með desembersamningunum. Ýmsir hópar hafa þó ekki viljað sætta sig við þessa stefnu og knúið á um meira sér til handa. Hér stönd- um við frammi fyrir vandamáli verkalýðshreyfingarinnar, sem ekki er í stakk búin til að tryggja, að hennar eigin aðildarfélög fari í verki eftir þeirri stefnumörkun, sem heildin hefur markað. Þetta er ekk- ert nýtt, því að verkalýðshreyfingin hefur svo lengi, sem ég man í orði kveðnu lagt megináherslu á hækk- un lægstu launa. Hefði heilsteyptur vilji allrar verkalýðshreyfingarinnar staðið við þessa stefnumótun má ætla að lengra hefði miðað. Það er að minnsta kosti reynsla nágranna- þjóðanna. Ég get í þessu sambandi ekki látið hjá líða að minnast fáum orð- um á kjaramál opinberra starfs- manna, en deilur þeirra og ríkisvaldsins hafa verið með al- mesta móti á þessu vori. Það er athyglisvert við þessar deilur, að þar hefur sérhyggja einstakra hópa ráðið nær öllu og samanburður ver- ið lykilorðið. Þessar deilur hafa því ekki verið átök um skiptingu þjóðar- tekna heldur krafa um aukinn hlut opinberra starfsmanna af launa- sneið þjóðarkökunnar, því að engin rök haJfa verið færð fyrir því, að verðmætasköpun þjóðfélagsins leyfí þær launahækkanir, sem krafist hefur verið. Kjaradeilur opinberra starfsmanna hafa því í reynd verið kröfur á hendur þjóðfélaginu um hærri skatta til að greiða fyrir dýr- ari opinbera þjónustu. Kröfur annarra um breytingar á launum til samræmis við launaþróun opin- berra starfsmanna eru svar við þessari þróun. Svarið er skýrt og ákveðið það, að aðrir launþegahóp- ar sætta sig ekki við að greiða aukinn hlut af telq'um sínum til að standa straum af launagreiðslum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Þessi átök eru áhyggjuefni’ og það sérstaklega, þar sem svo stutt er síðan samtök opinberra starfs- manna knúðu fram verðbólguhrinu sem öllum er í fersku minni. Ég hygg, að nauðsynlegt sé að íhuga mjög breytingar á nýsamþykktum lögum um samningsrétt opinberra starfsmanna, sem knýji menn til ábyrgari vinnubragða í stærri hóp- um. Ég held líka að full þörf sé á að endurmeta forsvar ríkisins í þessum málum, því að varhugavert kann að reynast að láta einn ráð- herra sitja með þá feykilegu ábyrgð, sem felst í launasamningum við starfsmenn ríkisins, einkum vegna þeirrar tilhneigingar að persónu- gera deilur ríkisins og samtaka starfsmanna. í þessu sambandi mætti hugsa sér, að í stað ráðherra hefði fíárveit- inganefnd Alþingis hið formlega forsvar, því að allt snýst þetta um útgjöld úr ríkissjóði, sem ákveðin eru á Alþingi. í annan stað virðist mér fullkomlega tímabært að ríki og sveitarfélög myndi samtök, sem vinnuveitendur, með svipuðu sniði og gerist í nágrannalöndunum og komi sameinuð fram gagnvart stéttarfélögum starfsmanna með sama hætti og samtök á almennum vinnumarkaði. En ég hygg einnig, að full þörf sé á endurskoðun á 50 ára gömlum reglum um samskipti aðila vinnu- markaðarins, því að þær þjóna á engan hátt þörfum nútímasamfé- lagsins. Við sjáum alltof oft, að kjaradeilur eru í raun innbyrðis barátta launþegahópa um launa- hlutföll fremur en átök um hlut fjármagns og launa. Þar tryggja gildandi reglur hagsmuni þess sterka, en þeir sem lakari stöðu hafa sitja óbættir hjá garði. Við verðum að horfa til þess, að sér- hæfing í þjóðfélaginu hefur aukist svo mjög, að fámennir hópar sér- hæfðra starfsmanna geta með stoð í lögum lamað svo viðamikla þætti þjóðfélagsins, að þeir eiga í rejmd alls kostar í deilum við vinnuveit- endur sína. Nærtækt dæmi þessa er boðað verkfall flugumferðar- stjóra, sem mun lama allar flugsam- göngur að og frá landinu. Áhrif þess eru meiri en í nokkru öðru landi, því flugið er raunverulega einasti vegurinn til annarra landa. Því veldur staða okkar sem eylands langt frá öðrum þjóðum. Ég held að allir réttsýnir menn hljóti að taka undir með mér, þegar ég