Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAI 1987 29 Sorpprammi aft- ur til síns heima Reuter Robert McFarlane ásamt konu sinni, Jondu, sem hefur verið honum til halds og trausts i yfirheyrslunum. New York, Reuter. PRAMMI með sorp frá New York um borð, sem siglt hefur verið fram og til baka um höfin í 51 dag, er nú á leið með farm sinn aftur til borgarinnar. Sex fylki í Bandaríkjunum og Mexikó og Belize neituðu að taka við ruslinu og má segja að þetta sé eitthvert fáránlegasta ferðalega, sem nokkru sinni hefur verið farið með hlass af úrgangi. Og Mexikan- ar sendu meira að ségja sjóher sinn á vettvang til að langþreyttir skip- verjar á sorpprammanum reyndu ekki að losna við farm sinn í skjóli myrkurs. En nú hafa yfirvöld í Islip á Long Island í New York samþykkt að taka við ruslinu aftur og verður það notað til landfyllingar þar sem það ekki mátti hafna áður. Bærinn þurfti samþykki frá yfirvöldum New York-fylki til að svo mætti verða og hefur ákveðið að krefja eigendur prammans um 124 þúsund dollara fyrir að fá að losna við rus- lið. Kaupsýslumaðurinn Lowell Harrelson á nú ruslið og hann er ekki beint ær af fögnuði um þessar mundir. Það kostar hann sex þús- und dollara á dag að halda ruslinu á floti. Austurrískir þingmenn hand- teknir í Búdapest McFarlane í yfirheyrslum Bandaríkjaþings: Reagan hvatti til að- stoðar við skæruliða Waahington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti hvatti oft aðstoðarmenn sína til að aðstoða skæruliða í Nicaragua á þeim tíma, sem það var bannað, og fékk regulega upplýsingar um hernaðaraðgerð- ir þeirra. Robert McFarlane, fyrrum öryggisráðgjafi, hélt þessu fram í gær við yfirheyrslur á Bandaríkjaþingi. Á þriðja degi yfirheyrslnanna yfir McFarlane sagðist hann telja, að fjárstuðningurinn við skæruliða og önnur aðstoð hefðu verið ólög- leg. Reagan hefði hins vegar oft hvatt hann sem yfírmann þjóðarör- yggisráðsins til að hjálpa skærulið- um án þess að útlista það nánar í hverju hjálpin ætti að vera fólgin. Þá kvaðst McFarlane margsinnis hafa gefið Reagan skýrslu um starf- semi skæruliðanna. Reagan hefur ávallt sagt, að hann hafi ekkert vitað um; að greiðslurnar fyrir vopnin til Irans hafi gengið til skæruliða í Nic- Kínverji vill aðeins klæði Adams Peking, Reuter. TVÍTUGUR Kínverji í Sichuan- héraði hefur aldrei í föt farið og gengur nakinn um í heimabæ sínum og skeytir engu um augna- gotur og hneykslissvip þeirra sera á vegi hans verða. Pilturinn hefur verið rannsakaður og greind hans mæld. Ekkert virðist athugavert við hann, nema hann er frábitinn því að vera í fötum. Hann hefur enga menntun hlotið vegna þess ekki hefur þótt stætt á þvi að hafa hann berstrípaðan í skólanum. Piltinum þykir skemmtilegast að leika sér við dýr og að lokum er tek- ið fram, að hann hafi aldrei orðið uppvís að neinu ósiðlegu athæfi. Fólk sem býr í bænum er löngu orðið vant því að pilturinn gangi um I adams- klæðum, en gestum í bænum bregður að sögn í brún þegar þeir koma þang- að í heimsókn. aragua eða að bandarískir embætt- ismenn hafi beðið erlendar ríkis- stjórnir að styðja þá. I yfirheyrslunum í