Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 7 SÖNGUR BRIAN’S (Brian's Song). Sönn saga um 2 fótboltaleikara sem bundust sterkum vináttuböndum allt til dauða Brians, en hann lést úr krabbameini, aðeins 26 ára að aldri. Myndin hefur unnið 5 Emmy verðlaun. Föstudagur SUMARID LANQA Stjórn- samur bóndi verður fyrir von- brigðum með veikgeðja son sinn og býður þviungum og hressum manniað búa á býlisínu og gengur honum i föðurstað. Aðal- hlutverk: Paul Newman, Joanne Woodward og Orson Welles. m 23:20 Laugardagur SKIN OG SKÚRIR (Only When I Laugh). Myndin fjallar um leikkonu með óljósa sjálfsímynd og drykkjuvanda- mál, en kímnigáfuna i lagi. Aðalhlutverk: Marsha Mason, Kristy McNichol ogJames Coco. Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lykllinn f»rð þúhjá Helmlllstsakjum Helmliistækl hf §:@i 1 i 1 § Irskur píanóleik- ari með Sinfóníu- Uppþvottagrind m/bakka og vaskafati fKr, 380,- kaupfélOgin ^kaupstaður stórmarkaðurinn IMJÓDD hljómsveit Islands FIMMTÁNDU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári verða haldnir i Háskólabíói á fimmtudagskvöld, 14. maí. Þar kemur fram þekktur írskur píanóleikari, Barry Douglas, en hann mun á næst- unni leika með mörgum af fremstu hljómsveitum heimsins. Stjórnandi að þessu sinni verður Arthur Weisberg, sem hefur staðið þó nokkrum sinnum á stjórnandapallinum hér á landi upp á síðkastið. Á efnisskránni er Píanókonsert nr. 3 í C-dúr op. 26 eftir Sergei Prokofiev, sem Barry Douglas leik- ur. Þessi píanókonsert var saminn árið 1921 og hefur orðið hvað vin- sælastur af þeim fimm píanókon- sertum sem Prokofiev samdi. Á tónleikunum verða að auki flutt verkin „Rússneskir páskar", hátíð- arforleikur eftir N. Rimski-Kor- sakov og Sinfónía nr. 5 eftir Carl Nielsen. Einleikarinn Barry Douglas fæddist árið 1960 í Belfast á ír- landi, þar sem hann hóf á unga aldri píanónám. Síðar stundaði hann nám hjá John Barstow í The Royal College of Music í Lundúnum og einnig var hann um tíma undir handleiðslu Mariu Curcio. Barry Douglas hlaut fyrstu verðlaun í Tsjaíkofskí-keppninni í Moskvu á sl. sumri. Eru tónleikarnir með Sin- fóníuhljómsveit íslands hinir fyrstu sem hann er ráðinn til að leika á eftir þann sigur, en í kjölfarið mun svo fýlgja tónleikahald með mörg- um fremstu hljómsveitum heims. Hljómsveitarstjórinn Arthur Weisberg er bandarískur, fæddur í New York árið 1931. Hann lærði fyrst á píanó og fiðlu en sneri sér síðan að námi í fagottleik og lauk burtfararprófí frá Julliard-skólan- um í New York á það hljóðfæri. Um tíma var hann fagottleikari í hljómsveitum í Houston, Baltimore og Cleveland en sneri síðan aftur til Julliard og nam hljómsveitar- * Islensk málnefnd gefur út Málfregnir ÍSLENSK málnefnd hefur hafið útgáfu tímarits sem heitir Mál- fregnir og á að koma út tvisvar á 'ári. Því er ætlað svipað hlut- verk og Fréttabréf islenskrar málnefndar hafði meðan það kom út (1982—1984), þ.e. að flytja fregnir, fróðleik og grein- ar sem varða islenska málrækt og íslenskt mál. Meðal efnis í fyrsta tölublaði Málfregna er grein um nýja staf- rófsröð í símaskrá og þjóðskrá. Eftir henni er farið í nýju síma- skránni sem kemur út á næstunni. Þá er greinin „Mál og útvarp", þar sem rætt er m.a. um ný laga- og reglugerðarákvæði sem varða með- ferð máls í útvarpi, og birt er málstefna Ríkisútvarpsins. Sagt er frá störfum þriggja nefnda sem ráðherrar hafa skipað til að gera tillögur um málvöndun og fram- burðarkennslu. Ennfremur er í Málfregnum yfirlit yfir íslenskar íðorðaskrár og starfandi orðanefnd- ir, grein um íslensk heiti yfir AIDS, ritfregnir og fleira. Ritstjóri er Baldur Jónsson. Þeir sem vilja gerast áskrifendur geta snúið sér til íslenskrar málstöðvar, Aragötu 9, Reykjavík. (Fréttatilkynning.) EKKI BRRR OFRRR Barry Douglas píanóleikari. stjórn hjá Jean Morel. Síðan hefur Weisberg stjórnað ýmsum hljóm- sveitum, bæði vestan hafs og austan og hljóðritað yfir 30 hljóm- plötur. Sinfóníuhljómsveit íslands stjórnaði hann í fyrsta sinn í mars 1985, en á þessu starfsári hefur hann verið hér tíður gestur. (Fréttatilk; I KAUPFELAGINU ÞINU! félögin sig saman um stórlækkun á verði valinna vörutegunda. Með því gefum við þér kost á að gera sannkölluð reyfarakaup meðan «■»»«**** Kr. 1.785 Kr. 108 M;sj x*wm 5 5P » BiíTs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.