Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
fltagsiittfftfrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Valddreifing eða
miðstýring á
vinnumarkaði?
að kom skýrt fram á aðal-
fundi Vinnuveitendasam-
bandsins í fyrradag, að
forystumenn atvinnurekenda
hafa miklar áhyggjur af þeirri
stefnu, sem kjarabarátta laun-
þega hefur verið að taka upp á
síðkastið. Gunnar J. Friðriks-
son, formaður VSÍ, sagði, að
það færðist sífellt í aukana að
kjaradeilur væru í raun inn-
byrðis barátta launþegahópa
um launahlutföll fremur en átök
um hlut fjármagns og launa.
Það sundurlyndi, sem for-
maður VSÍ er að tala um, snýr
einkum að opinberum starfs-
mönnum, en á síðari hluta
vetrar reyndi í fyrsta sinn á ný
lög um samnings- og verkfalls-
rétt þeirra. Ástæða er þó til að
ætla að þetta sundurlyndi, eða
sérhyggja sem sumir nefna svo,
muni innan skamms einnig ná
til verkalýðshreyfingarinnar. I
því sambandi má vitna til um-
mæla Ásmundar Stefánssonar,
forseta ASÍ, hér í blaðinu 6.
maí sl. „Nú virðist þessi stefna
[að gera heildarsamninga] eiga
undir högg að sækja,“ sagði
hann. „Það gæti farið svo að
við yrðum að víkja af þessari
braut í næstu kjarasamningum.
Þá mundum við ekki vinna sam-
an sem heild heldur mundu
einstök félög gera sérsamn-
inga.“
Því hefur verið haldið fram
hér í blaðinu, að hin nýju lög
um samningsrétt opinberra
starfsmanna séu skref í rétta
átt. Reynslan af kjaradeilunum
á síðustu vikum hefur hins veg-
ar leitt í ljós, að eigi þessi
nýskipan að ganga upp verður
að stíga skrefíð til fulls: færa
samningsvaldið frá fjármála-
ráðuneytinu til einstakra ríkis-
fyrirtækja. Hugmyndir
forystumanna atvinnurekenda
hníga í allt aðra átt. Þeir
minnast ekki á þennan kost,
heldur einblína á möguleika á
því að hefja miðstýringu samn-
ingsmála til vegs á ný. Gunnar
J. Friðriksson, formaður VSI,
lagði til í ræðu sinni á aðalfund-
inum, að ríkið og sveitarfélögin
stofnuðu eigið vinnumálasam-
band og kæmu fram sameinuð
gagnvart stéttarfélögum opin-
berra starfsmanna. Jafnframt
yrði nýju Iögunum um samn-
ingsrétt opinberra starfsmanna
breytt í þá átt að „knýja menn
til ábyrgari vinnubragða í
stærri hópum“ eins og það var
orðað. Loks varpaði formaður
VSÍ þeirri hugmynd fram, að
fjárveitinganefnd Alþingis færi
með samningsmál fyrir hönd
ríkisins í stað fjármálaráðherra,
þar sem varhugavert væri að
láta einn einstakling axla þá
feykilegu ábyrgð, sem fælist í
launasamningum við starfs-
menn ríkisins.
Það má vel vera að það geti
verið skynsamlegt, að ríkið og
sveitarfélögin myndi með sér
sérstakt vinnumálasamband
eins og tíðkast í nágrannalönd-
unum. En það er ekki skynsam-
legt, að fela fjárveitinganefnd
Alþingis að vera í forsvari fyrir
ríkið í samningsmálum. Hennar
hlutverk er, lögum og eðli rháls-
ins samkvæmt, allt annað.
Raunar er kynlegt að forystu-
menn atvinnurekenda skuli
stinga upp á þessu í fullri al-
vöru. Halda þeir virkilega að
það yrði meiri friður um samn-
ingsmálin með þeim hætti? Eða
meiri líkur á því að ákvarðanir
væru teknar á grundvelli hags-
muna ríkis og þjóðarbús? Ef svo
er ættu þeir að kynna sér betur
umræður um fjárlög á Alþingi
og tillögur, sem þar koma fram
við fjárlagaafgreiðslu.