fyrradag tók McFarlane upp hanskann fyrir Re- agan og Oliver North, fyrrum starfsmann þjóðaröryggisráðsins, og sagði, að honum sjálfum væri fyrst og fremst um að kenna. „Ég tel, að Reagan hafi í þessu máli öllu ávallt viljað fara að lögum, honum er ekki um að kenna hvern- ig að þessu var staðið. Ef einhver ber ábyrgðina þá er það ég sjálf- ur,“ sagði McFarlane og bar einnig blak af North, sem hann sagði trú- aðan mann, að vísu kannski full bókstafstrúaðan. Vínarborg, Reuter. NIU Austurríkismenn voru hand- teknir í Búdapest í gær fyrir að mótmæla umdeildri stíflugerð í Dóna. Meðal hinna handteknu voru þrír þingmenn úr Grænin- gjaflokknum. Tuttugu Austurríkismenn héldu til Búdapest til að mótmæla svoköll- uðum Nagymaros-Gabcikovo stíflu- framkvæmdunum, sem Ungveijar og Tékkar standa sameiginlega að. Dreyfðu þeir bæklingum um fram- kvæmdirnar og áhrif þeirra á umhverfið. í bæklingnum er því haldið fram að stjórn Austurríkis. flytji út umhverfísvandamál með því að aðstoða Ungveija við fram- kvæmdir, sem þeir segja að muni hafa ófyrirséða umhverfisröskun í Austurríki í för með sér. Austurríkismenn hafa lánað Ungveijum átta milljarða shillinga, jafnvirði 630 milljóna dollara, til framkvæmdanna. Ungverjar munu endurgreiða lánið að hluta með ra- forku. Umhverfissinnar í Ungveijalandi hafa lagst gegn framkvæmdunum, sem þeir segja muni valda miklu tjóni í lífríkinu, bæði á gróðri og dýralífi. Hafa þeir leitað ásjár hjá Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, en hún er formað- ur nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem lætur til sín taka umhverfis- og þróunarmál. Vilja þeir að nefndin beiti sér fyrir því að virkjunarframkvæmdimar verði stöðvaðar. Annar fékk brúðina Bahrein, Reuter. GIFTINGARathöfn í Saudi Arabiu á dögunum tók óvænta stefnu, þegar faðir brúðarinnar ákvað að gefa dóttur sína öðrum en fyrir- huguðum brúðguma. Ástæðan var sú, að brúðguminn varð seinn fyr- ir. Þegar hann kom til brúðkaups síns hafði vigslan þegar farið fram og hann hafði misst af kvon- fanginu í það sinnið. Tekið er fram að sá sem fékk stúlkunnar hafi verið boðsgestur í veizlunni, en hann hafði áður keppt við hinn „brúðgumann" um hylli stúlkunnar. Honum hafði verið neitað um hönd hennar, en boðið til veizl- unnar í sárabætur. Alþjóðaþing PEN: Rithöfundar deila um mál Nelsons Mandela Refsingar við skrifum ofarlega á baugi Lúganó, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarilara Morgunblaðsins. ALLS hundrað þrjátíu og sjö rithöfundar eru nú í haldi vegna skrifa sinna samkvæmt upplýsingum Michaels Scammel, form- anns fanganefndar PEN-samtakanna. Það er 67 rithöfundum færra en fyrir einu ári. Fjöldi fanga er mestur í Víetnam og þykir sérstaklega illa farið með fanga þar. „Þeir vega milli 30 og 40 kíló, verða að veiða sér rottur og mýs til að nærast. Með því að vekja þá á nóttunni og láta þá þylja texta, sem þeir hafa verið neyddir til að læra utanbókar, eru þeir heilaþvegnir. Og þeir fá ekki að hafa neitt samband við umheiminn. Við lítum ástandið í Víetnam mjög alvarlegum augum,“ sagði Scammel. Fimmtugasta ársþing alþjóða- samtaka