Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
-1-
Borgarrós
hlíð með mörgum beygjum, upp á
topp, og niður hinum megin. Ég sá
að beggja vegna götunnar voru
gangstígar. Ég heyrði krakka hrópa
og kalla. Það var hús þama. Ég
hljóp af stað, full af tilhlökkun. A
móti okkur kom annar hundur sem
fór að þefa af Flappy, og, ég trúði
ekki mínum eigin augum. Fyrir
framan mig voru þijár litlar stúlkur
sem héngu eins og apar í þykkum
köðlum og róluðu sér hátt yfir göt-
una, fram og til baka. Kaðlamir
voru festir á þykka grein á virðu-
legri, gamalli eik. Mér til mikillar
undmnar, voru þessar litlu stúlkur
allar naktar, gullnir líkamar þeirra
glóðu í glitrandi sólskininu. Þær
höfðu allar sítt, ljóst hár, sem þyrl-
aðist út í allar áttir og liðaðist um
fallegu álfakroppana þeirra.
A bak við þær var stórt, gamalt
hús, sem hafði 200 árum áður ver-
ið stórt og ríkmannlegt óðalssetur,
en var nú í vanhirðu og að hruni
komið. í þessu húsi bjó skógar-
höggsmaður og kona hans, ásamt
níu dætram. Skógarhöggsmaðurinn
beið alltaf eftir að eignast son.
Loksins, þegar tíunda bamið fædd-
ist, var það sonur. Hann dó í
fæðingu. Ég var fljót að jafna mig
á þessari óvenjulegu aðkomu og á
augabragði hentist ég á kaðlana
og sveiflaði mér af stað. Þetta var
upphaf lífsins í paradís.
En hvað hefur þetta með list
mína í dag að gera? Allt. Myndir
mínar era fullar af ævintýram sem
ég hef ratað í. Eins og ég sagði
heitir ein af myndum mínum „Minn-
ingar.“ Hún er um þetta gamla hús
og skógardætumar níu.
En á vetuma var það borgin. Það
var bæði heppni og óheppni að ka-
þólska kirkja hverfisins var beint á
móti húsinu mínu. Það var lítil
kirkja, en hafði mikið vald. Hún var
troðfull af dýrlingum. Þeir vora svo
margir að þeir komust ekki fyrir
og suma var alls ekki hægt að sjá,
því þeim var raðað upp, hveijum á
eftir öðram. Flestir dýrlingamir
vora auðvitað karlkyns. Þó voru
þama nokkrar konur, auk hinnar
helgu móður. Þar var hún líka, sem
hvergi fannst í annarri kirkju í allri
New York borg, Svarta Madonnan
frá Vigiano, einhvers staðar ba-
katil í kirkjunni, þar sem hún sást
varla. Hún var sorgleg minning um
upprunann í gamla landinu.
Þetta fólk hafði enga tálsýn af
lífinu. Það trúði því að lífið væri
löðrangur og með því að löðranga
bömin sín oft frá blautu bams-
beini, kenndi það þeim að mæta
lífinu. Löðrangamir vora ekki til
að bijóta bömin niður, heldur til
að styrkja þau. Ég var alin upp við
Anna Concetta Fugaro:
Myndimar fullar af ævin-
týrum sem ég hef ratað í
MENNINGARSTOFNUN Bandaríkjanna, við Neshaga, opnar í
dag, fimmtudag, sýningu á „collage“ verkum eftir Onnu Conc-
ettu Fugaro. Anna er af íslensku bergi brotin. Móðir hennar er
Guðrún Sigmundardóttir, læknis í Flatey og Bolungarvik og
amma Önnu var Anna dóttir Eggerts Jochumsonar, bróður Matt-
híasar, okkar ástsæla skálds. Faðir Önnu Concettu er ítalskur.
„Ég er afsprengi stríðsáranna, eins og svo margir aðrir,“ segir
Anna. „Þetta er sagan um saklausu, bláeygu stúlkuna í Hvera-
gerði, sem fór í sundlaugina og hitti litla sæta Italann sem var
I Bandaríska hernum."
