Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 Tónleikar GRAFÍK Gestir kvöldsins: Mamma var Rússi (EX-Fræbblar) Húsið opnar kl. 22. Hótel Borg í I1 i I 11 ■ iV* Mllll/'vU lil|.k i "" z# Nú er tækifærið. ’nidaisýnirM í kvöld kl. 21.30 rÖKIN#jlPk MODELS AMTOKIN sýna tískufatnað frá verzluninni BENTÍNU, Laugavegi 80. KASKÓ skemmtir. HÓTEL ESJU Guttenberg nær sér mun betur á strik í Lögregluskólaförsunum en í Vitnunum, þar sem hann fer með sitt fyrsta hlutverk utan gamanmyndar. ólíkt sínum fyrri og þó svo hann komist stórslysalaust frá sínu er það engin spuming að pilturinn er mun betur kominn í lögregluskóla- försunum og öðrum slíkum. Hann skaðar kannski ekki myndina en hann styrkir hana ekki. Vitnin er vel skrifuð og laglega gerð flétta og á auglýsingaplak- atinu er haldið fram að hún sé gerð í hefð spennumeistarans, (A. Hitch- cock). Það verður að teljast orðum aukið. Kvikmyndafrásögnin nær aldrei lengra en augað sér, öfugt við gamla meistarann sem einmitt var snillingur í að spila á ímyndun- arafl áhorfandans. í úlfakreppu viðhald sitt, Isabelle Hubbert, konu húsbóndans, heim til sín eftir veislu á skrifstofunni. í pásu þurfti hún endilega að kíkja út um svefn- herbergisgluggann og verða vitni að líkamsárás. Er hún sett í sam- band við röð morða sem framin hafa verið í borginni að undanfömu. Þó svo að Hubbert geti gefið greinargóðar lýsingar á ódæðis- manninum þá treystir hún sér ekki — stöðu sinnar vegna — að fletta samtímis ofanaf framhjáhaldinu svo þau koma sér saman um að það hafi verið Guttenberg sem vitni varð að árásinni. Og eftir að hafa fengið greinargóða lýsingu á mann- inum hefur hann samband við lögregluna. En Guttenberg tekst ekki að koma sökinni á mann sem augsýni- lega er morðinginn og fyrr en varir em böndin farin að berast að Gutt- enberg sjálfum. Að lokum er hann hundeltur af lögreglunni og hefur ekki í annað hús að venda en hjá Elizabeth McGovem, stúlkunni sem slapp úr höndum morðingjans. Sameiginlega leggja þau fyrir þau gildm. Nokkuð lunkin mynd en fer ró- lega í gang. Söguþráðurinn er heillegur, bæði hann og kvikmynda- takan, lýsingin, minna á „film noir“-myndir ijórða og fimmta ára- tugsins. Einkum samband Gutten- bergs og Hubbert hinnar frönsku, sem er einkar sannfærandi sem hið tælandi „flagð undir fögm skinni". Guttenberg fæst hér við hlutverk B*>^sbðeaT p\otosnoðat- » söngkonan He'ons'f^S sUcmmOr i JaW.GraV«^w Sæbjörn Valdimarsson VITNIN - THE BEDROOM WINDOW ☆ ☆ >/2 Leikstjóri og handrit: Curtis Hanson. Kvikmyndatökustjóri: Gil Taylor. Tónlist: Michael Shri- eve og Patrick Gleason. Aðalleik- endur: Steve Guttenberg, Elizabeth McGovern, Isabelle Hubbert, Paul Shenar, Carl Lumbly, Fredecrick Coffin. Bandarísk. DEG 1987. Kringumstæðumar hafa komið Steve Guttenberg í snúna klípu. Vandræðin byrjuðu er hann fór með Hin heimsfræga söngkona f fyrsta skipti á íslandi í dag kom hin heimsfræga söngkona Jaki Graham til landsins og skemmtir hún í EVRÓPU í fyrsta skipti í kvöld. Jaki Graham hefur á síðastliðnum þremur árum sungið fjölmörg lög sem komist hafa inn á langflesta vinsælda- lista í Evrópu. Pekktasta lag hennar er án efa ”Could It Be I’m Failing In Love”, sem hún söng ásamt David Grant árið 1985. Það lag sló í gegn víða um lönd og komst í efstu sæti vinsældalista um gervalla Evrópu. Jaki Graham kemur fram í kvöld kl. 23.30. Svo verða það bæjarins bestu plötu- snúðar sem sjá um tónlistina. Spakmœli helgarinnar: Gœfa fylgir djörfum. Fjölgar í Félagi framhaldsskóla AÐALFUNDUR Félags fram- haldsskóla var haldinn í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, laugardaginn 18. apríl síðaslið- inn. