Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 3. flokkur kvenna: Víkingur íslands- meistari VÍKINGUR varð íslandsmeistari í 3. flokki kvenna í handknattleik. Þær eru, efri röð frá vinstri: Þó- runn Þorvaldsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Kristín L. Bjarna- dóttir, Erna Aðalsteinsdóttir, Heiða Erlingsdóttir, Matthildur Hannesdóttir og Jóhanna Jóns- dóttir. Neðri röð frá vinstri: Gróa Másdóttir, Guölaug Jónsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Hjördís Guð- mundsdóttir, Halla María Helga- dóttir, Lísa Hjaltested, Helga Jónsdóttir og Inga Dagmar Karls- dóttir. Þjálfari liðsins var Inga Lára Þórisdóttir og liðsstjóri Sigr- ún Ólafsdóttir. 7\ V ' X f w f ^ mm • L ' ; j ' , VL 0% * J • Við útnefninguna hlaut Erna farandbikar sem fylgir titlinum, auk afsteypu af honum og var boðið upp á heljarmikla tertu, sem að sjálf- sögðu var sundlaugarlíkan. íþróttamaður ársins í Bolungarvík: Tíu ára sundmeistari ÍÞRÓTTAMAÐUR ársins 1986 var nýlega kjörinn í Bolungarvík og hlaut titilinn Erna Jónsdóttir, ung og efnileg sundkona á eltefta ári. Formaður íþróttaráðs, Víðir Bendiktsson lýsti kjörinu í hófi sem íþró ttaráð efni til í tilefni útnefning- unnar. Erna sló á siðasta ári hvert metið af öðru. Hún setti m.a. 15 (slandsmet í flokki hnáta og á reyndar öll íslandsmetin í þeim flokki. Að auki setti hún 41 Bolung- arvíkurmet á árinu og 38 Vest- fjarðamet. Þá sigraði Erna í báðum sínum greinum á aldursmeistara- móti íslands með miklum yfirburð- um og setti glæsileg íslandsmet. Hún hefur æft sund frá sjö ára aldri og æfir nú reglulega fjórum sinnum í viku. Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Kristjánsson? afhenti Ernu glæsi- legan farandbikar sem útnefning- unni fylgir, auk afsteypu af bikarnum og viðurkenningarskjal. Foreldrar Ernu eru Rannveig Snorradóttir og Jón Valgeir Guð- mundsson. Aðalfund- urFH AÐALFUNDUR knattspyrnudeild- ar FH verður haldinn í Gaflinum í Hafnarfirði föstudaginn 22. maí og hefst klukkan 20. Félagar eru kvattir til að fjölmenna. LEGO-meistari FYRIR skömmu sögðum við frá því að ungur Islendingur væri að gera það gott í knattspyrnunni í Svíðþjóð með liði sínu Bifröst. Nú hefur okkur borist mynd af kappanum sem heitir Tómas Róbertsson og látum við hana fljóta hér með. Tómas er fyrirliði síns flokks hjá Bifröst og fyrir stuttu unnu þeir mikið mót sem kallast LEGO-mót og fengu að launum veglegan bikar sem auðvitað var úr LEGO- kubbum. Með Tómasi á myndinni eru þjálfari hans og mótstjórinn. 70. þing USAH: Steinunn Snorradóttir íþróttamaður ársins Blönduósi. Ungmennasamband Austur- Húnvetninga (USAH), sem er 75 ára á þessu ári hólt sitt 70. hér- aðsþing fyrir skömmu, 47 fulltrú- ar áttu rétt á setu á þinginu. Mikil gróska var í fþróttastarf- semi USAH á sl. ári og þá einkum í frjálsum íþróttum. Valinn var íþróttamaður ársins 1986 og fyrir valinu varð ung frjálsíþróttakona Steinunn Snorradóttir á Blöndu- ósi. Nýr þáttur í starfsemi USAH var rekstur á sumarbúðum sl. vor á Reykjum f Hrútafirði ásamt Ungmennasambandi V-Húnvetn- inga og Héraðssambandi Strandamanna. er orðin ein af burðarliðum í frjálsí- þróttaliði USAH þrátt fyrir ungan aldur. Hefur hún sýnt geysilegar framfarir í íþrótt sinni sem eru hlaupagreinar (100 m—1500 m) og er það fyrst og síðast vegna þess hve vel hún hefur æft.“ Á þessu þingi var ennfremur gengið frá skiptingu á lottótekjum milli USAH og aðildarfélaga þess og að sögn formanns USAH, Stefáns Hafsteinssonar, ríkti fullkomin samstaða um skiptingu lottótekn- anna. Nokkrir gestir ávörpuðu þetta afmælisþing USAH og árn- uðu Ungmennasambandinu heilla. Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, færði USAH forkunnarfagran bikar að gjöf frá UMFÍ, sem keppt skal um á komandi árum. Mörg verkefni bíða USAH á þessu ári og ber þar hæst þátttaka íþróttafólks úr Austur-Húnavatns- sýslu í landsmóti ungmennafélag- anna á Húsavík. Stjórn Ungmennasambands Austur- Húnvetninga skipa núna: Stefán Hafsteinsson, formaður, Kristinn Guðmundsson, Sigurður I. Guð- mundsson, Þorleifur Ingvarsson og Gunnar Richardsson. — Jón Sig. Það var 30. mars 1912 sem Ungmennasamband Austur-Hún- vetninga var formlega stofnað á Blönduósi. Það voru þeir Jón Kristófersson á Köldukinn og Níels Jónsson á Balaskarði sem boðuðu til undirbúningsfundar að stofnun USAH, en fyrstu stjórn sambands- ins skipuðu þeir Jón Pálmason, Akri, Hafsteinn Pétursson, Gunn- steinsstöðum og Ingibjörg Bene- diktsdóttir, Blönduósi. Það kom fram í reikningum USAH að stærsta tekjuöflunin væri Húnavakan, sem haldin er árlega. En hagnaður af henni á sl. ári var um 419 þús. Ennfremur eru styrkir frá sveitarfélögum, félögum og fyrirtækjum í Austur-Húna- vatnssýslu mikilvægir í rekstri USAH, en alls námu styrkir á sl. ári 595 þús. kr. Heildarvelta USAH á sl. ári var 1,3 milljónir kr. Stærsti útgjaldaliður USAH var rekstur frjálsíþróttadeildar, en alls fóru í þann lið 521 þús. kr. Einn er sá þáttur í starfsemi USAH, sem merkan má telja og gefur USAH nokkrar tekjur en það er útgáfa Húnavökuritsins. Útgáfa þess hófst árið 1961 og hefur Stefán Á. Jónsson frá Kagaðarhóli lengst af verið ritstjóri þess. Á þinginu var greint frá kjöri íþróttamanns ársins 1986. Fyrir valinu varð 15 ára frjálsíþróttakona, Steinunn Snorradóttir frá Blönduósi. í um- sögn með útnefningu íþrótta- manns árins 1986 segir: „Steinunn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.