Morgunblaðið - 14.05.1987, Síða 3

Morgunblaðið - 14.05.1987, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 3 Morgunblaðið/Kr. Ben. Lax blóðgaður við eldiskerin hjá íslandslaxi. Signijón Þórhallsson heldur á tveimur fiskum. Grindavík: Slátrun hafin hjá íslandslaxi Fyrsti farmurinn verður sendur á markað í Englandi og Frakklandi Gríndavík. SLÁTRUN hófst í gær hjá íslandslaxi hf. í Grindavík, er slátrað var þremur tonnum af eldislaxi. Laxinn er slægður og frágengin til útflutnings hjá Gullvík hf. Að sögn Siguijóns Þórhallssonar, verkstjóra á útisvæðinu hjá íslands- laxi hf., gekk slátrunin skínandi vel. Þessi fyrsti farmur fer ferskur á markað í Englandi og Frakk- landi. Á næstu vikum verður síðan slátrað tvisvar í viku og reynslu- sendingar fara til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Bandaríkjanna. Markaðsverð er talið mjög gott í þessum löndum um þessar mundir. „Við munum svo draga úr slátrun í sumar þegar markaðurinn fyllist af hafbeitarlaxi, enda hrapar verðið vcnjulega þegar slíkt offramboð verður,“ sagði Siguijón. „Okkur liggur ekkert á að slátra, því við getum slátrað allt árið og stýrt framboðinu á þann tíma sem mark- aðurinn gefur besta verðið," sagði Siguijón einnig. Á þessu ári er áætlað að slátra um 300 tonnum af laxi, en ekki eru nema þijú ár síðan fyrsta skóflu- stungan að stöðinni var tekin, þannig að uppbyggingin hefur gengið hratt og áfallalaust fyrir sig. Hjá fyrirtækinu vinna nú um 20 manns og við slátrunina í Gullvík starfa 15 manns. Á þessu sést að fiskeldið er að auka atvinnuna í Grindavík svo um munar. Kr. Ben. Tjónið í Lysta- dún um 40-45 milljónir króna „ÉG hef verið að gera lauslega samantekt á þessu og reiknað verð véla, birgða og hússins sjálfs. Tjónið er sjálfsagt ekki undir 40-45 milljónum króna„“ sagði Kristján Sigmundsson, framkvæmdastjóri Lystadúns- verksmiðjunnar. Verksmiðjan brann til kaldra kola á örskammri stundu á þriðju- dagsmorgun. „Mér sýnist sem húsinu verði alls ekki bjargað, enda hitnaði steypan mjög mikið," sagði Kristján. „Slökkviliðsmenn sögðu mér að hitinn í húsinu hefði farið upp í 800 gráður á celsíus. Við munum því strax fara að huga að einhverri bráðabirgðalausn á hús- næðisvandanum og kanna véla- kaup. Það er engan bilbug á okkur að finna og verksmiðjan rís aftur, svo mikið er víst,“ sagði Kristján Sigmundsson. í miklu úrvali ásamt öðrum nýjum sum- arvörum. Laugavegi 66, Austurstræti 22, Glæsibæ. Umboðsmenn um land allt: Adam og Eva, Vestmannaeyjum. Báran, Grindavík. Fataval, Keflavík. Undin, Selfossi. Nína, Akranesi. ísbjörninn, Borgarnesi. Tessa, Ólafsvik. Þórshamar, Stykkishólmi. Eplið, ísafirði. Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvamms- tanga. Sími 45800. Sparta, Sauðárkróki. Díana, Ólafsfirði. Mata Hari, Akureyri. Garðarshólmi, Húsavík. Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn. Nesbær, Neskaupstað. Skógar, Egilsstöðum. Viðarsbúð, Fáskrúðsfirð*.. Hornabær, Höfn Hornafirði. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. Ylfa, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.