Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 SMÁMYNDIR Veikko Myller: Smáskúlptúr 1982. Myndlist Bragi Ásgeirsson „Litlar stærðir" eða smáskúlpt- úrar frá norðrinu, nefnist sýning, sem þessa dagana prýðir anddyri Norræna hússins og Norræna myndlistarbandalagið stendur að. Það eru fimm myndlistarmenn, sem eiga verk á sýningunni og eru það Claes Hake frá Svíþjóð, Finn Hjortskov Jensen frá Dan- mörk, Veikko Myller frá Finn- landi, Michael O’Donnell frá Noregi og Ragna Róbertsdóttir frá íslandi. Er hér um farandsýn- ingu að ræða, sem Maaretta Jukkuri hefur valið en hinn nýi forstöðumaður norrænu menning- armiðstöðvarinnar í Svíaríki, Gertrud Sandqvist, er ábyrgur fyrir sýningarskrá, sem er einföld og handhæg. Skrifar frúin einnig formála. Hér mun um kynningarsýningu að ræða sem gengur á milli hinna ýmsu menningarstofnana á Norð- urlöndum og sem slík hefur hún vafalítið dijúgan tilgang. Lista- mennimir eru og óþekktir utan heimalanda sinna og flestir á svip- uðum aldri, fæddir 1945—50 — undantekning er þó Finn Hjorte- skov Jensen, sem fæddur er 1936, en hann hóf seint listnám og er þannig séð af sama árgangi. Það verður frekar lítið úr sýn- ingunni í hinu þunga anddyri Norræna hússins en slíkar sýning- ar þurfa helst sérstaka létta og lifandi umgerð til að njóta sín til fulls, og um leið góða lýsingu. Það felst engu síður fegurð og þokki í litlum skúlptúrum en hin- um stærri en það er öllu vanda- samara að láta þá litlu njóta sín í sama mæli og hina fyrirferðar- meiri en þó hefur maður séð glæsileg dæmi þess og þá helst á söfnum. Áhersla er þá lögð á sér- kenni hvers grips fyrir sig og að þau skili sér áreynslulaust til skoðandans. Þetta gera gripimir í anddyrinu ekki því að ef menn á annað borð taka sérstaklega eftir þeim þarf að leggja á sig nokkra skoðun til að vera með á nótunum. Af þeim sökum er erfitt að fjalla um þá nema á hreint Ragna Róbertsdóttir: Textíl- skúlptúr 1983. fræðilegan hátt, en slík skrif les enginn. En kynningargiidi slíkrar sýn- ingar er hafið yfir allan vafa þótt slíkt eitt sé ekki nóg. Vantar fyllingu í líf þítt? Sprungur í vegg lokast ekkí af sjálfu sér. Þaö veistu. Lausnarorðiö er Thorlte. EfniÖ sem fagmennírnír kalla demantssteypu. Harkan og endíngín — þú skilur. Thoríte viögerðarefnið hefur góða viðloöun. Þú notar það jafnt á gamla steypu sem nýja. Mótauppsláttur er óþarfur: eftir 40—60 mínútur er veggurinn þurr, sléttur og tilbúinn undir málningu. Iönaðarmenn þekkja Thorite af Iangri reynslu. Nú er komið aö þér. Thorite fæst í Iitlum og stórum umbúðum með íslenskum leiðbeiningum. Spuröu eftir Thorite í næstu byggingarvöruverslun. Þeír þekkja nafnið. 15 steinprýði Stangarhyl 7. s. 672777 Útsöfasta&lr: BYKO • B.B. Byggingarvðrur • Húsasmiðjan • Skapti, Akureyri • Málningarþjónustan, Akranesi • G.E. Saemundsson, ísafirði • Baldur Haraldsson, Sauðár- króki • Dropinn, Keflavík • Kaupfélag Vestmannaeyja • Kaupfélag A-Skaftfellinga, Homaflrði. Fjórar deildir í fé- lagi kvenna í fræðslu- störfum ÞING Landssambands Delta Kappa Gamraa, félags kvenna í fræðslustörfum, var haldið í Varmalandi í Borgarfirði 1.—3. maí sl. Innan þessara samtaka eru konur sem vinna að fræðslu- og menntamálum. Á íslandi starfa nú 4 deildir og var fjórða deildin stofnuð á hátíðarfundi í Varmalandi. Tíu ár eru liðin frá stofnun samtakanna á íslandi, en þau eru hluti af alþjóðasam- tökum kvenna. Meginverkefni samtakanna er að styrkja konur til framhaldsnáms, og hafa nokkrar islenskar konur hlotið slika námsstyrki. Gestur fundarins var dr. Theresa Fechek, framkvæmdastjóri frá að- alstöðvum í Austin í Texas. Á kvöldvöku á föstudagskvöldið kynntu konur úr Beta-deild á Akur- eyri verk listakonunnar Elísabetar Geirmundsdóttur, sem lifði og starf- aði á Akureyri. Sýndu þær lit- skyggnur af útskurði og höggmyndum eftir listakonuna en auk þess voru um 20 málverk eftir hana til sýnis þingdagana. Einnig voru flutt ljóð og lög eftir Elísa- betu. Aðalefni þingsins van Áhrif myndefnis á börn og unglinga. Framsöguerindi fluttu Þorbjöm Broddason dósent og Anna G. Magnúsdóttir. Spunnust miklar umræður út frá erindunum. Mynd- efni er svo sterkur áhrifavaldur í nútíma þjóðfélagi, að full ástæða er til að vekja uppalendur til um- hugsunar um hann. Mjmdbönd og myndefni ýmislegt gefur ótæmandi möguleika í kennslu. Á hinn bóginn vekur hið gífurlega flóð myndefnis sem hellist yfir böm og ungmenni ugg í bijósti margra, og töldu þing- fulltrúar rétt að beina því til for- eldra og forráðamanna bama að þeir fylgdust eftir megni með því myndefni, sem böm þeirra horfa á og ræddu efni myndanna við böm sín. Fráfarandi forseti samtakanna er Pálína Jónsdóttir, Kópavogi, en forseti til næstu tveggja ára var kjörin Sjöfn Sigurbjömsdóttir, Reykjavík. Aðrar í stjóm em: Jó- hanna Þorsteinsdóttir, Akureyri, Jenny Karlsdóttir, Akureyri, Gerður G. Óskarsdóttir, Reykjavík og Sig- rún Klara Hannesdóttir, Reykjavík. (Fréttatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.