Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 107. tbl. 75. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Ráðherrafundur OECD: Reuter Þegar Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Osló í fyrradag á leið sinni til NATO-fundarins í Stavanger, efndu um 200 andstæðingar NATO til mótmæla. Lögregla var kölluð á vettvang og sýnir myndin átök hennar við mótmælendur fyrir framan bandaríska sendiráðið í Osló. Nauðsyn nýrra leiða í landbúnaði París. Reuter. ÁRLEGUM ráðherrafundi Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) lauk í París í gær. Ráð- herramir samþykktu að nauðsyn- legt væri að grípa til sérstakra ráðstafana i landbúnaðarmálum, draga úr styrkjum til bænda og koma í veg fyrir söfnun offram- leiðslu. í stað þess að greiða bændum fyrir að framleiða of mikið þyrfti að finna leiðir til að gera þeim kleift að draga úr framleiðslu án þess að þeir biðu af því fjárhagslegt tjón. Clayton Yeutter, fulltrúi Bandaríkja- stjómar á fundinum, sagði í fyrra- dag, að stefna OECD-ríkjanna varðandi landbúnað kostaði yfir 100 milljarða dollara á ári og nú yrði að finna nýjar leiðir. Frans Andriessen, er fer með landbúnaðarmál á vegum Evrópubandalagsins, sagði að fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi að fundur sem þessi hefði náð sam- komulagi um jafn viðkvæmt mál. Hann sagði að niðurstöður fundarins yrðu ræddar á fundi helstu iðnrílq'a í Feneyjum í næsta mánuði. Síðan yrðu formlegar tillögur lagðar fyrir fund ríkja er aðild eiga að GATT- samkomulaginu um tolla og viðskipti. Á fundinum voru Japanir gagn- rýndir, en þeir hafa stóraukið út- flutning til Evrópuríkja á þessu ári, án þess að standa við loforð um að auka innflutning til Japans. Willy de Clercq, er fer með samskipti Evrópu- bandalagsins við önnur ríki, sagði Japani hafa verið örláta á loforð, nú væri komið að því að þeir stæðu við loforðin. NATO-fundur í Stavanger: Skammdrægar flaug- ar valda ágreiningi Stavanger, Reuter. Varnarmálaráðherrar 14 landa Atlantshafsbandalagsins setjast á rökstóla í Stavanger í dag um kjarnorkuvarnir banda- lagsins og afvopnunarviðræð- urnar við Sovétmenn. Hæst ber ágreining um hvort ganga eigi til samninga við Sovétmenn um fækkun skammdrægra eldflauga í Evrópu. Johan Jörgen Holst, vamarmálaráðherra Noregs, sagði í gærkvöldi, að allt benti til þess, að samkomulag tækist á fundinum um að stefna að svo- kallaðri „tvöfaldri núll-lausn“, það er upprætingu bæði á meðal- drægum og skammdrægum eldflaugum í Evrópu. Það eru varnarmálaráðherrar þeirra ríkja, sem eiga aðild að kjarn- orku-áætlananefnd NATO, er funda í Stavanger í dag og á morgun. Af aðildarþjóðunum 16 standa Frakkar og Islendingar utan nefnd- arinnar og eiga því ekki fulltrúa á fundinum. Sérfræðingar kynna ráð- herrunum mat sitt á því, hvaða áhrif það hefði á vamarstefnu bandalagsins, ef gengið yrði til samninga við Sovétmenn um að fjarlægja meðaldrægar og skamm- drægar eldflaugar frá Evrópu. Samkomulag hefur tekist um brott- flutning meðaldrægu flauganna hjá viðræðunefndum Sovétmanna og Bandaríkjamanna í Genf og er ekki andstaða við það á vettvangi NATO. Á hinn bóginn eru ríkis- stjómir aðildarlandanna ekki á eitt sáttar um skammdrægu flaugam- ar. Þeir sem vilja halda í skamm- drægu flaugamar