full- yrði, að þessi skipan geti ekki verið þjóðinni til hagsældar heldur þvert á móti. Góðir áheyrendur. Ég hefi nú fjallað um þróun efna- hags- og Iqaramála á liðnu starfs- ári. Ég hef þó orðið að stikla á stóru og ekki fjallað um mikilvæg fram- faramál, sem að stórum hluta verða rakin tii samninga okkar á síðasta ári. Þar vísa ég til breytinga á fjár- mögnun íbúðakaupa almennings, sem á komandi árum mun tryggja fólki hliðstæð kjör í þessu efni og nálægar þjóðir búa við. Þetta er þó háð því, að menn hafi þolgæði til að bíða þess, að kerfið komist í jafnvægi því að engin von er til þess að unnt sé að veita lán til kaupa á stórum hluta íbúðarhús- næðis landsmanna á einu eða tveimur árum. Það væri heldur ekki til heilla, því slíkt myndi einasta valda óstöðvandi verðþenslu á íbúð- arhúsnæði. Þetta nýja kerfi kemst í jafnvægi á 5—7 árum og þá mun tæpast þurfa að huga að því meir. Vandinn í dag er e.t.v. sá, að þetta skyldi ekki gert fyrr en hjól tímans snýst aðeins fram á við, svo að hér mun enn um sinn reyna á biðlund manna. Ég hef heldur ekki minnst á skattkerfisbreytingu þá, sem sam- þykkt var á síðasta þingi og miðar að einföldun reglna um tekju- og eignaskatt og staðgreiðslu skatta. Þar er miklu framfaramáli hrint í framkvæmd og ég er þess fullviss, að þessi breyting er til þess fallin að stuðla að jafnvægi í efnahags- málum okkar á komandi árum auk þess að vera mikil réttarbót fyrir launþega. Ég vara hins vegar mjög við hugmyndum, sem fram hafa komið og miða að því að gera regl- ur um skattgreiðslur einstaklinga flóknari en að er stefnt. Einfalt skattkerfi er í senn besta trygging- in fyrir réttum skattskilum og forsenda þess, að fyrirtækin geti annast innheimtur fyrir rikissjóð. Um þessar mundir mun einnig unnið að breytingum á reglum um skattgreiðslur fyrirtækja og er búist við að á næsta þingi komi fram til- lögur þar að lútandi. Við þá endurskoðun er mikilvægt að menn horfist í augu við þá staðreynd, að fyrirtækin greiða mikla skatta í dag, en þorri þessara skattgreiðslna er óháður afkomu fyrirtækjanna. Þessu þarf að breyta á þann veg að fyrirtækin greiði skatt af hagn- aði sínum, en ekki af aðföngum og öðrum rekstrarkostnaði. En jafn- framt verða menn að viðurkenna, að afkoma atvinnufyrirtælqanna er grundvöllur velmegunar í landinu og ekki má undir nokkrum kring- umstæðum þrengja möguleika fyrirtælq'anna til aukinna fjárfest- inga í tækni, sjálfvirkni og hugviti. Uppbygging fyrirtækjanna í þess- um efiium eru forsendur aukins hagvaxtar og bættrar afkomu. Við megum ekki svelta mjólkurkýmar, því að þá mun nytin falla og minna verða til skipta. Við höfum á liðnu starfsári notið góðæris í flestum greinum, og það hefur nýst fyrirtækjum og fólkinu í landinu til bættrar afkomu. Á því var full þörf. En við skulum vera minnug þess, að veraldargengið er fallvalt og skjótt geta skipast veður í lofti. Það ríður á því að nýta hag- stæð ytri skilyrði til að grynnka á skuldum einstaklinga, fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild. Enn er af- koma okkar að stærstum hluta byggð á því, sem sjórinn gefur og við getum tæpast vænst þess, að aukinn hagvöxtur verði sóttur í þann sjóð á komandi árum. Því ríður á, að fyrirtækin auki framleiðni, vélvæðist, bæti rekstur og hefji sókn á fleiri svið. Með þeim hætti einum getum við vænst þess, að auka enn hagsæld hér á landi á komandi árum. Um það markmið þurfa allir að sameinast, en lykillinn að árangri er að verðbólga hjaðni. Markmiðið er, að hún verði svipuð og í nálægum löndum, þ.e. 2—4% á ári. Ég nefndi í upphafí máls míns, að ýmis teikn bentu nú til vaxandi þenslu og aukinnar verðbólgu. Þar ber hæst, að margt bendir nú til vaxandi viðskiptahalla samfara meiri aukningu kaupmáttar en að var stefnt. Þjóðhagsstofnun hefur metið það svo, að kaupmáttur at- vinnutekna aukist um allt að 10 