Það er rétt hjá forystu VSÍ
að það getur skapað margvísleg
vandamál, þegar verkfalls- og
samningsréttur er í höndum
margra og ólíkra stéttarfélaga,
ekki síst ef þau eru í innbyrðis
baráttu, eins og fullyrt er. En
það er ekki tilviljun, að sú hef-
ur orðið reyndin hvað opinbera
starfsmenn áhrærir, og að í
sömu átt virðist stefna með al-
menna launþega. Þetta er
einfaldlega krafa launþega
vegna óánægju með hlutskipti
sitt. Heildarsamningar hafa
vissulega leitt margt gott af
sér, en þeir verða ekki neyddir
upp á launþega, hvorki á vett-
vangi hins opinbera né á
almennum vinnumarkaði.
Skynsamlegustu viðbrögðin
virðast því að fara leiðioa á
enda: dreifa valdi og fjárhags-
legri ábyrgð með því að færa
samningsvaldið til einstakra
fyrirtækja eða fyrirtækjasam-
banda, þ. á m. einstakra ríkis-
fyrirtækja.
ísland var friðlýí
22 ár, síðan hern
eftir Benedikt
Gröndal
Ekki verður sagt, að alþingis-
kosningarnar hafi snúist um
utanríkis- og vamarstefnu þjóðar-
innar sem aðalmál nú frekar en í
12 þingkosningum, sem fram hafa
farið síðan ísland gekk í Atlants-
hafsbandalagið 1949. Er athyglis-
vert, að þjóðin skuli aldrei hafa
gert þessi mál að meginefni kosn-
inga, þótt vissulega hafi verið um
þau deilt. Fólkið hlýtur að skilja
undir niðri, að stefnan í utanríkis-
og vamarmálum byggist á land-
fræðilegri stöðu íslands og öðrum
ytri aðstæðum, sem ekki tjáir að
deila um.
Nokkrir frambjóðendur nefndu
þessi mál, og sumir andstæðingar
vamarstefnunnar sögðust vilja
„friðlýsa ísland". Hefur það orðalag
lítt verið notað um langt skeið, en
birtist nú aftur, og eru það líklega
áhrif frá umræðu um kjamorkufrið-
un Norðurlanda. Er þetta snotur
áróður, því „friðlýsing“ er svo góð-
látlegt orð, að erfitt er að snúast
gegn því.
En hvað þýðir „friðlýsing ís-
lands"?
Ef leitað er í sögu og þjóðarrétti
kemst „friðlýsing“ næst því, sem á
ensku er kallað „neutralization".
Það orð er notað, þegar þjóðir eða
alþjóðastofnanir lýsa yfir, að tiltek-
in svæði séu hlutlaus og vamarlaus.
Er þetta ekki gert um sjálfstæð ríki,
en sem dæmi má nefna Korfu,
Álandseyjar og Svalbarða. Korfu
var losuð frá Grikklandi 1863 og
friðlýst á þennan hátt. Eftir
Krímstríðið 1856 varRússum bann-
að að víggirða Álandseyjar. Þegar
Þjóðabandalagið úrskurðaði 1921,
að eyjarnar skyldu heyra til Finn-
landi en ekki Svíþjóð, var aftur
bannað að víggirða þær. Þetta bann
brutu Finnar, þegar Sovétríkin réð-
ust á þá og Vetrarstríðið hófst.
Friðlýsingin var endumýjuð í samn-
ingum sigurvegaranna við Finna
1947 og gildir enn. Svalbarði hlaut
sérstöðu með samningum níu ríkja
1920, og fengu Noregur og Sov-
étríkin bækistöðvar til kolanáms,
en vígbúnaður var bannaður.
Varla getur þetta verið sú „frið-
lýsing", sem hugsuð er fyrir ísland.
Benedikt Gröndal
„Hið ágæta orð „frið-
lýsing“ er því aðeins
nýjar umbúðir um þá
gömlu stefnu hlutleys-
ið, sem Islendingar
þekkja af eigin reynslu
og hafa hafnað svo
rækilega, að það hefur
lítið verið nefnt í um-
ræðum um árabil.
ísland var „friðlýst“ í
22 ár, frá 1918 til 1940,
en þá hernumið.“
Önnur ríki ráða málunum, en frið-
lýstu svæðin eru að engu spurð.
Kemur þá ekki annað til greina
en að „friðlýsing" sú, sem nú er
talað um, merki hlutleysisyfirlýs-
ingu, sem gæti verið ævarandi eins
og í Sambandslögunum 1918 og
með tilkynningu um, að landið sé
varnarlaust.
Hið ágæta orð „friðlýsing“ er því
aðeins nýjar umbúðir um þá gömlu
stefnu hlutleysið, sem íslendingar
þekkja af eigin reynslu og hafa
hafnað svo rækilega, að það hefur
lítið verið nefnt í umræðum um
árabil. ísland var „friðlýst" í 22 ár,
frá 1918 til 1940, en þá hemumið.
