Morgunblaðið - 14.05.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 14.05.1987, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 SMÁMYNDIR Veikko Myller: Smáskúlptúr 1982. Myndlist Bragi Ásgeirsson „Litlar stærðir" eða smáskúlpt- úrar frá norðrinu, nefnist sýning, sem þessa dagana prýðir anddyri Norræna hússins og Norræna myndlistarbandalagið stendur að. Það eru fimm myndlistarmenn, sem eiga verk á sýningunni og eru það Claes Hake frá Svíþjóð, Finn Hjortskov Jensen frá Dan- mörk, Veikko Myller frá Finn- landi, Michael O’Donnell frá Noregi og Ragna Róbertsdóttir frá íslandi. Er hér um farandsýn- ingu að ræða, sem Maaretta Jukkuri hefur valið en hinn nýi forstöðumaður norrænu menning- armiðstöðvarinnar í Svíaríki, Gertrud Sandqvist, er ábyrgur fyrir sýningarskrá, sem er einföld og handhæg. Skrifar frúin einnig formála. Hér mun um kynningarsýningu að ræða sem gengur á milli hinna ýmsu menningarstofnana á Norð- urlöndum og sem slík hefur hún vafalítið dijúgan tilgang. Lista- mennimir eru og óþekktir utan heimalanda sinna og flestir á svip- uðum aldri, fæddir 1945—50 — undantekning er þó Finn Hjorte- skov Jensen, sem fæddur er 1936, en hann hóf seint listnám og er þannig séð af sama árgangi. Það verður frekar lítið úr sýn- ingunni í hinu þunga anddyri Norræna hússins en slíkar sýning- ar þurfa helst sérstaka létta og lifandi umgerð til að njóta sín til fulls, og um leið góða lýsingu. Það felst engu síður fegurð og þokki í litlum skúlptúrum en hin- um stærri en það er öllu vanda- samara að láta þá litlu njóta sín í sama mæli og hina fyrirferðar- meiri en þó hefur maður séð glæsileg dæmi þess og þá helst á söfnum. Áhersla er þá lögð á sér- kenni hvers grips fyrir sig og að þau skili sér áreynslulaust til skoðandans. Þetta gera gripimir í anddyrinu ekki því að ef menn á annað borð taka sérstaklega eftir þeim þarf að leggja á sig nokkra skoðun til að vera með á nótunum. Af þeim sökum er erfitt að fjalla um þá nema á hreint Ragna Róbertsdóttir: Textíl- skúlptúr 1983. fræðilegan hátt, en slík skrif les enginn. En kynningargiidi slíkrar sýn- ingar er hafið yfir allan vafa þótt slíkt eitt sé ekki nóg. Vantar fyllingu í líf þítt? Sprungur í vegg lokast ekkí af sjálfu sér. Þaö veistu. Lausnarorðiö er Thorlte. EfniÖ sem fagmennírnír kalla demantssteypu. Harkan og endíngín — þú skilur. Thoríte viögerðarefnið hefur góða viðloöun. Þú notar það jafnt á gamla steypu sem nýja. Mótauppsláttur er óþarfur: eftir 40—60 mínútur er veggurinn þurr, sléttur og tilbúinn undir málningu. Iönaðarmenn þekkja Thorite af Iangri reynslu. Nú er komið aö þér. Thorite fæst í Iitlum og stórum umbúðum með íslenskum leiðbeiningum. Spuröu eftir Thorite í næstu byggingarvöruverslun. Þeír þekkja nafnið. 15 steinprýði Stangarhyl 7. s. 672777 Útsöfasta&lr: BYKO • B.B. Byggingarvðrur • Húsasmiðjan • Skapti, Akureyri • Málningarþjónustan, Akranesi • G.E. Saemundsson, ísafirði • Baldur Haraldsson, Sauðár- króki • Dropinn, Keflavík • Kaupfélag Vestmannaeyja • Kaupfélag A-Skaftfellinga, Homaflrði. Fjórar deildir í fé- lagi kvenna í fræðslu- störfum ÞING Landssambands Delta Kappa Gamraa, félags kvenna í fræðslustörfum, var haldið í Varmalandi í Borgarfirði 1.—3. maí sl. Innan þessara samtaka eru konur sem vinna að fræðslu- og menntamálum. Á íslandi starfa nú 4 deildir og var fjórða deildin stofnuð á hátíðarfundi í Varmalandi. Tíu ár eru liðin frá stofnun samtakanna á íslandi, en þau eru hluti af alþjóðasam- tökum kvenna. Meginverkefni samtakanna er að styrkja konur til framhaldsnáms, og hafa nokkrar islenskar konur hlotið slika námsstyrki. Gestur fundarins var dr. Theresa Fechek, framkvæmdastjóri frá að- alstöðvum í Austin í Texas. Á kvöldvöku á föstudagskvöldið kynntu konur úr Beta-deild á Akur- eyri verk listakonunnar Elísabetar Geirmundsdóttur, sem lifði og starf- aði á Akureyri. Sýndu þær lit- skyggnur af útskurði og höggmyndum eftir listakonuna en auk þess voru um 20 málverk eftir hana til sýnis þingdagana. Einnig voru flutt ljóð og lög eftir Elísa- betu. Aðalefni þingsins van Áhrif myndefnis á börn og unglinga. Framsöguerindi fluttu Þorbjöm Broddason dósent og Anna G. Magnúsdóttir. Spunnust miklar umræður út frá erindunum. Mynd- efni er svo sterkur áhrifavaldur í nútíma þjóðfélagi, að full ástæða er til að vekja uppalendur til um- hugsunar um hann. Mjmdbönd og myndefni ýmislegt gefur ótæmandi möguleika í kennslu. Á hinn bóginn vekur hið gífurlega flóð myndefnis sem hellist yfir böm og ungmenni ugg í bijósti margra, og töldu þing- fulltrúar rétt að beina því til for- eldra og forráðamanna bama að þeir fylgdust eftir megni með því myndefni, sem böm þeirra horfa á og ræddu efni myndanna við böm sín. Fráfarandi forseti samtakanna er Pálína Jónsdóttir, Kópavogi, en forseti til næstu tveggja ára var kjörin Sjöfn Sigurbjömsdóttir, Reykjavík. Aðrar í stjóm em: Jó- hanna Þorsteinsdóttir, Akureyri, Jenny Karlsdóttir, Akureyri, Gerður G. Óskarsdóttir, Reykjavík og Sig- rún Klara Hannesdóttir, Reykjavík. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.