Morgunblaðið - 13.05.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987
43
II l* 4t,-í Br 8» .*!» -i. I! 1
/v:i»
Þekkir þú skólastjórann?
Skólastjórafélag íslands (1960—1977) efndi til 8
fræðslu- og kynningarmóta fyrir skólastjómendur, 5 inn-
anlands (á Laugum 1963, Laugarvatni 1966, Laugum
1970, Eiðum 1973 og ísafirði 1976) og 3 utanlands
(Kungálv, Svíþjóð 1969, Tranbergi, Noregi 1971 ogKung-
elv — Try (á Jótlandi) 1971. Þessi mót sóttu alls um 800
manns, og nær 200 fluttu erindi um skóla- og ýmis
menningarmál. Fimmtíu manns fluttu tónlist og stærri
og smærri kórar komu fram á kvöldvökum.
Skólastjórafélag íslands var lagt niður og sameinað
FSY — Félagi skólastjóra og yfirkennara — árið 1977.
Félagar úr gamla SÍ hugsa til endurfunda um hvíta-
sunnuhelgina, dagana 6.—14. júní. Farið verður í hring-
ferð um landið, suður, austur og norður um land, allt
norður á Strandir (ef veður og vegir leyfa). Kvöldvökur
verða haldnar í Nesjaskóla, Eiðum og Laugum.
Meðfylgjandi mynd er af þátttakendum í Laugarvatns-
mótinu 1966. Lesendur Morgunblaðsins geta spreytt sig
á að þekkja skólastjórann sinn.
Steinar hf. tryggja
sér réttinn á
nýjum myndaflokki
STEINAR hf. hafa nú tryggt sér
myndbandaréttindin á „I’ll Take
Manhattan", sem er nýr mynda-
flokkur, byggður á samnefndri
metsölubók eftir Judith Krantz.
Myndaflokkur þessi mun koma
út á 4 myndbandasnældum í
tvennu lagi. Fyrst koma út fyrsti
og annar þáttur og síðan þriðji
og fjórði þáttur nokkru seinna.
Þættirnir I’ll Take Manhattan
eru ekki væntanlegir í sjónvarpi.
Vasabrotsútgáfa af I’ll Take
Manhattan hefur verið á metsölu-
listum um nokkurt skeið og hinn 8
klukkustunda langi myndaflokkur
sem gerður hefur verið eftir sög-
unni er nú einn sá vinsælasti í
bandarísku sjónvarpi.
Það var kvikmyndaframleiðand-
inn Steve Krantz sem annaðist gerð
myndaflokksins en hann er eigin-
maður höfundarins Judith Krantz.
Þau hafa áður unnið saman að gerð
mjmdaflokka eftir sögum Judith og
má í því sambandi nefna mynda-
flokkinn Dóttir málarans (Mistral’s
Daughter) sem naut gífurlegra vin-
sælda hér á landi. Judith Krants
er margfaldur metsöluhöfundur
sem snéri sér að skáldsagnagerð
eftir margra ára starf sem dálka-
höfundur hjá tímaritunum Good
Housekeeping, Cosmopolitan,
Úr myndaflokknum „I’U take Manhattan".
McCall’s og Ladies Home Joumal.
Um tíma starfaði hún einnig sem
ritstjóri hjá Cosmopolitan. Meðal
þeirra metsölubóka sem Judith
Krantz hefur samið er t.d. Princess
Daisy og Scruples.
I’ll Take Manhattan fjallar um
Amberviile-fjölskylduna, sem lifir
og hrærist í heimi fjölmiðlanna.
Sögusviðið er New York, Lundúnir,
San Francisco, Beverly Hills, Monte
Carlo og Kanada.
(Fréttatilkynning.)
Anna Fug-
aro sýnir í
Menning-
arstofnun
Banda-
ríkjanna
ANNA Fugaro opnar sýningu
fimmtudaginn 14. maí í sýningar-
sal Menningarstofnunar Banda-
ríkjanna á Neshaga 16. Á
sýningunni, sem er sölusýning,
eru ný collage-myndverk um 20
talsins.
Sýningin verður opin sem hér
segir: virka daga kl. 09.00-17.30,
á fimmtudögum til kl. 20.00 og um
helgar kl. 14.00-22.00.
Sýningunni lýkur þriðjudaginn
26. maí kl. 17.30.
Ljúffengt
gæðakex!
Það ber öllum saman um að
GRANOLA heilhveitikexið frá
LU er eitt það besta sem þú get-
ur vahð, hvort heldur þú velur
það með dökkri eða ljósri súkku-
laðihúð.
^ EGGERT
KRISTJÁNSSON H/F
HHi ^^SÍMI 6-85-300