Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1987 31 Myndin er tekin nokkrum mínútum eftir að sprengjan sprakk og eins og sjá má á bíihræinu var hún gríðarlega öflug. Sýrlenzkur hermaður lézt og tveir slösuðust Beirut, Reuter. BÍLSPRENGJA sprakk í grennd við bækistöð sýrlenzkra hermanna í Beirut í gær, miðvikudag, með þeim afleiðingum að einn Sýrlend- ingur Iézt og tveir slösuðust alvarlega. Þetta er fyrsti sýrlenzki hermaðurinn sem lætur lífið í Beirut frá því stjómin í Damaskus sendi lið inn í hverfi múhammeðstrúarmanna i Beirut fyrir nær þremur mánuðum. í fyrstu fréttum var ekki sagt frá því, að manntjón hefði orðið. En um svipað leyti skóku tvær spreng- ingar til viðbótar byggingar í þessum borgarhluta, þar sem Sýr- lendingar hafast við. Skemmdir urðu, en ekki talið að neinir hafi særzt, Sérfræðingar um líbönsk mál- efni telja að þetta kunni að vera byijun á meiriháttar aðgerðum gegn Sýrlendingum og sögðu fréttamenn, að spenna hefði enn hlaðizt upp í Beirut og hefði varla verið á hana bætandi. Þegar þetta er skrifað, síðdegis á miðvikudag, hafði engin lýst ábyrgð á sprengjutilræðunum á hendur sér. Samkvæmt fréttum virðast sýrlenzku hermennimir hafa uppgötvað bflsprengjuna og voru að reyna að gera hana óvirka, þeg- ar hún sprakk í höndum þeirra með þeim afleiðingum sem fyrr greinir. Karami, forsætisráðherra Líban- ons, sagði af sér á dögunum. Gemayel forseti hefur ekki greint frá því, hvort hann taki afsögnina til greina, né heldur hefur hann falið neinum öðrum að gera tilraun til að koma saman stjóm. Frétta- menn segja, að ekkert spyijist til gíslanna, sem er vitað að em í haldi mannræningja í borginni. Ekki sé heldur vitað til að nein viðleitni hafí verið sýnd, í alvöru, til að koma þeim til hjálpar upp á síðkastið. Teg.: 25/54 Litur: Hvftt Verð: 690.- Úr skinni og einnig margar aðrar gerðir. TOPP s0 SKORINN VELTUSUNDI 2, 21212 FINNMARK FYLKESKOMMUNE KIRKENES SYKEHUS, FINNMARK, NORGE Getur þú hugsað þér að starfa með okkur? Okkur bráðvantar UÓSMÓÐUR (lærða hjúkrunarkonu með reynslu í Ijósmóður- störfum) til sumarafleysinga og aðra til lengri tíma. Á fæðingardeildinni, sem er lítil og hugguleg, tök- um við á móti u.þ.b. 350 börnum á ári hverju. Útbúnaður er mjög góður og af nýjustu gerð. Góður starfsandi er á deildinni. Sjúkrahúsið mun aðstoða við húsnæðisöflun og greiða ferðakostn- aðframog til baka. Laun: Norskar krónur 13.500 á mánuði. Nánari upplýsingar um starfið veitir yf irhjúkruna- rkonan, Jorunn Haug, eða yfirljósmóðir, Marie Hallonen, sími 085/91701. Hafir þú áhuga þá vinsamlegast hafðu samband fyrir 20. maí nk. annað hvort í síma eða skrifa til: KIRKENES SYKEHCIS Personalkontoret 9901 Kirkenes Norge. að þegar við kaupum leð- ursófasett veljum við & alltaf gegnumlitað leður og alltaf anilínsútað (krómsútað) leður og leðurhúðir af dýrum frá norðlægum slóðum eða fjallalöndum — og yfirleitt óslípaðar húðir (sem eru end- ingarbestar). Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöru eða ekki, skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. Tegund Ceylon. Sumir eiga svo stórar stof- ur að þeir fá aldrei nógu stór homsett í þær. Þeir ættu að koma og líta á Ceylon homsófann. Litir: Svart og brúnt í úrvalsleðri með afborgunarkjörum í 12 mánuði. húsgagna4iöllín REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.