Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 61 Eldri kylfingar: Vormót F.E.K. haldið í Grindavík ’ Samvinnuferðir Landsýns stiðja 1. deildina: Hægt að auka veg knattspyrnunnar • Jóhann Magnússon hinn efni- legi bakvörður IBK mun ekki leika með auglýsingu frá SL í sumar. - segir Helgi Jóhannsson forstjóri Samvinnuferða Landsýn HVAÐ er það sem fœr fyrirtœki til að eyða á þriðju milljón króna f fyrstu deildina f knattspyrnu? Margir hafa velt þessari spurn- ingu fyrir sór og til að forvitnast nánar um ástæður þess að ís- landsmótið, 1. deild, kallast f sumar SL-mótið 1. deild fórum við á fund Helga Jóhannssonar forstjóra Samvinnuferða Land- sýn. „Við fórum aö skoða þessi mál í heild sinni eftir að við stofnuðum íþróttaráð fyrir nokkru. Fram að þeim tíma hafði alltaf komið upp visst vandamál hjá okkur þegar íþróttahópar, sem skipta mikið við okkur, komu og vildu fara eitthvað Maradona á flakk? DIEGO Maradona sagði í samtali við blað í Napolí f gær að hann vildi leika með þremur stórliðum í Evrópu áður en hann færi aftur tii Argentínu. „Ég vil leika eitt ár með Real Madrid, eitt með Tottenham og eitt með Barcelona og Ijúka síðan ferlinum með Boca Juniors," sagði snillingurinn. Maradona lék fyrst með Argent- inos Juniors, en varð síðan meist- ari meö Boca Juniors 1981. Þaðan lá leiðin til Barcelona, en samstarf- ið var stirt, og því fór hann til Napolí 1983, þrátt fyrir að liðið ætti í vandræðum. „Þeir sögðu mér að með mig í liðinu myndu þeir vinna allt og ég hef ekki vald- ið þeim vonbrigðum," sagði Maradona, en Napolí varð Ítalíu- meistari um helgina sem kunnugt er. Samningur Maradona við Napolí rennur út eftir tvö ár, en félagið hefur þegar boðið honum fram- lengingu. Sund: Öldungamót Á SUNNUDAGINN stendur sund- deild KR fyrír sundmóti, sem eingöngu er fyrír 25 ára og eldri. Þetta er fyrsta mót sinnar teg- undar og er haldið til að hvetja almenning til enn meirí þátttöku í sundi. Keppt verður í 50 m skriðsundi og 50 m bringusundi í sex aldurs- flokkum karla og kvenna, 25-29 ára, 30-34 ára, 35-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára og 50 ára og eldri. Auk þess keppa KR og Ármann t sundknattleik. Keppnin hefst á sunnudaginn klukkan 14 í Sundhöll Reykjavíkur, en upphitun byrjar klukkan 13. Þátttöku skal tilkynna til Alberts (s. 14914) eða Axels (s. 16409). erlendist til að taka þátt í mótum. Með stofnum íþróttaráðsins söfn- uðum við upplýsingum á einn stað og nú er þetta allt miklu auðveld- ara en áður og ekkert vandamál. í framhaldi af stofnun íþrótta- ráðsins fékk ég þá hugmynd að rétt væri að styrkja knattspyrnuna markvisst en ekki eins og áður, með nokkurs konar happa og glappa aðferð. íþróttahreyfingunni hefur lítið verið sinnt og ef það hefur verið gert þá hefur það verið mjög ómarkvisst. Þessu vildum við breyta og útkoman varð að við styrkjum 1. deildina í ár. Ég er sannfærður um að hægt er að auka veg knattspyrnunnar hér heima mikið og með þessu viljum við leggja okkar að mörkum til þess aö svo verði. Þetta er auð- vitað gert í samráði við liðin sem leika í 1. deild og KSl og með það fyrir augum að samningurinn kæmi félögunum til góða. Við ætlum að auglýsa leikina vel í fjölmiðlum og reyna að stuðla þannig að aukinni aðsókn." - Þetta er aðeins eins árs samn- ingur hjá ykkur? „Já, og án allra skuldbindinga. Ég held að með þessu hafi verið stigið skref í rétta átt. Þetta er ekki bara peningapakki heldur ætlum við líka að gera gangskör í því aö auka áhugann á knattspyrn- unni. íslendingar eru mjög kröfu- harðir og fara jafnvel í fýlu þegar ef við vinnum ekki Frakka og Sov- étmenn. Ef við ætlum að ná langt þá verða leikmenn að fá einhverja umbun fyrir erfiði sitt og með þess- um samningi er stigið skref í þá átt. Það er óhemju mikið starf sem forráöamenn knattspyrnufélagana vinna í sjálfboðavinnu og þeir eru betlandi, eða svo gott sem, út um allan bæ. Ég hef þá trú að eftir nokkur ár verði mikið af fyrirtækj- um sem hafa áhuga á að stiðja við bakið á deildinni með svipuðum hætti og við gerum í ár og þá er markmiði okkar náð. Við riðum á vaðið og ég er ánægður með að hafa átt hlut að máli við að ýta skútunni á flot. Ég er sannfærður um að eftir svona 3-5 ár verður þessi pakki orðin svo dýr að við hefðum ekki efni á að vera með og því er gott að vera fyrstur. Þetta kostar að vísu drjúg- • Helgi er Keflvíkingur en langar