Morgunblaðið - 14.05.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 14.05.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 27 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bæjarstjórn Kópavogs gróðursetti tré við Nýbýlaveg á afmæli bæjar- ins 11. maí síðastliðinn. Kópavogur: Átak hafið í trjá- rækt og snyrtmgu í tilefni 32 ára afmælis Kópavogs plantaði bæjarstjóm Kópavogs trjám við Nýbýlaveg og er það liður í áætlun um fegrun bæjarins á næstu ámm. Með gróðursetningunni vill bæjarstjórnin minna á átak í tijárækt og snyrtingu sem Umhverfisráð Kópavogs, sem stofnað var síðastliðið haust, tók yfir starfssvið náttúruverndar- og fegrunarnefndar bæjarins. Með sameiningunni vilja bæjaryfirvöld tryggja framgang umhverfis- og náttúruverndarmála í landi kaup- staðarins, segir í frétt frá ráðinu. Framlög til þessara mála voru auk- in við gerð íjárhagsáætlunar fyrir árið 1987 og eru útgjöld til um- hverfismála 40 milljónir króna. Með stofnun umhverfisráðs er sett á laggimar garðyrkjudeild í bænum og hefur Einar E. Sæ- mundsen landslagsarkitekt verið ráðinn garðyrkjustjóri. Megin verk- nú er að hefjast. efni á sviði umhverfismála í sumar innan bæjarmarkanna verða í norð- ur- og austurhluta Kópavogs og er ætlunin að ljúka þar ýmsum fram- kvæmdum. Má meðal annars nefna frágang í kjölfar holræsafram- kvæmda, útlit verslunarsvæðis í Hamraborg, frekari framkvæmdir á skólalóðum og frágangur við nýja smáhúsabuggð aldraðra við Vogat- ungu. Þá vill umhverfisráð og garðyrkjudeild hvetja eigendur fyr- irtækja til að taka á með bæjaryfir- völdum í því umhverfisátaki sem nú er að hefjast. Starfsmenn garð- yrkjudeildar munu veita ráð í þeim efnum ef óskað er. Hlaut 1. verðlaun á alþjóðlegri grafík sýningu á Italíu ALÞJÓÐLEG grafíksýning var opnuð í Biella á Norður- Ítalíu þriðjudaginn 12. mai sl. og var Sigrid Valtingojer, grafiklistamanni, boðið að vera viðstödd opnunina og taka þar á móti 1. verðlaunum, sem hún hefur hlotið fyrir verk sín. Þetta er 10. grafíksýningin sem haldin er í Biella og var verk Sigrid, „Landslag V.“ var valið til verðlauna úr 337 inns- endum verkum. Sýningarnefndin skýrði val sitt með þessum orð- um: „Vegna mikilla hæfileika hennar og tæknikunnáttu sem gera henni kleift að búa til mynd- ir sem hvetja ímyndunarafl áhorfandans og búa yfir hljóðl- átri fegnrð." Verkin sem verðlaun hljóta á þessari sýningu eru síðan eign Listasafnsins í Biella. í fréttatil- kynningu segir, að þessi verð- laun séu mikill heiður fyrir listamanninn því auk þeirra verka sem verða í eigu safnsins í Biella verður 35 eintökum myndarinnar dreift á stærstu söfn á Ítalíu og í öðrum löndum Evrópu. Annað verk eftir Sigrid sem sýnt var á grafíksýningu í Wakayama í Japan nýlega hlaut einnig verðlaun. Var þar um að ræða sýningu á 108 grafíkmynd- Sigrid Valtingojer grafíklista- maður. um sem valdar voru úr miklum Qölda verka eftir grafíklista- menn frá 46 löndum. Sigrid var ein af 12 listamönnum sem hlutu viðurkenningu fyrir verk sín á þessari sýningu. Tvenn ný umferðarljós TVENN ný umferðarljós fyrir gangandi vegfarendur verða tek- in í notkun í Reykjavík næstkom- andi laugardag, 16. maí, þar sem áður voru gangbrautir. Önnur umferðarljósin er á Elliða- vogi á móts við DAS, en hin eru á Lönguhlíð við Háteigsveg. Grænt ljós logar á móti umferðinni, en gangandi vegfarendur geta stöðvað umferðina og fengið grænt ljós með því að ýta á hnapp. Þá verður einnig innan skamms kveikt á nýjum umferðarljósum á gatnamótm Ármúla, Síðumúla og Vegmúla. FIAT UNO stendur óumdeilanlega framar öðrum bílum í sama stæröarflokki - sannur braut- ryöjandi sem sýnir aö nútíma hönnun eru lítil tak- mörk sett. Hann er lítill aö utan, en stór aö innan og býöur upp á rými og þægindi sem nútímafólk kann aö meta. Þegar tekið er tillit til útlits, aksturseiginleika, þæginda, hagkvæmni, öryggis, notagildis og síðast en ekki síst hversu mikið fæst fyrir peningana, kemur í Ijós að FIAT UNO er einfaldlega einstakur. 1 FIAT UNO 45 :283.000 kr. FIAT UNO 45S : 312.000 kr. F // A T FIAT UMB0ÐIÐ SKEIFUNNI 8 108 REYKJAVlK S: 91-68 88 50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.