Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 27 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bæjarstjórn Kópavogs gróðursetti tré við Nýbýlaveg á afmæli bæjar- ins 11. maí síðastliðinn. Kópavogur: Átak hafið í trjá- rækt og snyrtmgu í tilefni 32 ára afmælis Kópavogs plantaði bæjarstjóm Kópavogs trjám við Nýbýlaveg og er það liður í áætlun um fegrun bæjarins á næstu ámm. Með gróðursetningunni vill bæjarstjórnin minna á átak í tijárækt og snyrtingu sem Umhverfisráð Kópavogs, sem stofnað var síðastliðið haust, tók yfir starfssvið náttúruverndar- og fegrunarnefndar bæjarins. Með sameiningunni vilja bæjaryfirvöld tryggja framgang umhverfis- og náttúruverndarmála í landi kaup- staðarins, segir í frétt frá ráðinu. Framlög til þessara mála voru auk- in við gerð íjárhagsáætlunar fyrir árið 1987 og eru útgjöld til um- hverfismála 40 milljónir króna. Með stofnun umhverfisráðs er sett á laggimar garðyrkjudeild í bænum og hefur Einar E. Sæ- mundsen landslagsarkitekt verið ráðinn garðyrkjustjóri. Megin verk- nú er að hefjast. efni á sviði umhverfismála í sumar innan bæjarmarkanna verða í norð- ur- og austurhluta Kópavogs og er ætlunin að ljúka þar ýmsum fram- kvæmdum. Má meðal annars nefna frágang í kjölfar holræsafram- kvæmda, útlit verslunarsvæðis í Hamraborg, frekari framkvæmdir á skólalóðum og frágangur við nýja smáhúsabuggð aldraðra við Vogat- ungu. Þá vill umhverfisráð og garðyrkjudeild hvetja eigendur fyr- irtækja til að taka á með bæjaryfir- völdum í því umhverfisátaki sem nú er að hefjast. Starfsmenn garð- yrkjudeildar munu veita ráð í þeim efnum ef óskað er. Hlaut 1. verðlaun á alþjóðlegri grafík sýningu á Italíu ALÞJÓÐLEG grafíksýning var opnuð í Biella á Norður- Ítalíu þriðjudaginn 12. mai sl. og var Sigrid Valtingojer, grafiklistamanni, boðið að vera viðstödd opnunina og taka þar á móti 1. verðlaunum, sem hún hefur hlotið fyrir verk sín. Þetta er 10. grafíksýningin sem haldin er í Biella og var verk Sigrid, „Landslag V.“ var valið til verðlauna úr 337 inns- endum verkum. Sýningarnefndin skýrði val sitt með þessum orð- um: „Vegna mikilla hæfileika hennar og tæknikunnáttu sem gera henni kleift að búa til mynd- ir sem hvetja ímyndunarafl áhorfandans og búa yfir hljóðl- átri fegnrð." Verkin sem verðlaun hljóta á þessari sýningu eru síðan eign Listasafnsins í Biella. í fréttatil- kynningu segir, að þessi verð- laun séu mikill heiður fyrir listamanninn því auk þeirra verka sem verða í eigu safnsins í Biella verður 35 eintökum myndarinnar dreift á stærstu söfn á Ítalíu og í öðrum löndum Evrópu. Annað verk eftir Sigrid sem sýnt var á grafíksýningu í Wakayama í Japan nýlega hlaut einnig verðlaun. Var þar um að ræða sýningu á 108 grafíkmynd- Sigrid Valtingojer grafíklista- maður. um sem valdar voru úr miklum Qölda verka eftir grafíklista- menn frá 46 löndum. Sigrid var ein af 12 listamönnum sem hlutu viðurkenningu fyrir verk sín á þessari sýningu. Tvenn ný umferðarljós TVENN ný umferðarljós fyrir gangandi vegfarendur verða tek- in í notkun í Reykjavík næstkom- andi laugardag, 16. maí, þar sem áður voru gangbrautir. Önnur umferðarljósin er á Elliða- vogi á móts við DAS, en hin eru á Lönguhlíð við Háteigsveg. Grænt ljós logar á móti umferðinni, en gangandi vegfarendur geta stöðvað umferðina og fengið grænt ljós með því að ýta á hnapp. Þá verður einnig innan skamms kveikt á nýjum umferðarljósum á gatnamótm Ármúla, Síðumúla og Vegmúla. FIAT UNO stendur óumdeilanlega framar öðrum bílum í sama stæröarflokki - sannur braut- ryöjandi sem sýnir aö nútíma hönnun eru lítil tak- mörk sett. Hann er lítill aö utan, en stór aö innan og býöur upp á rými og þægindi sem nútímafólk kann aö meta. Þegar tekið er tillit til útlits, aksturseiginleika, þæginda, hagkvæmni, öryggis, notagildis og síðast en ekki síst hversu mikið fæst fyrir peningana, kemur í Ijós að FIAT UNO er einfaldlega einstakur. 1 FIAT UNO 45 :283.000 kr. FIAT UNO 45S : 312.000 kr. F // A T FIAT UMB0ÐIÐ SKEIFUNNI 8 108 REYKJAVlK S: 91-68 88 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.