dálftið til að halda með Fram. Hann telur að eftir nokkur ár sláist fyrirtæki um að fá að auglýsa 1. deildina i knattspyrnu. an pening fyrir okkur en ég vil taka það skýrt fram að ég tel þetta enga ölmusu af okkar hálfu. Þó svo við séum ekki með Rim- ini eða Rhodos auglýsingar á öllum leikjum þá er óg sannfæröur um að þetta hefur ákveðið auglýsinga- gildi fyrir okkur og auövitaö hagnast liðin líka á þessu. Við aug- lýstum til dæmis hjá ÍBK en erum nú hættir því og auglýsum ekki á búningum félga í ár. Keflvíkingar fá örugglega meira út úr þessum samningi en þeim gamla auk þess sem þeir geta nú fengið pening fyrir auglýsingu á búning sinn að auki." - Finnst þér það rétt að „selja“ íslandsmótið í 1. deild svona? „Ég held það sé ekkert nei- kvætt við það þó mótið verði kallað SL-mótið 1. deild í ár. Næsta ár koma einhverjir aðrir og síðan koll af kolli. Við skoðuðum aðeins hvernig þetta hefur verð í Englandi undanfarin ár og þar hefur þetta gefist vel. Þó svo mótið heiti SL- mótið núna þá vita allir að þetta er íslandsmótið og því gleyma menn ekki. Þetta vegur mikið fyrir þá sem styrkja mótið hverju sinni og ég held að knattspyrnuhreyf- ingin eigi mikla tekjumöguleika með því að gera þetta svona. Ég held að þetta só bara jákvætt. Það hefur gengið vel hjá Sam- vinnuferðum Landsýn og það eru margir sem eiga hlut í fyrirtækinu, ábyggilega margir leikmenn í 1. deildinni líka, og íþróttahópar skipta mikið við okkur. Við viljum með þessu sýna að samskipti okk- ar við íþróttahreyfinguna er ekki einhliða. Annað sem réði tölverðu um að við tókum þátt í þessu var að við vildum reyna að hrista okk- ur út úr því takmarkaða sviði sem við erum á, að sjá um flutning á fólki. Þetta gefur Íífinu lit og kridd- ar tilveruna dálítið." - Að tokum. Fylgist þú með knattspyrnu? „Já, það geri éa. Ég er hálfgerður „íþróttaídjót". Ég held með Keflvík- ingum enda er óg fæddur og uppalinn þar og lék með jiðinu al- veg upp í meistaraflokk. Ég á þrjá stráka sem allir eru í Fram og ég held ég myndi halda með Fram ef ég gæti losnað við ÍBK!,“ sagði forstjóri Samvinnuferða Landsýn að lokum. Knattspyrna: Fram semur vid IBM og Adidas Knattspyrnudeild Fram hefur endurnýjað samningana við IBM og Adidas. Þetta er sjöunda áríð f röð, sem allir knattspymumenn Fram leika í Adidas-búningum, en undanfarin þrjú ár hefur meistara- og 1. flokkur deildar- innar leikið með IBM-auglýsingu. - Nú munu hins vegar allir flokkar leíka í eins búningum með eins auglýsingu. Á myndinni eru Hall- dór B. Jónsson, formaður delldar- innar, og Gunnar M. Hansson, forstjórí IBM á islandi ásamt ung- um leikmönnum í nýju búningun- um. NÚ ÞEGAR sumarflatir hafa verið teknar í notkun á golfvöllunum, hvanngrænar á að Ifta, hefst keppnistfmabillð hjá kylfingum. Landssamtök eldri kylfinga, þar sem eru karlar 55 ára og eldri og konur yfir fimmtugt, hafa gefið út myndaríega kappleikjaskrá, þar sem tilgreindar eru 17 opnar keppnir fyrir þennan aldursflokk f sumar. Sú fyrsta verður á golf- vellinum við Grindavfk næstkom- andi laugardag, 16. maf, og verður ræst út á milli kl. 9 og 12. Þetta verður 18 holu höggleikur og keppt bæði með og án forgjaf- ar. Á hverju ári bætast góðir liðs- menn í flokk eldri kylfinga og hefur þrjú undanfarin ár verið valið í landslið og hefur verið tekið þátt í Evrópumeistaramóti kylfinga, 55 ára og eldri, fyrst í Luxemborg, síðan í Portúgal og í fyrra í Sviss. í ágúst í sumar fer þetta mót fram í Stokkhólmi. Þangað munu vænt- anlega fara tvær 6 manna sveitir; keppir önnur án forgjafar, en hin með. í fyrra tókst að sigra Hollend- inga og Belga og stefnt er að því að sterkari sveitir geti keppt í Stokkhólmi. Nú hefur einnig verið komið á árlegri keppni eldri kylfinga, þar sem Bandaríkin eru annarsvegar og Evrópa hinsvegar. Stefnt er að því að fjögurra manna sveit fari héðan síðla júlímánaðar, en þessi keppni mun fara fram í Deauville í norðvestur Frakklandi. Þeir sem þangað fara verða að hafa 14 eða lægra í forgjöf og sama gildir um A-sveitina, sem keppir í Stokk- hólmi, en í B-sveitinni verða menn að hafa 20 og þar undir. íslands- mót eldri kylfinga verður haldið á Hólmsvelli í Leiru 17,—19. júlí og verður án efa hart barist þar. Nú- verandi Islandsmeistari er Þor- björn Kjærbo, sem jafnframt er eini meistaraflokksmaðurinn í röð- um eldri kylfinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.