Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 24 Frá verðlaunaveitingnnni. Þessir unglingar fengu verðlaun fyrir fluguhnýtingar. Verðlaun veitt fyrir leiklist. Tómstundastarf í Grunnskólum Reykjavíkur: Tvö hundruð verðlaunahafar Um 1.800 nemendur voru innrit- aðir á hin ýmsu námskeið sem starfrækt voru í tómstundastarfi í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Tómstundastarfinu lýkur með móti þar sem unglingamir keppa í mis- munandi greinum. Tæplega 200 nemendur fá verðlaun og viður- kenningar fyrir þátttöku á mótun- um á þessu vori. Helstu úrslit eru eftirfarandi: Borðtennis, piltar: 1. verðlaun Breiðholtsskóli. 1. Haraldur Kristinsson. 2. Páll Kristinsson. 3. Lárus Ingvarsson. 4. Sigurður Þórsson. 2. verðlaun Ölduselsskóli. 1. Helgi Gunnarsson. 2. Amór Gauti Helgason. 3. Kristján Krist- jánsson. 4. Gunnar Björgvinsson. 5. Amar Pétursson. 3. verðlaun Hagaskóli. 1. Sigurður Bollason. 2. Hrafn Ámason. 3. Ingimar Ingimarsson. 4. Guðmundur Kristjánsson. Borðtennis, stúlkur: 1. verðlaun Breiðholtsskóli. 1. Berglind Ósk Siguijónsdóttir. 2. Inga Hrönn Grétarsdóttir. 3. Eygló Þóra Harðardóttir. 4. Verón- ika Bjamadóttir. 2. verðlaun Ölduselsskóli. 1. Ásdís Ósk Smáradóttir. 2. Siný Hrönn Haraldsdóttir. 3. Sig- rún Helga Siguijónsdóttir. 4. María Haukdal. 3. verðlaun Hagaskóli. 1. Auður Þorláksdóttir. 2. Ama Fríða Ingvarsdóttir. 3. Kristjana Hrafnsdóttir. 4. Laufey Kristjáns- dóttir. Ljósmyndasamkeppni grunn- skóla Reykjavíkur 1987: 1. Gunnar Leifur Jónasson, Öldu- selsskóla. 2. Kristinn Þorleifsson, Hagaskóla. 3. Þorsteinn Amalds, Ölduselsskóla. Sveitakeppni grunnskóla í skák i Reykjavík 1987: 1. verðlaun: Seljaskóli a-sveit. 1. Þröstur Ámason. 2. Sigurður Daði Sigfússon. 3. Sæberg Sigurðs- son. 4. Kristinn Friðriksson. 2. verðlaun: Hagaskóli a-sveit. 1. Hannes H. Stefánsson. 2. Þor- steinn Davíðsson. 3. Sigþór Sig- þórsson. 4. Ragnar Fjalar Sævarsson. 3. verðlaun: Ölduselsskóli a-sveit. 1. Amór Gauti Helgason. 2. Rafn Jónsson. 3. Magnús Kristinn Jóns- son. 4. Þórir Magnússon. l.v. Jóhann Bragi Fjalldal. 2.v. Kjartan Jónsson. Leiklistarmót: 1. „Pældíðí", Réttarholtsskóli. 2. Suðupotturinn, Hólabrekkuskóli. 3. Litli ljóti andarunginn, Breiðholts- skóli. 4. Smaladrengurinn, Haga- skóli. 5. Sólin og vindurinn, Þjálfunarskólinn. 6. Litla gula hæn- Morgunblaðið/Bjami Ráðstefna um íbúasamtök í Reykjavík; Reykvíkingar hafa áhuga á umhverfi sínu og mótun þess - sagðj Anna Kristjánsdóttir, for maður íbúasamtaka Vesturbæjar Stjórnmál og skynsemisskortur RÁÐSTEFNA um íbúasamtök i Reykjavík var haldin í Gerðu- bergi miðvikudaginn 6. maí þar sem fjallað var um eðli og tilgang slíkra samtaka. Að ráðstefnunni stóðu íbúasamtök í Reykjavík en þau starfa nú i 11 borgarhverf- um. Þetta er í fyrsta skipti sem ÖU íbúasamtök í Reykjavík standa saman að ráðstefnu. Ráð- stefnan var fjölsótt og sagði Anna Kristjánsdóttir, formaður íbúasamtaka Vesturbæjar, það sýna að Reykvíkingar hefðu áhuga á ibúasamtökum, um- hverfi sínu og mótun þess. „Markmið íbúasamtaka er ekki síst það að vekja áhuga fólks á umhverfi sínu og einnig að auka tengsl íbúanna. íbúasamtök þau sem nú eru starfandi hafa beitt sér fyrir úrbótum í ýmsum málefnum sem lúta að hverfunum og hafa náð töluverðum árangri," sagði Andrés Magnússon sem starfar í íbúasam- tökum Ártúnsholts, í samtali við Morgunblaðið. Hann nefndi sem dæmi að samtökin hefðu beitt sér fyrir byggingu skóla í hverfínu. Þar er nú í byggingu skóli sem tekinn verður í notkun í haust, en undan- farin ár hafa böm í Ártúnsholti þurft að fara með skólabíl í annan borgarhluta. A ráðstefnunni vora flutt erindi um tilgang íbúasamtaka, tilurð þeirra og starf og um skipulag borg- arstofnana og tengsl, gerð §ár- hags- og framkvæmdaáætlana og ferli ákvarðana sem varða einstök hverfi og svæði. Einnig vora reifað- ar hugmyndir um hugsanlegan myndugleika íbúasamtaka og sam- ráð milli borgaryfirvalda