Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 45 2.500 miðar í happdrætti SKÍ NÚ stendur sem hæst sala á miðum í happdrætti Skíðasambands ís- lands, sem hleypt var af stokkun- um fyrr í vetur. Draga átti í happdrættinu 22. april sl., en vegna nálægðar við alþingiskosn- ingar og fleira, var ákveðið að fresta drætti til 20. maí nk. Gefnir eru út 2.500 miðar, sem hver kost- ar 1000 kr. og er aðeins dregið úr seldum miðum. Vinningar eru: Fiat Croma bifreið að verðmæti kr. 754 þúsund, ferða- vinningur frá ferðaskrifstofunni Samvinnuferðir Landsýn, að verð- mæti kr. 25.200, skíðabúnaður frá versluninni Útilíf, að verðmæti kr. 20 þúsund, vikudvöld í Kerlingarfjöll- um, að verðmæti kr. 18 þúsund og hljómtæki í bílinn frá Hljómbæ, að verðmæti kr. 18 þúsund. Fjárþörf Skíðasambandsins er gífurleg baaði vegna útbreiðslu- og fræðslumála og úthalds landsliða. Benda má á að skíðaíþróttin er ein íþrótta, sem er í þeirri aðstöðu að mega ekki selja aðgang að íþrótta- kappleikjum sínum. Miðar í happdrættinu eru seldir um land allt hjá öllum skíðafélögum og skíðaráðum. Skíðasamband ís- lands væntir þess að velunnarar íþróttarinnar bregðist vel við mála- leitan þessari, með því að kaupa miða. (F réttatilkynning.) Tveir íslandsmeistarar á skíðum, þeir Örnólfur Valdimarsson og Einar Ólafsson, ásamt vinningsbifreiðinni. Réfíur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Sagt var hér fyrrum: — Böl er búskapur, hryggð er hjúskapur, aumt er einlífið og að öllu er þó nokkuð. — Þessi svartsýnistónn virðist nokk- uð nútímaiegur, enda er fátt mönnum nýtt íþessum efnum. Jafn- vel verðbóigan og hratt hrun krónunnar, sem nú setur alla heimil- isreikninga úr skorðum, er einnig' gamalkunnugt vandamái Nú, við höfum ekki yfir miklu að kvarta á meðan enn veiðist fiskur við landið. Við bjóðum því í dag upp á frábæra Smálúðu ofnbakaða með krydd- jurtabráð 800 gr—1 kg smálúða salt og hveiti 40 gr smjörlíki lhi sítróna */2 bolli vatn 1 tsk. worcestershire-sósa 'A tsk. hvítlauksduft 'A tsk. laukduft V4 tsk. múskat 1 tsk. kartöflumjöl 3 matsk. vatn 1 matsk. fínsneiddar möndlur malaður pipar 1. Ofninn er hitaður í 225 gráður. Smálúðan er hreinsuð og þerruð vel og uggar gjaman klipptir af. 2. Lúðan er síðan skorin í 5 stykki. Ristur er ca. 5 sm langur skurður á ská rétt aðeins í gegnum roðið þar sem fiskurinn er þykkastur og síðan annar skurður þvert á hinn eða í kross. Þetta er gert við hvert stykki á báðum hliðum. 3. Álþynna er sett á plötu. Salti er stráð á fiskstykkin og þau síðan hrist með hveiti þannig að þau fái léttan hveitihjúp. Auðveldast er að setja hveiti í plastpoka og hrista fiskinn með hveitinu í pok- anum. Hveitihjúpurinn kemur í veg fyrir að roðið harðni og springi við bökun. 4. Fiskstykkjunum er síðan raðað saman aftur á álklædda pönnuna og er álið lagt létt að fiskinum þannig að það myndi einskonar fiskmót. Fiskurinn er síðan settur inn í heitan ofninn. 5. Smjörlíkið er brætt, safa úr V2 sítrónu er bætt út í smjörlíkið og feitinni síðan hellt yfir fískstykk- in. Vatninu, >/2 bolla, er bætt út í og er fískurinn þannig bakaður eða soðinn í ofni í 10—15 mín. Soðinu er ausið yfír hann öðru hvom á suðutímanum. 6. Fiskurinn er síðan færður upp á fat og haldið heitum á meðan bráðin er útbúin. Soðið er mjög bragðgott og fyrir þá sem hafa einfaldan smekk nægir að jafna sósuna með kartöflumjölinu hrærðu út með vatninu, til að gera hana örlítið þykkari. En sælkerar, sem gjarnan dekra við bragðlauka sína, þeir hræra worcestershire-sósu, hvítlauks- dufti, laukdufti, múskati og kartöflumjöli með vatninu og jafna fisksoðið (notið pott) um leið og þeir bragðbæta það. Möndlunum bætt út í. Látið krauma í nokkrar mínútur og hrærið stöðugt í á meðan. Fiskstykkjunum er raðað á fat og þau skreytt með sítrónubátum (hin- um helmingnum af sítrónunni), tómötum og gúrkusneiðum ef til eru. Fiskurinn er síðan borinn fram með bráðinni og soðnum kartöflum. Verð á hráefni Smálúða 1 kg kr. 190,00 sítróna 15.00 kr. 205,00 _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.