Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987
53
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands á vortónleikunum. Morgunbiaðið/SigurðurJónsson
Selfoss:
Fjölbreytt og skemmtileg
dagskrá á vortónleikum
kórs Fjölbrautaskólans
Selfossi.
KÓR Fjölbrautaskóla Suður-
lands hélt vortónleika sína
helgina 2. og 3. maí. Tónleikar
þessir eru lokaþátturinn í
öflugu starfi kórsins yfir vetur-
inn.
Á tónleikunum voru 19 lög auk
þess sem kórfélagar bættu við
ýmsum atriðum óvænt fyrir gesti
á meðan drukkið var kaffi sem
kórinn sá um.
Með kómum syngja fimm er-
lendir gestir, skiptinemar frá
Mexíkó, Frakklandi og Pretoríu í
Suður-Afríku, einnig tvær sæn-
skar stúlkur sem dvelja á Selfossi.
Sænsku stúlkumar, Elísabeth
Gustavson og Ann Karen Lag-
erlöv, sungu eitt lag saman og
Arturo Perez Flores söng tvö
mexíkönsk lög og lék undir á
gítar. Þessum þætti erlendu ges-
tanna var innilega fagnað af
áheyrendum.
Kórinn söng þijú lög eftir Sig-
urð Ágústsson tónskáld og eitt lag
sem hann hefur útsett. Sigurði
var sérstaklega fagnað í lok þess-
ara laga af kórfélögum og
áheyrendum.
í lokin söng kórinn syrpu af
lögum eftir Kim Larsen sem einn
kórfélaganna, Vignir Þór Stefáns-
son, útsetti.' Undirleik í þessari
syrpu annaðisthljómsveit kórsins
sem skipuð er nokkrum nemend-
um skólans. Stjórnanda kórsins,
Jóni Inga Sigurmundssyni, vom
afhent blóm í lokin og honum
þökkuð góð störf í þágu kórsins
og skólans.
Sig. Jóns.
Arturo Perez Flores söng tvö mexíkönsk lög og
lék undir á gitar.
Erlendu gestirnir sem syngja með kórnum, Elísa-
beth Gustavson Svíþjóð, Arturo Perez Fiorez
Mexíkó, Catherine Laurence Bardot Frakklandi,
Ignatius Hube Bogustu Pretoríu og Ann Karen
Lagerlöv Sviþjóð.
Fjöldi gesta var á tónleikunum.
Innilegustu þakkir sendi ég systkinum minum,
frœndfólki og vinum öllum sem glöddu mig á
eftirminnilegan hátt á afmœlisdegi mínum 26.
apríl sl.
GuÖ blessi ykkur framtíÖina.
Sigrún J. Einarsdóttir,
Eskihlíð 29.
Stúdenta
vasínn’87
frá Glít...
GLIT
Höfdabakka 9
Sími 685411
Hand-
Ivfti-
vagnar
Eigum ávallt fyrirliggjandi
hina velþekktu BV-hand-
lyftivagna með 2500
og 1500 kílóa lyftigetu.
■ UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
BiLDSHÖFÐA 16 SÍML6724 44
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
TIZKAN
Laugavegi71 II. hæð Simi 10770