Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 VEL VORAR EFTIR MILDAN VETUR Mikill annatími í sveitunum EFTIR milHan vetur um land allt vorar vel. Tún eru byijuð að grænka og birki að Laufgast. Hvergi er milfill klaki í jörðu og litur víðast hvar vel út með gróður í sumar. Sauðburður er kominn vel á veg í syðstu sveitum en er rétt að hefjast annars staðar á landinu. Þetta er mesti annatími ársins hjá bændum, en jafnframt einn sá ánægjulegasti. Fleiri vorverk kalla, svo sem áburðardreifing og viðhald ýmiskon- ar. Hér á eftir fara pistlar frá nokkrum fréttariturum Morgunblaðsins, um vorkomuna og störfin í sveitunum á þessum árstima. Gnúpveijahreppur: Vel lítur út með sprettu í sumar Tún ókalin eftir mildan vetur Eystra-Geldingaholti. EFTIR mildan vetur eru tún í Gnúpveijahreppi ókalin, eftir því sem best verður séð, klaki lítill i jörðu og gróður að minnsta kosti í meðallagi á veg kominn, eða nokkru fyrr en mörg undanfarin ár. Nokkuð kalt hefur þó verið undanfarið og frost um nætur. Það lítur því heldur vel út með sprettu í sumar. Nú þyrfti að hlýna verulega, þá kæmi fljótt góður gróður á tún. Það er alkunna að vorið er mik- varpinu í fyrradag, kom fram að ili annatími hjá okkur í sveitinni, ekki síst hjá þeim sem stunda hefð- bundinn búskap. Sauðburður er aðeins að byija, en almennt hefst hann upp úr miðjum maí. Mesti annatíminn hjá sauðQárbændum er því að hefjast, en sauðburðurinn er að margra mati skemmtilegur og spennandi, að minnsta kosti ef vel gengur. Margir bændur fá unglinga og skólafólk til aðstoðar á vorin, ekki síst um sauðburðinn. Margir hafa af því ánægju og mikla lífsfyllingu að hjálpa til við hin margbreytilegu og lífrænu störf í sveitinni. En gall- inn er sá að skólatíminn er að lengjast og því komast færri en vilja til þessara starfa. Gott væn að sem flestir skólar væru búnir um miðjan maí, enda er öllum hollt að kynnast atvinnulífi þjóðarinnar á sem flestum sviðum Á þessum annatíma í sveitinni sem vorið er, kallar allt að í einu: m.a. að sinna búfénu, bera á túnin og lagfæra ýmislegt sem úrskeiðis hefur farið yífir veturinn. í búnaðar- þætti Óttars Geirssonar í ríkisút- nú þyrfti víða að fara að bera á túnin. Hér í sveit er nú svo ástatt að mest allur áburður er ókominn. Ástæðan er lélegir og lokaðir vegir fyrir þungaflutninga. Viðhald margra þessara vega hefur nær ekkert verið í Qölda mörg ár og velta menn því fyrir sér hvert við- haldsféð fer. Bændur geta ekki unað við þetta ástand og verður að gera vegina þannig að þeir verði færir. Félagslíf hefur verið mikið og gott hér í sveit sem jafnan áður á þessum nýliðna vetri. Ungmennafé- lag, kvenfélag, hestamannafélag, Ámeskór, kirkjukór og fleiri félög, sem starfa að hinum ýmsu félags- og menningarmálum, hafa haldið uppi öflugri starfsemi, en stórsam- koma sveitarinnar var auðvitað þorrablótið, nú sem fyrr. Menn vona svo að við fáum gott og gjöfult sumar og mikil og góð hey, því á því byggist okkar af- koma, sem lifum af því að framleiða hollar og góðar matvörur fyrir fólk- ið í landinu. Jón Sauðburðurinn er rúmlega hálfnaður í Óræfum. Gaulveijabæjarhreppur:: Menn keppast við að aka mykju á túnin Gaulveijabæ. HÉR í Flóanum, sem í öðrum sveitum, er hafinn annatími er stend- ur fram á næsta haust. Sauðburður er að hefjast og fyrir nokkru hafinn hjá þeim er nota tæknifijóvgun á bestu ærnar til að bæta ræktunina. Sauðfé hefur fækkað mjög undanfarin ár og er víða alveg fjárlaust hér á bæjum. Óþarft er að minnast á mildan vetur og það virðist líka vora vel. Hér hefur verið nokkur væta og eru tún flest algræn og ókalin und- an vetri. Menn keppast hér þessa dagana við að aka mykju á tún og einnig er einstaka bóndi byrjaður að dreifa tilbúnum áburði. í