Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 21 það að vera slegin utan undir af föður mínum. Og ekki bar honum, heldur máttu bræður hans líka löðr- unga mig. Þeir höfðu eins mikinn rétt yfír mér og faðir minn og þurftu ekki hans leyfi til að berja mig. ítalska fjölskyldan er stór— fjölskylda og það sem er yndislegt við hana, er að ég fékk ekki bara barsmíðar og ruddaskap frá föður- bræðrum mínum. Ég fékk líka ást þeirra og umhyggju. Italir eru svo jarðbundnir og blátt áfram að það er sama hversu mikið þeir berja bömin sín, það verður aldrei eins mikið og þeir elska þau. Þeir fela ekkert fyrir bömum. Lífsskoðun þeirra er mjög einföld, það verður að takast á við allar hliðar lífsins, þegar, og eins og þær koma fyrir. Það er svo ólíkt íslend- ingum, sem meðhöndla sín böm eins og viðkvæman, óborganlegan krystal. Maður heyrir fólk segja, „0 aumingja bamið, ekki láta bar- nið heyra þetta, ekki snerta bamið," og árangurinn af þessu er að íslenskir krakkar eru óstjómlega frekir og uppivöðslusamir. Þessi böm eig^a erfitt með að takast á við lífíð þegar þau verða fullorðin, því þeim hefur ekki verið kennt það. Þau em ofvemduð. Bemskan er tíminn sem maður hefur til að læra að takast á við lífið. En þetta er útúrdúr hjá mér. Ég var að tala um fólkið mitt í Yon- kers. Veistu hvemig það komst allt þangað frá Lucania? Allir þorpsbúar söfnuðu peningum til að kaupa far handa ungu, sterku karlmönnunum í þorpinu. Þegar þeir komu til Bandaríkjanna, unnu þeir hörðum höndum og sendu peninga fyrir flugfari tii þeirra sem urðu eftir, þangað til næstum allri úr þorpinu vom fluttir og búnir að koma sér fyrir í Villow stræti. Ég skynjaði mátt og dýrð listar- innar í fyrsta skipti þegar ég var um sex ára gömul. Það var í tengsl- um við þessa kaþólsku kirkju. Einn daginn bankaði ég á dymar hjá nágranna okkar til að fá að horfa á sjónvarp. Við höfðum ekki sjón- varp þá. Þegar ég kom inn fékk ég áfall því ég sá nokkra af þessum ósnertanlegu dýrlingum úr kirkj- unni, standandi á eldhúsborðinu hans. Hann var listamaður og var að lagfæra líkneskin, slípa þau og mála. Þmmulostin, skildi ég að þetta var bara leir og málning. Galdurinn var af mannavöldum, maðurinn hafði fingur Guðs. Ég hætti að fara í kirkju. Þess í stað eyddi ég sunnudagsmomum í sólskininu bak við húsið mitt og starði á skordýr, tímunum saman. Ég lék mér ekki við önnur böm. Ég var svo upptekin af mínu eigin ímyndunarafli." Iinyndunarafl og myndlist. Nú vinnur þú klippimyndir, eða „col- lage“ eins og það er kallað. Maður hefur heyrt því fleygt að klippimyndir af þessari tegund séu frekar eitthvert dútl en myndlist. Það sé verið að nota annarra manna ljósmyndir í stað- inn fyrir að nota eigin ímyndun- arafl. Er eitthvað til i þessu? „Nei, ekkert. Collage er listgrein sem á sérstakt erindi við tuttugustu öldina. Reyndar er þetta ævagam- alt form og hefur mikið verið stundað í Austurlöndum. Fyrstu súrrealistamir, eins og Max Emst, notuðu collage til að hneyksla og til að gerbreyta stflnum. Og þegar hinn mikli málari, Matisse, átti skammt eftir ólifað sagði hann, „skærin geta framkallað meiri til- finningu en pensillinn." Mér finnst collage vera besta leiðin til að end- urspegla og vinna úr þróun íjölmiðl- unar sem nú á sér stað. Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á líf okkar í dag, þessvegna eigum við kannski mjög auðvelt með að skilja klippimyndir eins og ég hef verið að vinna. Fyrir mér er collage leiðin að „magískum" vemleika. Ljósmynd sýnir okkur eitt augnablik. Með því að sameina mörg slík augnablik, er hægt að skapa nýjar víddir og brúa bil í tíma og rúmi.“ Viðtal: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR Reykjavíkurhöfn fær dráttarbát til reynslu Fyrirhugað að kaupa 2 báta og selja Magna Reykjavíkurhöfn hefur fengið dráttarbát frá hollensku skipa- smíðastöðinni Damen til reynslu í 3 mánuði en fyrirhugað er að kaupa tvo nýja dráttarbáta. Bát- urinn, sem sjósettur var á þriðju- dag, er hér á einskonar kaupleigusamningi og gengur helmingurinn af leiguverðinu upp i kaupverð ef af kaupunum verður. Reykjavíkurhöfn stend- ur einnig til boða annar samskon- ar bátur og verður samanlagt kaupverð þeirra um 26 milljónir króna. Gunnar B. Guðmundsson hafnar- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að til stæði að endumýja dráttarbátaflotann en dráttarbát- amir Magni, Jötunn og Haki em orðnir 20-30 ára gamlir. Leigubát- urinn er aðeins minni en Magni eða um 16 metra langur og þarf minni áhöfn en hefur sama togkraft. Gunnar sagði að leitað hefði ver- ið eftir tilboðum í dráttarbáta víða í Evrópu og hefði Damenskipa- smíðastöðin fengið mjög jákvæða Morgunblaðið/Sverrir Dráttarbáturinn Salud sjósettur í Reykjavíkurhöfn. umsögn en stöðin hefur sérhæft sig í smíði dráttarbáta. Bátarnir tveir, sem Reykjavíkurhöfn hefur hug á, vom smíðaðir 1982 en hafa verið í eigu skipasmíðastöðvarinnar og notaðir þar eða leigðir út í sérverk- efni. Gert er ráð fyrir að hvor bátur kosti 640 þúsund gyllini eða um 13 milljónir króna. Fyrirhugað er að selja dráttar- bátinn Magna og hafa norskir aðilar þegar sýnt áhuga á að kaupa hann. ENN UEKKA ÞEIR AMERÍSKU Nú getum við boðið Ford Bronco II á frábæru verði frá kr. 983.000.- og þá er allur eftirfarandi búnaður innifalinn: * Byggður á grind * Vél 2 9 L V-6 m/tölvustýrðri innspýtingu og kveikju, 140 hö. * Aflhemlar, diskar að framan, skálar að aftan m/ABS læsi- vörn. * 5 gíra skipting m/yfirgír * Vökvastýri. * Tvílitur. * Krómaðir stuðarar. * Hjólbaröar P205/75R x 15 m/grófu mynstri. * Varahjólsfesting ásamt læs- ingu og hlíf. * Hvítar sportfelgur. * Skrautrönd á hlið. * Stórir útispeglar, krómaðir. * Vönduð innrétting m/tau- áklæði á sætum, teppi á gólfi. * Spegill á hægra sólskyggni. * Framdrifslokur. * Útvarp AM/FM stereo ásamt klukku (digital), 4 hátölurum, minni og sjáflleitun. * Snúningshraðamælir. * Skyggðar rúður. * Öryggisbelti í fram- og aftur- sætum. * Skipt aftursætisbak. * Þurrka, sprauta og afþíðing í afturrúðu. Fáeinir bílar fyrirliggjandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.