Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987
m
Roy Samuelsen, óperusöngvari
Ég syng mér
tíl skemmtunar
-segir Roy Samuelsen, sem heldur
tónleika í Islensku óperunni í kvöld.
Kópavogur:
Bæjarlistamenn út-
nefndir í fyrsta sinn
Heiðurslaun til Sigfúsar Halldórssonar tónskálds
LISTA- og menningarráð Kópa-
vogs tilnefndi Björgvin Pálsson
myndasmið og Björgvin Gylfa
Snorrason myndhöggvara, fyrstu
bæjarlistamenn Kópavogs á af-
mælisdegi kaupstaðarins 11. maí
siðastliðinn. Þeir þiggja starfslaun
í sex mánuði hvor. Við sama tæki-
færi var Sigfúsi Halldórssyni
tónskáldi og listmálara veitt heið-
urslaun bæjarins, sem listamanni.
Þóranna Gröndal formaður lista-
og menningarráðs sagði um leið og
hún afhenti listamönnunum viður-
kenninguna, að listin hefði verið
samofin lífinu frá upphafí vega.
„Listamenn hafa löngum búið við
kröpp kjör án þess að hljóta viður-
kenningu," sagði Þóranna. „Með
þessum starfslaunum er sýndur vilji
til að styðja við bakið á þeim.“ Hún
sagði það mikið ánægjuefni að Kópa-
vogur væri fyrsti kaupstaður utan
Reykjavíkur sem styddi þannig við
listamenn.
„Mér er orðvant," sagði Sigfús
Halldórsson, sem talaði fyrir hönd
listamannanna. „En þakklætið er
mikið fyrir þann heiður sem okkur
er sýndur." Sigfús hefur verið búsett-
ur í Kópavogi um árabil og í álitsgerð
dómnefndar segir að: „Hann hefur
samið fjölda laga sem eru á hvers
Morgunblaðið/Einar Falur
Þóranna Gröndal formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs af-
hendir Björgvini Pálssyni myndasmið, Björgvini Gylfa Snorrasyni
myndhöggvara og Sigfúsi Halldórrsyni tónskáldi og listmálara viður-
kenningu og heiðurslaun Kópavogs, fyrir listsköpun.
manns vörum eins og kunnugt er og
haldið myndlistarsýningar víðsvegar
um landið."
Björgvin Pálsson, hefur haldið
tvær einkasýningar á ljósmyndum og
að auki tekið þátt í fjölda samsýn-
inga. Hann hefur lagt mikla rækt við
Gumbicroaðferð og á Regan Banda-
ríkjaforseti meðal annars mynd sem
hann vann með þeirri aðferð.
Björgvin Gylfi Snorrason mynd-
höggvari útskrifaaðist úr mynd-
höggvaradeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands árið 1974 oc
stundaði nám við Akademie der bild-
enden Kiinste í Munchen frá 1974
til 1980. Með náminu starfaði hann
sem aðstoðarkennari frá árinu 1976
til 1980 og síðar sem gestakennari
við Listaakademíuna í Kaupmanna-
höfn. Björgvin Gylfí hefur haldið
einkasýningu í Nýlistasafninu og að
auki tekið þátt í flölda samsýninga
hér á landi og erlendis. Hann mun
nýta sinn starfstíma til að kanna þau
svæði í Kópavogi, sem fyrirhuguð eru
undir listaverk og gera líkön af þeim.
ið sönglist síðustu árin. Hann hóf
söngnám í Þýskalandi, en þar var
hann i ameríska hernum. Kenn-
ari hans þar var Joseph Heuler
í Wurzburg. Hann stundaði nám
við Brigham Young háskólann
og háskólann í Inidiana, þar sem
hann er nú kennari. Auk þess
hefur hann gráður frá Merola
Óperuskólanum í San Fransisco
og Academy of the West í Santa
Barbara í Kaliforníu.
Samuelsen þykir skara fram úr
sem Wagner söngvari, en hann
hefur einnig lagt fyrir sig að syngja
þyngri bassa—barriton hlutverk í
ítölskum og slavneskum óperum.
Hann vann ungur að árum söngva-
keppnir Metropolitan óperunnar og
operunnar í San Francisco og hefur
komið fram í, um það bil, 75 hlut-
verkum í óperum og óratorium víðs
vegar um heiminn. Ágóðinn af tón-
leikum hans hér renna til íslensku
óperunnar. Blaðamaður Morgun-
blaðsins átti við hann stutt spja.ll
um ferð hans til Islands og tónleika
hér.
„Ég er í launuðu fríi frá skólan-
um og nota það frí til að ferðast."
sagði Roy Samuelson." „Ég átti
leið um ísland og fannst alveg tilva-
lið að stoppa, vegna þess að ég á
marga góða vini hér. Og þá sérstak-
lega Halldór Hansen. Þegar hann
vissi að ég var að koma, stakk hann
upp á því að ég héldi tónleika til
styrktar íslensku óperui ni og afþví
mér finnst ákaflega gaman að
syngja, var ég strax til í það. Það
er ekki rétt að ég fái sjálfur ekkert
fyrir að syngja þessa tónleika. Ég
fæ eina máltíð á Kaffivagninum.
Það finnst mér skemmtilegur stað-
ur. Það er alveg sérstök stemming
yfir honum og öllu umhverfi hans.
Þessa tónleika kem ég til með
að flytja tvisvar í Bandaríkjunum í
haust. Annars geri ég lítið af því
að halda tónleika, því ég er fyrst
og fremst óperusöngvari. Ég geri
þetta fyrst og fremst mér til
skemmtunar."
Sem fyrr segir, eru tónleikar Roy
Samuelsen í kvöld og á efnis-
skránni eru þtjú verk eftir H“andel,
óperuaría úr Töfraflautunni eftir
Mozart, þijú verk eftir Schubert,
þrír Brahmssöngvar, sex Grieg-
söngvar óg að lokum Credo úr
Otello eftir Verdi. Undirleikari á
tónleikunum er David Knowles.
ROY Samuelsen, óperusöngvari
frá Bandarikjunum heldur tón-
leika í íslensku óperunni i kvöld.
Samuelsen er fæddur og uppal-
inn í Noregi, en flutti á unglings-
árunum til Bandaríkjanna. Hann
er nú prófessor við söngdeild
háskólans i Indiana, en þar hafa
nokkuð margir íslendingar num-
Eyjólfur Bjami Alfreðsson víólu-
leikari.
Burtfar-
arprófs-
tónleikar
TÓNLISTARSKÓLINN í
Reykjavík heldur burtfarar-
prófstónleika miðvikudaginn 13.
mai kl. 20.30 i húsakynnum skól-
ans i Skipholti 33.
Á þessum burtfararprófstónleik-
um flytur Eyjólfur Bjami Alfreðs-
son víóluleikari verk eftir J.S. Bach,
Beethoven, Áskel Másson og Emest
Bloch. Catherine Williams leikur
með á píanó.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Dregið í bygg-
ingar happdrætti
Þroskahjálpar
DREGIÐ hefur verið í bygging-
arhappdrætti Þroskahjálpar á
Vesturlandi.
Vinningar kómu á eftirtalin núm-
en 2665, 4178, 1280, 3847, 4596,
3926, 2860, 1504, 3295, 2265,
3718, 1243, 1242, 194, 3556.
Vinningsnúmer em birt án
ábyrgðar.
NÝKOMINN
Dregið í Happ-
drætti HSÍ
Dregið var í happdrætti
Handknattleikssambands
ísiands á mánudaginn.
Vinningsnúmerin, sem eru
500 talsins, verða birt á
morgun.