Þjóðin sagði sjálf skilið við hlutleys-
isstefnuna með samningunum við
Bandaríkin árið 1941 og hefur aldr-
ei tekið hana upp aftur.
Blómaskeið hlutleysis í samskipt-
um þjóða var 19. öld fram að fyrri
heimsstyijöldinni 1914. Á Vínar-
fundinum eftir Napóleonsstyijald-
imar var lýst yfir ævarandi hlutleysi
Sviss, sem hefur staðist af því að
landið er fíallavirki. Árið 1839 lýstu
stórveldin yfir ævarandi hlutleysi
Belgíu, sem brást í báðum heims-
styijöldum af því að landið er í
þjóðbraut. Þessi tvö dæmi sanna
þá reglu, að hlutleysi dugir, ef land-
fræðilegar og pólitískar aðstæður
eru réttar, annars ekki. Yfirlýsing
um hlutleysi hefur aldrei gagnað
neinni þjóð, ef land hennar skipti
verulegu máli fyrir önnur ríki á
ófriðartímum. Hið eina, sem getur
hindrað slík örlög, em öflugar vam-
ir hins hlutlausa ríkis, og gilti það
til dæmis um Svíþjóð í síðustu
heimsstyijöld.
Eftirfarandi ríki í Evrópu vom
hlutlaus í upphafi síðustu heims-
styijaldar, en vora samt hernumin:
Belgía, Holland, Lúxemborg, Nor-
egur, Danmörk, ísland, Júgóslavía,
Finnland, Eistland, Lettland og Lit-
haugaland. Aðeins Finnland og
Júgóslavía era nú aftur hlutlaus.
Eistland, Lettland og Lithaugaland
hafa ekki endurheimt sjálfstæði
sitt, hvað þá hlutleysi. Hin löndin
era í Atlantshafsbandalaginu.
Eftir síðari ófriðinn veittu sigur-
vegaramir Austurríki frelsi 1955
með því skilyrði, að það skyldi vera
hlutlaust — og veija hlutleysi sitt.
Þá hefur fjöldi nýfijálsra ríkja í
þriðja heiminum valið sér hlutleysi
að utanríkisstefnu. Þau hafa ekki
átt kost á öðra, en hafa á þennan
hátt lýst yfír, að þau stæðu utan
við bandalög austurs og vesturs.
Hlutleysið hefur þó ekki veitt þeim
neina vörn gegn árásum eða átök-
um við önnur ríki, sem mikið hefur
verið um í þriðja heiminum.
Þegar íslendingar gerðu upp við
sig, að frelsisbaráttan stefndi að
fullkomnum skilnaði við Dani,
beindist athygli þeirra að því vanda-
máli, hvemig tryggja mætti öryggi
hins sjálfstæða íslands. í samræmi
við gang mála í Evrópu í þá tíð
Islandsferð fyrir leikni í fi
Morgunblaðið/Sverrir
Ralph Burns í hópi áhugasams fiskverkafólks í Granda hf.
BEZTI fiskskurðarmaður veit-
ingahúsakeðjunnar Long John
Silver’s í Bandaríkjunum, Ralph
Burns, heimsótti ísland í líðandi
viku. Hann var hér í boði Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna
og Coldwater eftir af hafa unn-
ið sigur í árlegri keppni starfs-
fólks veitingahúsanna um
titilinn „bezti fiskskurðarmað-
urinn“. Ralp notaði tækifærið
og sýndi listir sínar meðal ann-
ars í Granda hf. þar sem hann
skar fryst þorskflök niður í
stykki, sem öll voru svipuð að
þyngd.
Um 1.400 veitingastaðir bera
nafn Long John Silver’s og nýtur
fiskskurðarkeppnin mikilla vin-
sælda meðal stafsfólksins, sem
skiptir tugum þúsunda. Keppnin
er í fímm þrepum og miðast hið
neðsta við viðkomandi bæjarfélag
en hið efsta spannar öll Banda-
ríkin. Keppendur þurfa að skera
61 stykki úr 10 pundum af ísienzk-
um þorski úr fimm punda pakkn-
ingum, þannig að nýting verði
fullkomin, hvert stykki hæfí mat-
seðlinum og útlitið sé fyrsta flokks.
Sigurvegarinn að þessu sinni,
Ralph Bums, er 23 ára háskóla-