Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 33 stí Lumið hölluðust flestir að þeirri skoðun, að tryggð yrði ábyrgð stórvelda á hlutleysi íslands. Skúli Thoroddsen vildi til dæmis 1908 „. . . sem fyrst fá friðartryggingu hins íslenska ríkis viðurkennda að alþjóðalög- um“. Þó vafðist fyrir sumum. að landið var vamarlaust. Tæpti ísafold á „dálitlu, vopnuðu löggæsluliði", svo að þjóðin þyrfti ekki að vera upp- næm fyrir hveijum Jörundi hunda- dagakonungi sem væri, og hefði blaðið líklega talið núverandi lög- reglu duga hvað það snerti. Dr. Valtýr Guðmundsson gekk lengra, er hann sagði, að „... til að fá þjóðaviðurkenningu fyrir hlutleysi útheimtist samkvæmt alþjóðarétti, að hervamir og herbúnaður væri svo mikill fyrir hendi, að hægt væri að sýna það með hervöm og herverkum. Það munu engin dæmi þes§ í sögunni, að nokkur vopnlaus þjóð eða vopnlaust land fengist frið- lýst.“ í ófriðarlokin 1918, þegar Danir höfðu slakað til og samið við íslend- inga, var ekki um annað að ræða en ævarandi, vopnlaust hlutleysi, enda þótt mönnum væri ljós reynsla styijaldaráranna í þeim efnum. Ein- ar Amórsson viðurkenndi, að vildi einhver bijóta hlutleysi okkar, mundi enginn samningur hindra það. Minnt var á örlög Belgíu, Grikklands og fleiri hlutlausra landa, og blaðið Einar Þveræingur sagði: „Mei, ófriðarþjóðimar spyija ekkert um hlutleysi. Ef þær þurfa að nota landið eða þjóðina til ein- hvers í sínar ófriðar þarfir, þá spyija þær ekkert um, hvort það er hlutlaust eða ekki.“ Miklar breytingar urðu þau 22 ár, sem ísland var friðlýst og ævar- andi hlutlaust. Tækni og sam- göngum fleygði fram, svo að einangrun landsins hvarf endanlega úr sögunni og það færðist í þjóð- braut. Til marks um þetta vom óskir Þjóðveija um að byggja flug- völl fyrir Lufthansa á Islandi, hópflug ítala undir stjóm Balbos, flug Lindberghs og fleiri kappa, heimsóknir kafbáta og annarra her- skipa og margt fleira. Hlutleysið, sem mörgum leiðtogum þjóðarinnar þótti fallvalt áður fyrr, varð það nú í ríkara mæli. Síðari styijöldin skskurði nemi frá Lexington í Kentucky, en hann vinnur hlutastarf í einu af veitingahúsum LJS. Ralph hefur átt heima frá því hann var fimm ára við hliðina á LJS-veitingastað í Kentucky og hefur að sögn alla tíð verið sólginn í fiskréttina, sem þar fást. Á sextánda ári fékk hann sumarvinnu á staðnum, og hefur unnið þar síðan í sumarleyfum og með skóla. Hann leggur nú stund á nám í markaðsfræðum og lýkur prófí í þessum mánuði. Hann ætlar að gerast starfsmaður Long John Silver’s og segist hafa áhuga á að eignast sitt eigið veitingahús innan keðjunnar. Urslitakeppnin fór fram í marz síðastliðnum í aðalstöðvum Long John Silver’s í Lextington. Þar sigraði Ralph Joyce Glasgow, sem er framkvæmdastjóri veitingahúss í Houston, en hún hefur áralanga reynslu í fiskskurði. Með Ralph Bums í ferðinni hingað voru Theo- dore J. Papit, aðstoðarforstjóri og braust út 1939 og Bretar hemámu ísland 10. maí 1940. Þegar samningurinn við Banda- ríkin um vamir landsins var gerður í júlí 1941, urðu alþingismenn sem aðrir landsmenn að sætta sig við hinar breyttu aðstæður. Hermann Jónasson sagði: „. .. það erum ekki við, sem höfum breyst, heldur ver- öldin kringum okkur, og við verðum að haga okkur samkvæmt því.“ Steingrímur Steinþórsson sagðist ekki sjá, að „þessi svonefnda hlut- leysisvemd ... sé pokkurs virði eins og nú er komið“. Ásgeir Ásgeirsson sagði: „Þetta hlutleysi, sem hér er af sumum kallað fjöregg þjóðarinn- ar og hymingarsteinn sjálfstæðis frá því 1918, er allt komið undir því, að það séu til voldug stórveldi, sem kunna að meta það. Hlutleysi er enginn hlutur, sem hangir í lausu lofti og ekki þarf annað en veifa til þess að fjandsamleg öfl víki. Ég treysti engum þingmanni til að skil- greina það hlutleysi, sem árásaröfl nútímans mundu sætta sig við.