Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 3 Morgunblaðið/Kr. Ben. Lax blóðgaður við eldiskerin hjá íslandslaxi. Signijón Þórhallsson heldur á tveimur fiskum. Grindavík: Slátrun hafin hjá íslandslaxi Fyrsti farmurinn verður sendur á markað í Englandi og Frakklandi Gríndavík. SLÁTRUN hófst í gær hjá íslandslaxi hf. í Grindavík, er slátrað var þremur tonnum af eldislaxi. Laxinn er slægður og frágengin til útflutnings hjá Gullvík hf. Að sögn Siguijóns Þórhallssonar, verkstjóra á útisvæðinu hjá íslands- laxi hf., gekk slátrunin skínandi vel. Þessi fyrsti farmur fer ferskur á markað í Englandi og Frakk- landi. Á næstu vikum verður síðan slátrað tvisvar í viku og reynslu- sendingar fara til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Bandaríkjanna. Markaðsverð er talið mjög gott í þessum löndum um þessar mundir. „Við munum svo draga úr slátrun í sumar þegar markaðurinn fyllist af hafbeitarlaxi, enda hrapar verðið vcnjulega þegar slíkt offramboð verður,“ sagði Siguijón. „Okkur liggur ekkert á að slátra, því við getum slátrað allt árið og stýrt framboðinu á þann tíma sem mark- aðurinn gefur besta verðið," sagði Siguijón einnig. Á þessu ári er áætlað að slátra um 300 tonnum af laxi, en ekki eru nema þijú ár síðan fyrsta skóflu- stungan að stöðinni var tekin, þannig að uppbyggingin hefur gengið hratt og áfallalaust fyrir sig. Hjá fyrirtækinu vinna nú um 20 manns og við slátrunina í Gullvík starfa 15 manns. Á þessu sést að fiskeldið er að auka atvinnuna í Grindavík svo um munar. Kr. Ben. Tjónið í Lysta- dún um 40-45 milljónir króna „ÉG hef verið að gera lauslega samantekt á þessu og reiknað verð véla, birgða og hússins sjálfs. Tjónið er sjálfsagt ekki undir 40-45 milljónum króna„“ sagði Kristján Sigmundsson, framkvæmdastjóri Lystadúns- verksmiðjunnar. Verksmiðjan brann til kaldra kola á örskammri stundu á þriðju- dagsmorgun. „Mér sýnist sem húsinu verði alls ekki bjargað, enda hitnaði steypan mjög mikið," sagði Kristján. „Slökkviliðsmenn sögðu mér að hitinn í húsinu hefði farið upp í 800 gráður á celsíus. Við munum því strax fara að huga að einhverri bráðabirgðalausn á hús- næðisvandanum og kanna véla- kaup. Það er engan bilbug á okkur að finna og verksmiðjan rís aftur, svo mikið er víst,“ sagði Kristján Sigmundsson. í miklu úrvali ásamt öðrum nýjum sum- arvörum. Laugavegi 66, Austurstræti 22, Glæsibæ. Umboðsmenn um land allt: Adam og Eva, Vestmannaeyjum. Báran, Grindavík. Fataval, Keflavík. Undin, Selfossi. Nína, Akranesi. ísbjörninn, Borgarnesi. Tessa, Ólafsvik. Þórshamar, Stykkishólmi. Eplið, ísafirði. Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvamms- tanga. Sími 45800. Sparta, Sauðárkróki. Díana, Ólafsfirði. Mata Hari, Akureyri. Garðarshólmi, Húsavík. Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn. Nesbær, Neskaupstað. Skógar, Egilsstöðum. Viðarsbúð, Fáskrúðsfirð*.. Hornabær, Höfn Hornafirði. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. Ylfa, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.