af hundraði milli ára. Upplýsingar Kjararannsóknamefndar um launa- þróun á 4. ársfjórðungi liðins árs og horfur um launaþróun á almenn- um vinnumarkaði benda til allt að 11—12% aukningaru kaupmáttar á almennum vinnumarkaði, en þar af stafar helmingur af sérstökum lágtekjuaðgerðum. Þá virðist mega vænta allt að 15% aukningar kaup- máttar launa opinberra starfs- manna. Kaupmáttur allra atvinnu- tekna kann því að aukast um allt að 13%. Fari svo, að þessi mikla aukning kaupmáttar launa komi öll fram í aukinni neyslu er óhjákvæmi- legt að viðskiptahallinn verði all miklu meiri en nú er áætlað eða allt að 3% af landsframleiðslu en ekki 1—1,5% eins og nú er rætt um. Þensla á vinnumarkaði og pen- ingamarkaði er einnig áhyggjuefni en halli á ríkissjóði yfirskyggir þó önnur vandamál, því að fullyrða má að verulegur halli á ríkissjóði sé djjúgur orsakavaldur þeirrar þenslu, sem nú skekur efnahagslíf- ið. Þessi halli virðist mun meiri en að var stefnt. Vissulega verður hluti hans rakinn til tekjuafsals ríkissjóðs í tengslum við kjarasamninga í fe- brúar á sl. ári. Það er þó fráleitt eina skýringin, því að hagskýrslur sýna, að tekjur ríkissjóðs sem hlut- fall af landsframleiðslu voru svipað- ar á síðasta ári og verið hefur undangengin ár. I þessu efni er því nauðsynlegt að söðla um. Halli í ríkisrekstrinum getur komið til um skamma hríð en hann má aldrei verða varanlegt ástand, því hann er með öðru tákn þess að eytt sé um efni fram. Við vinnuveitendur höfum lagt mikla áherslu á, að dregið verði úr erlend- um lántökum og jafnan sagt, að rekstrarútgjöld ríkissjóðs megi und- ir engum kringumstæðum fjár- magna með erlendum lánum. Erlend eyðslulán valda þenslu í at- vinnulífinu og misgengi milli at- vinnugreina, þar sem útflutnings- og samkeppnisgreinar hljóti að bera skarðan hlut frá borði. Það er því mikilvægt að ekki verði slakað á þeirri stefnu að fiármagna um- frameyðslu ríkisins með innlendu fé, því síst er bætandi á þá þenslu, sem nú gerir vart við sig. Við göngum þess ekki dulin að gríðar- legar lántökur ríkisins á innlendum markaði munu leiða til hækkandi vaxta, en teljum það þó illskárri kost en aukningu erlendra lána. Góðir fundarmenn. Þær aðstæður, sem ég hefí nú lýst veikja vissulega vonina um að jafnvægi sé í nánd. Margt bendir nú til þess að verðbólga fari vax- andi á nýjan leik, ef ekki verður að gert. Kostnaðarhækkanir innan- lands ógna fastgengisstefnunni og los í stjómarháttum eykur enn á óvissu um framhaldið. Það veltur því á miklu hvemig til tekst um myndun nýrrar ríkisstjómar. Það er þó mitt mat, að enn séu öll færi á því, að ná jafnvægi og að unnt eigi að vera að sigla hjá verðbólguskerjunum. Til þess þarf þó styrka stjóm og markvissar að- haldsaðgerðir, sem miði að því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs og auka innlendan sparaað. Aukinn almennur spamaður einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila er raunar forsenda þess að kaup- máttaraukinn fái staðist. Takist þetta er í senn lagður grundvöllur að traustara fjármála- kerfí, minni erlendum lántökum, minnkandi verðbólgu og þá stefnir í það, að atvinnulífið fái borið yfir 30% aukningu kaupmáttar á aðeins þremur árum. Við stöndum á tímamótum. Framundan er val mflli verðbólgu og jafnvægis, stöðnunar eða fram- fara. Við þær aðstæður er brýnt, að allir leggist á eitt og Vinnuveit- endasambandið mun ekki skorast undan ábyrgð í því efni. Við emm reiðubúnir til viðræðna við samtök launafólks um það, hvemig unnt verður að tryggja stöðugleika á næsta ári, vinnufrið og kaupmátt. Þetta viljum við ræða við verkalýðs- hreyfingu og stjómvöld, því öllum má vera ljóst að launastefnan fyrir næstu 18 mánuði verður ekki mörk- uð nema í nánum tengslum við þá efnahagsstefnu, sem næsta ríkis- stjóm mun marka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.