“ Vitrustu menn þjóðarinnar hafa jafnan rejmt að leggja mat á land- fræðilega stöðu, hemaðarlega þýðingu landsins og þá kosti, sem um var að velja við aðstæður milliríkjamála. Þeir hafa valið besta kostinn hveiju sinni, og þjóðin hefur á ófriðaröld haldið frelsi sínu, forð- ast eyðileggingu stríðsins, herþjón- ustu eða aðra þrælkun og tryggt sér síbatnandi lífskjör. Þetta er mikill og góður árangur. Menn velja sér ekki utanríkis- og vamarstefnu eins og þeir velja sér hatt eða hálsbindi. Þessi mál mótast af ytri aðstæðum og aðgerð- um annarra ríkja, sem við ráðum ekki við. Það skilja flestir, að núverandi landfræðileg aðstaða og hemaðar- leg þýðing landsins fyrir grannríki og stórveldi gerir það óhugsandi, að Island sé hlutlaust. Slík stefna væri siðlaust hættuspil með öryggi nágranna okkar og okkar sjálfra. Við verðum að taka staðreyndir eins og þær eru. Innan marka þeirra er þó svigrúm, og þar ber okkur að tryggja íslenskt fullveldi og sjálf- stætt þjóðlíf, íslenska tungu og menningu. Orðið „friðlýsing" var helst notað í umræðum um stöðu íslands snemma á öldinni, en þá duldist engum, að það þýddi hlutleysi. Ekk- ert er við því að segja, að orðið sé nú aftur notað í þessu samhengi, svo framarlega sem þjóðin gerir sér ljóst, að það boðar enga nýja hug- mynd eða stefnu, heldur aðeins hlutleysisstefnuna, sem hefur verið rædd og reynd undir réttu nafni, en hefur brugðist og verið hafnað. Höfuadur er sendiherra í Stokk hólmi. Morgunblaðið/Sverrir „Þetta er í áttina Eyjólfur minn,“ segði Ralph liklega við gæða- stjóra Granda hf., kynni hann íslenzku. yfírmaður rekstrardeildar Long John Silver’s og William P. Con- nery, æðsti yfírmaður austursvæð- is samsteypunnar, sem nær yfir tæp 900 veitingahús í 21 ríki. í Granda hf. tók Ralph formlega við verðlaunum sínum, bikar, en auk þess fékk hann íslandsferðina og 500 dollara frá Coldwater. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Portúgal: Kosningabaráttan hafin, rétt einu sinni enn og Sósiaidemókrötum spáð sigri KOSNINGABARÁTTAN í Portúgal er hafin, rétt eina ferðina enn. Sósialdemókrataflokknum er að svo stöddu spáð um 36-43 prósent fylgi. Til þess að ná meirihluta verður flokkurinn(PSD) að fá 44 prósent. Um það er valt að spá svo löngu fyrir kosning- arnar, hvort þetta tekst. Stjórnmálaskýrendur segja að það sé ekki útilokað, vegna þess mikla álits sem Cavaco Silva, forsætis- ráðherra nýtur sjálfur.En vitanlega fer það svo eftir framvindu mála í kosningabaráttunni. ÖUum spám ber saman um að Eanista- flokkurinn svokallaði, Lýðræðislegi endurnýjunarflokkur- inn(PRD) muni missa mikið fylgi og þeir sem taka hvað dýpst í árinni segja, að hann gæti sem nær alveg þurrkast út af þingi. í síðustu þingkosningum fór mikið atkvæðamagn frá Sósialista- flokknum yfir á Lýðræðislega endurnýjunarflokkinn, en menn álíta að þau atkvæði skili sér til Sósialistaflokksins, PS, vegna almennrar óánægju með allan málatilbúnað PRD manna á þingi. Þeir hafa þótt klaufskir og kauðskir í athöfnum, sagt að þá skorti yfirsýn og sé ekki þeirra sterka hlið að sjá kjarna máls hvers. Að auki er flokkurinn náttúrlega fyrst og fremst búinn til utan um einn mann, Ramalho Eanes og það hefur verið Iátið sitja á hakanum að móta sannfærandi, hvað þá vitlega stefnu. En víst er það kaldhæðnislegt fyrir Lýðræðislega endumýj- unarflokkinn, ef vantrauststillag- an sem fulltrúar hans báru fram á þinginu, verður banabiti flokks- ins. Eða svona allt að því. Eins og komið hefur fram í fréttum náði tillagan fram að ganga. Stjóm Anibals Cavaco Silva var þar með fallin og Ramal- ho Eanes, forsvarsmaður Lýðræð- islega endumýjunarflokksins og Vitor Constancio, formaður Sós- ialistaflokksins, virtust ganga út frá því sem gefnu, að Mario Soar- es forseti myndi nú fela öðmm hvomm að mynda ríkisstjórn. Og til þess hafði leikurinn