óttast að brott- flutningur þeirra raski vamarstefnu bandalagsins. Hún byggist á því kjarnaatriði, að með fælingarmætti kjamorkuvopna skapist jafnvægi gagnvart yfírburðum Varsjár- bandalagsins í venjulegum vopna- búnaði í Mið-Evrópu. Talsmenn brottflutnings skammdrægu flaug- anna segja, að Sovétmenn eigi mun fleiri slík kjamorkuvopn í Evrópu en Bandaríkjamenn og því hljóti uppræting þeirra að vera NATO í hag. Bandaríkjastjóm vill að samið sé um hina tvöföldu núll-lausn við Sovétmenn og njóta meðal annars stuðnings Norðmanna. Innan þýsku ríkisstjómarinnar er ágreiningur um málið og Frakkar og Bretar hafa fyrirvara á samþykki sínu. Mútaði Bofors Indveijum? Nýju Delhí, Stokkhólmi, Reuter. INDVERSKA stjórnin vísaði í gær á bug nýjum ásökunum sænska ríkisútvarpsins þess efnis að Bofors-fyrirtækið hefði mútað indverskum emb- ættismönnum til að tryggja sér samning um sölu á vopn- um til indverska hersins. Útvarpið í Stokkhólmi kvaðst í gærmorgun hafa undir höndum sannanir fyrir því, að vopna- framleiðslufyrirtækið Bofors hefði greitt indverskum milli- göngumönnum 40 milljónir dollara. Að sögn útvarpsins vom greiðslumar inntar af hendi þrátt fyrir samkomulag ríkis- stjóma Svíþjóðar og Indlands um að engir milligöngumenn yrðu viðriðnir vopnasöluna. Réttarhöldin í Lyon: Barbie svarar ekki fleiri spurningum Lyon. Reutei\ RÉTTARHÖLDIN í Lyon í Frakklandi yfir Klaus Barbie, sem sakaður er um að hafa framið glæpi gegn mannkyninu er hann sem Gestapoforingi í Lyon, í seinni heimsstyijöldinni sendi mörg hundruð franska gyðinga og andspyrnumenn í útrýmingarbúðir, tóku óvænta stefnu í gær. Eftir að hafa svarað spurningum dómar- ans í tvær klukkustundir á þriðja degi réttarhaldanna, neitaði Barbie allt í einu að segja meira. Hann las upp yfirlýsingu á skir fjölmiðlar hefðu rekið gegn þýsku og sagði að honum hefði verið rænt frá Bólivíu. „Ég er bólivískur þegn og var fluttur nauðugur til Frakklands. Ég mun ekki svara fleiri spurningum fyrir þessum rétti og krefst þess að verða fluttur aftur í Saint Joseph- fangelsið." Barbie sagði að hann fæli lögmanni sínum að beijast fyrir því að réttlæti yrði virt, þrátt fyrir þann hatursáróður er fran- ser. Viðstaddir lögmenn mótmæltu þessu framferði, en gert var hlé á réttarhöldunum, sem síðan var haldið áfram að Barbie íjarstödd- um. Dómarinn, sem samkvæmt frönskum lögum hefur heimild til að skylda sakborning til að vera viðstaddur, mun nú styðjast við svör þau er Barbie gaf í yfir- heyrslum er fram fóru fyrir Siðdegis í gær var stóll Barbie auður er réttarhöldunum yfir honum var haldið áfram eftir að gert hafði verið smáhlé. Mynd- in var tekin áður en réttarhöldin hófust, en Ijósmyndurum var aðeins leyft að taka myndir fyrsta daginn. réttarhöldin. Verður sakborningi síðan skýrt frá gangi mála dag- lega. Lögmaður Barbie, Jaeques Verges, sagði blaðamönnum að lögfræðingar Klaus Barbie í La Paz hefðu ráðlagt honum að neita að svara spurningum og hefðu þeir þegar beðið hæstarétt Bólivíu um að afturkalla brottrekstur hans úr landi. Við upphaf yfirheyrslna í gær sagði Klaus Barbie að hann væri ekki haldinn kynþáttafordómum og að hann hefði aðeins hlýtt fyr- irmælum yfirmanna sinna við störf sín í Lyon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.