og slíkra samtaka. Umræður fóra fram f hópum að loknum framsöguerind- um, en ráðstefnunni lauk með pallborðsumræðum þar sem þátt tóku fulltrúar frá íbúasamtökum og stjórnmálamenn. Hvatinn að ráðstefnunni var tíu ára afmæli íbúasamtaka Vestur- bæjar á þessu ári og í máli Önnu Kristjánsdóttur, formanns þeirra samtaka, kom fram að stofnun íbúasamtaka hefur einkum átt sér stað í tvenns konar hverfum. Ann- ars vegar nýjum hverfum í bygg- ingu og hins vegar í mjög gömlum hverfum þar sem röskun á húsa- skipan og nýtingarsamsetningu húsnæðis hefur verið veruleg eða yfirvofandi. Hún sagði málefni hinna ýmsu íbúasamtaka í Reykjavík hafa verið margvísleg og nokkuð ólík eftir eðli hverfanna, en telja mætti stóra málaflokka sem varða öll hverfi þótt f mismiklum mæli sé. Nefndi hún til dæmis umferðamál, skipulagsmál, skóla- mál, dagvistunarmál, heilsugæslu, aðstöðu fyrir aldraða, aðstöðu til útivistar og íþrótta, félags- og menningarmiðstöðvar og varðveislu náttúraverðmæta og sérkenna. Ráðstefnuna, sem stóð frá kl. 18-22, sóttu um hundrað manns. ÚT ER komin í Svíþjóð bók um takmörk og takmarkanir skyn- seminnar, og skrifa í hana ýmsir kunnir sænskir mennta- menn auk dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar stjórnmálafræðings á íslandi. Heitir bókin „Rationalitetens grenser“, og gefur Ratio í Stokkhólmi hana út. Ritstjóri bókarinnar er prófess- or Torgny Segerstadt, sem var lengi rektor Uppsalaháskóla, en höfundar era meðal annarra Hans L. Zetterberg, aðalritstjóri Svenska Dagbladet, Tor Ragnar Gerholm, eðlisfræðiprófessor við Stokkhólmsháskóla, og Stig Strömholm, lagaprófessor og vararektor Uppsalaháskóla, auk dr. Hannesar Hólmsteins. „Ritgerð mín í þessari bók ber nafnið „Politiken og rationalitet- ens grenser", og fjallar um póli- tískar afleiðingar af eðlislægri vanþekkingu okkar mannanna," sagði dr. Hannes Hólmsteinn í stuttu samtali við Morgunblaðið. „Ég varpa fram þeirri spumingu, hvemig á því standi, þar sem maðurinn ráði sem einstaklingur yfir jafnlítilli þekkingu og raun ber vitni, að honum hafí þrátt fyrir það miðað eins langt áleiðis og við sjáum. Svarið við þessari spumingu tel ég vera, að mannin- um hefur tekist að koma upp kerfí reglna og siða, sem gerir honum kleift að nýta þekkingu, sem hann hefur ekki sjálfur, til dæmis fram- tak hugvitsmanna, reynsluvit kynslóðanna og margvíslega kunnáttu og þekkingu. Þetta er alllöng ritgerð hjá mér eða 35 bls.,“ sagði Hannes Hólm- steinn ennfremur. „Ég legg þar áherslu á það hlutverk, sem frjáls sannleiksleit gegnir í framþróun- inni. Það, sem máli skiptir, bæði í vísindum og stjómmálum, er að hindra ekki þrotlausa þekkingar- öflun mannsandans, sem fer fram með tilgátum og tilraunum, þar sem menn læra af mistökum sínum og endurskoða gamlan sannleik, þegar hann reynist illa.“ En hvað hefur Hannes Hólm- steinn á pijónunum á næstunni? „Ég er að ljúka við rit um stjómar- skrármálið, sem Stofnun Jóns Þorlákssonar mun væntanlega gefa bráðlega út,“ svaraði Hannes Hólmsteinn. „Þar ræði ég um þær leikreglur, sem gilda í stjóm- málunum, en þær era að mínum dómi miklu mikilvægari en þeir leikendur, sem era á vellinum hveiju sinni. Það skiptir miklu minna máli, hvort forsætisráð- herrann heitir Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Hermannsson eða Jón Baldvin Hannibalsson, heldur en við hvaða leikreglur forsætis- ráðherrann starfar. Ég geri nokkrar tillögur um stjómarskrár- breytingar og hagnýti mér þar einkum greiningu James M. Buc- hanans á ólíkri hagkvæmni í ólíkum stjómkerfum. Síðan er ég að tygja mig til Bandaríkjaferðar, en mér hefur verið boðið að flytja fyrirlestur á ársþingi American Political Science Association í Chicago í ágústlok," hélt Hannes Hólm- steinn áfram. „Þessi fyrirlestur minn verður um venjurétt og stjómkerfí, en þar mun ég leiða rök að því, að venjuréttur, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.