væntan- lega verið gerður. Að vísu var ekki sjálfgefið, að Mario Soares veldi þann kostinn. Bersýnilega hafa liðsmenn Sósial- ista og Endumýjunarsinna þó gert því skóna. Samt'kom strax fram hjá mörgum pólitískum and- stæðingum Cavaco Silva, að vantrauststillagan hefði verið fmmhlaup. Forsætisráðherrann hefur notið meira trausts almenn- ings og virðingar en nokkur forsætisráðherra frá því Fransc- isco heitinn Sa Cameiro stýrði ríkisstjóm. Cavaco Silva er vilja- fastur og greindur. Sagður úrræðagóður og snjall samninga- maður, þótt ýmsir segi hann full einstrengingslegan.í honum sáu margir sterka manninn, sem Port- úgalir hafa svo greinilega þörf fyrir. Það hefur líka komið í ljós þann tíma síðan minnihlutastjóm Cavaco Silva tók við landsforystu, að veralegur árangur hefur náðzt í efnahagsmálum. Umtalsverður bati hefur orðið í viðskiptum við útlönd, nokkuð hefur dregið úr atvinnuleysi og þarfar og aðkall- andi umbætur hafa verið gerðar á heilbrigðis- og menntakerfí Portúgals, sem hafði að sumu leyti dagað uppi einhvers staðar á leið- inni frá byltingunni 1974. Þótt stjóm Cavaco Silva hafí þurft að gera óvinsælar ráðstaf- anir, mátti af flestu ráða, að Portúgalar þóttust sjá að hillti undir skárri tíma og létu það því gott heita. Persónulegar vinsældir Cavaco Silva fóm saman við trú manna á þessum aðgerðum. Anibal Cavaco Silva- baráttu- glaður og kveðst sigurviss. Það verður að teljast furðulegt að fulltrúar stjómarandstöðunnar skyldu ekki reikna með þessum möguleika; að Soares leysti upp þingið og boðaði til kosninga. Stjómmálaskýringar benda á að svo margar augljósar ástæður hafí legið fyrir því, að hér hafi stjómarandstöðuforkólfarnir hlaupið á sig og muni það gera þeim enn erfiðara um vik í kosn- ingabaráttunni. Mario Soares hefur án efa átt erfítt með að sætta sig við þá tilhugsun að erki- andstæðingur hans um margra ára skeið, Ramalho Eanes, fyrver- andi forseti, kynni að verða ráðandi í ríkisstjórn . í öðra lagi er ekki ástæða til þess að draga í efa, að Soares álíti Cavaco Silva snjallan stjómmálamann, sem verðskuldaði fyllilega að bera verk sín til kjósenda. í þriðja lagi er óvíst að Soares hafi talið viturlegt að eftirmaður hans í forníanns- sæti Sósialistaflokksins, Const- ancio, glímdi við að leiða stjóm, fyrr en hann hefði öðlast meiri reynslu. í fjórða lagi segja frétta- skýrendur að Soares sé þegar farinn að hugsa til forsetakosn- inganna 1991 og vilji tryggja sér stuðning Sósialdemókrata. Ekki ætti það þó að ráða úrslitum. En áreiðanlega hefur líka vegið þungt í huga Mario Soares, þegar hann var að gera upp hug sinn, hvort ætti að ijúfa þing eða reyna nýja stjómarmyndun, að í slíkri stjóm hefði kommúnistaflokkur Alvaro Cunhal haft lykilstöðu. Verið get- ur að Eanes fyrverandi forseti fari fyrir bijóstið á Mario Soares, svona persónulega. En það er varla nokkuð miðað við þá andúð sem Soares hefur á kommúnist- um. Stjómarandstæðingar hamra á því að ákvörðun Soares væri tilkomin af því að hann væri laumuíhaldskurfur og hefði líkast til alltaf verið það Anibal Cavaco Silva var skemmt vegna þessa og sagði, að málflutningur stjómarandstöð- unnar sýndi á hvaða stigi hún væri. Keppzt væri við að gagn- rýna forsetann fyrir ákvörðun sem samrýmdist í hvívetna lýðræðis- Ramalho Eanes - búizt er við fylgishruni flokks hans Mario Soares - laumuíhaldsk- urfur að sögn stjórnarandstöð- unnar. leikreglum, af þvf að hún, þ.e. stjómarandstaðan hefði ekki fyrir neinum málum að beijast. Og þaðan af síður hefði stjómarand- staðan neina burði til að halda uppi gagnrýni á störf ríkisstjóm- arinnar. Að vísu varð þetta til að stjómarandstaðan dró úr atlögun- um gegn forsetanum og hóf kosningabaráttu. En Cavaco Silva var þá búinn að ná forskoti og kannski tekst honum að halda því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.