rithöfunda stendur nú yfir í Sviss. Yfir 500 rithöfundar hvaðanæva úr heiminum eru skráðir til þátttöku í ráðstefnunni sem er haldin í fundahöllinni í Lúganó. Þeir eru samankomnir til að ræða stefnumál sambands- ins og flalla almennt um „Rithöf- unda og landamærabókmenntir". Fanganefndin gaf skýrslu í gær en friðarnefndin mun gera grein fyrir starfi sínu í dag. Umræðunni um fanga er þó ekki lokið. Skipt- ar skoðanir ríkja um hvort samtökin eigi að beita sér fyrir frelsi Wilson Mandela, sem er pólitískur fangi í Suður-Afríku. Fanganefndinni var falið á árs- þingi PEN í Hamborg í fyrra að kanna hvort samtökin ættu að hafa sömu afskipti af máli hans og þau hafa af mönnum, sem varpað hefur verið í fangelsi ein- vörðungu fyrir skrif sín. Scammel telur að þau eigi ekki að gera það þar sem Mandela hefur viðurkennt að hann hafi eftir langa umhugsun fallist á að ofbeldi gæti flýtt fyrir jafnrétti svartra í Suður-Afríku. „Samtök- in hafa ekki beitt sér fyrir frelsi slíkra fanga hingað til,“ sagði hann. „Eg tel að Mandela yrði slæmt fordæmi þótt hans mál sé að sjálfsögðu mjög sérstakt." PEN-félögunum í Afríku er sérs- taklega annt um mál Mandela og benda á að skrif hans stuðluðu einnig að handtöku hans. Fanganefnd PEN heldur skrá yfir alla þá sem eru handteknir fyir skrif sín, hvort sem um rithöf- unda, fréttamenn eða fræðimenn er að ræða. Þau reyna að fá fang- ana látna lausa eða aðstæður þeirra í fangelsum bættar með því að skrifa yfirvöldum og birta frásagnir af handtökunum opin- berlega. Þrýstingur þeirra hefur borið árangur, nóbelsverðlauna- hafinn Wole Soyinka var til dæmis látinn laus úr fangelsi í NSgeríu eftir að PEN tók mál hans að sér og skáldkona sem var látin laus og leyft að fara frá Sovétríkjunum í vetur sagði að þrýstingur PEN- samtakanna hefði hjálpað sér. Soyinka fékk ekki leyfi yfirvalda til að sækja þingið í Lúganó. Scammel fagnaði þróuninni í Sovétríkjunum og sagði að 46 rit- höfundar hefðu fengið frelsi þar á síðasta ári. En hann sagði að enn væru þó nokkrir í haldi og nefndi rithöfundinn Akhmetov sérstaklega, en hann er lokaður inni á geðveikrahæli. Thor Vilhjálmsson, forseti íslenska PEN-klúbbsins, er full- trúi íslands á alþjóðaþinginu. Hann var nýkominn út af lokuðum fundi um fangamálin þegar Morg- unblaðið náði tali af honum. „Eg verð svo hryggur þegar ég heyri þessar harmatölur," sagði hann. „Sem betur fer búa íslenskir rit- höfundar við þau forréttindi að mega segja og skrifa það sem þá lystir. íslenskir stjómmálamenn hafa ekki völd til að forsmá rithöf- unda nema í litlum mæli. Þeir geta ekki höggvið hausa." Hann sagði að PEN væri starfrækt til að hjálpa rithöfundum til að skrifa það sem þeim sýnist. „Samtökin tala máli mannúðar. Þau taka afstöðu með manneskjunni, mál- frelsi og friði. íslendingar hafa sama atkvæðarétt hér og aðrir og ég tel það drengskaparskyldu okkar að taka þátt í starfsem- inni. Við getum hjálpað öðrum skáldum.“ Thor taldi að PEN ætti að reyna að hjálpa Mandela. „Maðurinn er þjóðhetja," sagði hann. „Það væri ekki sbmt for- dæmi að hjálpa honum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.