Þótt Anna hafi verið búsett á
íslandi síðastliðin þrettán ár, er hún
alin upp í Bandaríkjunum og hlaut
þar sína menntun. „Ég er fædd í
Yonkers í New York og bjó þar til
14 ára aldurs. „Ég var borgarbam
og lifði mjög litríku borgarlífi og
góðu vegna þess að ég bjó í ítölsku
hverfi þar sem föðurfólk mitt var
ítalskt, frá Lucaniu sem er undir
hælnum á Ítalíu.
Lucania er einhver fátækasti
staður á Ítalíu. Fátæktin var svo
mikil að fólkið tignaði mjög fram-
stæðan guð, konu, sem kölluð er
Svarta Madonnan frá Vigiano. Hún
hafði ekkert andlit og hún táknaði
einhvers konar auðn. Þetta fólk lifði
í svo mikilli örbirgð og svo óraíj-
arri hvers kyns lúxus sem til er á
Ítalíu, að það trúði þvi að Kristur,
sem er alls staðar annars staðar,
myndi aldrei leggjast svo lágt að
koma til þeirra. Þessvegna höfðu
þau þessa blökku gyðju í fátæklegu
kirkjunni sinni, sem stóð í leir og
drallu á landi sem sífellt var ógnað
af jarðskjálftum.
Mörgum tókst einhvem veginn
að selja lönd sín í Lucaniu og flytja
til Yonkers í New York við Hudson-
ánna. Þijóskir karakterar og
sterkir, að eðli viðkvæmir, gæddir
innsæi og miklir vinnuhestar, fluttu
þeir í Willow stræti, þar sem ég
fæddist,_ afkomandi þeirra og norð-
ursins, Islands.
Bak við húsin í þessu stræti vora
garðar þar sem þeir ræktuðu tóm-
ata fyrir sitt Spaghetti og vínber
fyrir rauðvínið. Ég bjó við þetta
stræti í 14 ár, þar til móðir mín
fékk vilja sínum framgengt og við
keyptum yndislegt, lítið býli í Verm-
ont.
Það var eins og hreiður í grænum
dal, sem skreið upp mjúkar, gamlar
fjallshlíðar í austri. í Bandaríkjun-
um era klettafjöll jarðsögulega
yngstu fjöllin, en gróin fjöll þau
elstu. Við lifðum og störfuðum í
moldinni og í kring vora grænir
akrar, svo langt sem augað eygði,
troðfullir af komi og refasmára.
Við höfðum líka ævintýraskóg, þar
sem allt úði og grúði af gimsteinum
jarðar, skjaldbökum snákum, dá-
dýram, bjórum, múrmeldýram,
puntsvínum, þvottabjömum og ör-
litlum rauðum eðlum, að ekki sé
talað um óteljandi tegundir af skor-
dýrum og litlum veram sem augað
fær ekki numið.
Þetta var mín paradís, rafmögn-
uð lífi. Foreldrar mínir keyptu býlið
þegar ég var sjö ára. Þótt það
væri ekki dýrt, tók það þau samt
sjö ár að borga og gera það upp.
Þau sjö ár hafði ég borgina á vetr-
um, paradísina mína á sumrin. Ég
gleymi aldrei fyrsta skiptinu sem
við fóram til Vermont, þar sem
Englendingar og Frakkar höfðu
barist um yfirráðin 250 áram áður,
Frakkar með hjálp Mohawk—indí-
ánanna, villimanna með hárið
skorið eins og pönkarar í dag, brúsk
uppi á höfðinu.
Ein myndin mín á sýningunni,
„Minning," er um þessa heimsókn.
Ég var sjö ára og við röðuðum okk-
ur inn í Gamla Fordinn og keyrðum
af stað. Þegar við komum á leiðar-
enda fóra foreldrar mínir strax að
dytta að húsinu. Ég hljóp af stað
Morgunblaðið/Emilía
Anna Concetta Fugaro við mynd sina „Minningar"
með hundinn minn, Flappy, upp
veginn, til að athuga hvort þama
væra fleiri krakkar. Ég sparkaði
af mér skónum og ákvað að hlaupa
berfætt á sömu jörð og Mohawk—
indíánamir höfðu ráfað um, hundelt
og drepið enska landnámsmenn.
Við Flappy gengum upp bratta