sumar verða töluverðar fram- kvæmdir hér í Gaulveijabæjar- hreppi á mælikvarða fámenns sveitarfélags. Byggt verður íbúðar- hús, §ós á öðrum bæ, hlaða annarstaðar, refahús stækkað og sumarhús eru fyrirhuguð. Talsvert er ræktað af gulrótum hér og var sáð fyrir þeim fyrir tveimur vikum. Selst sú vara mjög vel enda nokkuð flutt inn af gulrót- um. Þungt hljóð er í mörgum kartöflubændum og telja þeir sölu- mál í miklum ólestri. Fé var veitt á fjárlögum til undir- búnings á malbikun Gaulveijabæj- arvegar er liggur frá Selfossi áleiðis að ströndinni. Talið er að umferð aukist talsvert hér um slóðir með tilkomu nýrrar Ölfusárbrúar. — Valdim.G. Fljótshlíð: Fjölgar í hópi korn- ræktar- bænda Kirkjulæk, Fyótshlið. VETURINN var óvanalega mildur, lítill klaki í jörð. Rétt fyrir páska kólnaði veðrátta og í vor hefur ver- ið fremur kalt, þó er jörð orðin klakalaus og tún farin að grænka. Bændur eru að byija að bera á túnin og vorverkin hafín, t.d. er búið að sá komi í 15-20 hektara lands í Fljótshlíð og eru tveir nýir aðilar byijaðir í komrækt. í fyrra vom þrír bændur með komrækt og tilraunastöðin á Sámsstöðum sem hefur ræktað korn um árarað- ir með nokkuð góðum árangri og hafa bændur stuðst við reynslu þaðan. Vegna mikillar úrkomu í vor hefur verið erfítt að vinna akra og einnig að komast um votlend- ari tún, þó vonast bændur eftir að gróður geti orðið í meðallagi ef hlýna fer í veðri. Sauðburður er hafínn víðast hvar svo vinnutími fólksins er mjög langur og reynt er að bjarga lasburða lömbum þótt fullvirðis- réttur sé vart fyrir þau á komandi hausti. — Eggert Barðaströnd: Gróður að takavið sér Innri-Múla, Barðaströnd. NÚ ER vor í lofti á Barðaströnd. Gróður er að byrja að taka við sér og sauðburður að hefjast, þó hann sé með minna móti vegna fjárleysis hér síðustu ár. Kúabú- skapur er hér þó nokkur. Horfa bændur og annað búalið björtum augum til framtíðarinnar. Þó skuggi hvfli yfír landbúnaðinum um sinn er hér næg atvinna við önnur störf. Vona menn samt að birti yfír landbúnaðinum svo bænd- ur geti haft aðalatvinnu sína af honum og unga fólkið sinni þá öðr- um störfum. SJ.Þ. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Örn Bergsson á Hofi í Öræfum setur niður kartöflur. í Öræfum var byijað óvenju snemma að setja niður kartöflur, sett var niður í fyrstu garðana í byrjun maí. Miðfjörður: Yeturinn ekki tilbúinn að víkja fyrir vorinu Staðarbakka, Miðfirði. LIÐINN er eftirminnilegur vetur hvað hagstæða veðráttu snertir. Það sem af er þessu vori hefur verið fremur kalt, ekki mikið frost en tíðum snjóél og aldrei verið nein hlý- indi. Eins og veturinn sé ekki enn tilbúinn að vikja fyrir sumrinu. Tún eru þó að byija að grænka og klaki er lítiU í jörðu svo umskipti gætu orðið snögg ef gerði hlýindi. Ekki er farið að dreifa tilbúnum áburði enda yfirleitt blaut tún. Allir aðalvegir í héraðinu hafa verið í góðu lagi í vor og samgöng- ur því með eðlilegum hætti. Fé er alls staðar á fullri gjöf. Á nokkrum bæjum er sauðburður byijaður en almennt er það þó ekki fyrr en um miðjan mánuðinn og hefst þá erfíð- ur en jafnframt hinn ánægjulegasti tími ársins hjá sveitafólkinu ef vel gengur. Bama- og unglingaskólanum lýkur nú í vikunni og munu flestir krakkamir fagna tilbreytingunni. Fermingar eru afstaðnar með til- heyrandi veisluhöldum og tilstandi. Vorfuglamir eru komnir nema krían, sem ekki hefur látið til sín heyra ennþá, svo það er víðar söngvakeppni en í Bmssel þessa dagana. Ánnars er lífíð hjá fólkinu með hefðbundnum hætti, að sjálf- sögðu vorhugur ríkjandi og von um að sumarið verði gott og gjöfult. — Benedikt Lambfé á Hofi í Öræfum. Morgtinblaðið/Sigfurður Gunnarsson VORIÐ OG SVEITASTÖRFIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.