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var á fundinum fjallað um framkomið frumvarp mennta- málaráðherra um framhalds- skóla. Félag framhaldsskóla var stofn- að 29. október 1986 af 11 nemenda- félögum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu og var þetta því fyrsti aðalfundur félagsins. í skýrslu stjórnar FF, sem lögð var fram á fundinum, kom m.a. fram að nú hafa tvö nemendafélög til viðbótar gengið í félagið, Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands og Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðumesja. Þar kom einnig fram að á þessu fyrsta starfsári félagsins stórefldist allt samstarf á milli að- ildarfélaganna og er stofnun Útvarpsfélags framhaldsskólanema og rekstur Útrásar einna besta dæmið þar um. Eftirfarandi ályktun varðandi frumvarp til laga um framhalds- skóla var samþykkt samhljóða: „Þar sem menntamálaráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um framhaldsskóla, vill FF láta eftirfarandi álit sitt í ljós á frumvarpinu: 1) Félagið fagnar því að fram skuli vera komið frumvarp um heildarskipan framhaldsskóla en lýsir jafnframt yfir sárum vonbrigð- um sínum með margt af innihaldi frumvarpsins. 2) Félagið fagnar þeirri grund- vallarhugmynd frumvarpsins, að draga úr miðstýringu framhalds- skóla. Sú leið sem menntamálaráð- herra velur í frumvarpinu til þess ama, er hins vegar stórhættuleg og félagið lýsir fullri andstöðu sinni við hana. Hér er auðvitað átt við þá fáránlegu flokkspólitísku skóla- nefnd sem ráðherra vill fá í hendur stjóm hvers framhaldsskóla. Það að ætla að fela þremur mönnum, skipuðum af flokkunum, óháð þekk- ingu þeirra á skólamálum, vald til að ákvarða námsframboð, skóla- gjöld og ráðstöfun þeirra, sem og hlutdeild í ráðningu kennara og inntöku nemenda, er ekki eingöngu fáránlegt heldur felst i þessari skip- an mála atlaga að framhaldsskóla- kerfínu. Öllum áhrifum nemenda, kennara og starfsliðs skólanna er varpað fyrir róða og þau fengin í hendur utanaðkomandi aðilum. Fé- lagið heitir fullri andstöðu sinni við skólanefnd frumvarpsins og mun aldrei sætta sig við tilvist hennar. 3) Félagið fagnar þeirri stefnu frumvarpsins að innleiða áfanga- kerfíð í framhaldsskólana. Félagið bendir hins vegar á að með skil- greiningu fmmvarpsings á „nema“ og úthlutunarreglum þess á fjár- magni til skólanna, er vegið að þeirri grundvallarhugsjón áfanga- kerfisins að nemendur geti valið sér sinn eigin námshraða. Frumvarpið vegur einnig að jafnrétti til náms á verklegum brautum, með ákvæði þess um aukna þátttöku nemenda í efniskostnaði námsins. FF lýsir því einnig andstöðu sinni við þessi tvö ofangreindu atriði. 4) Félagið varar við þeirri ný- breytni frumvarpsins sem felst í möguleikum einstakra skóla til að setja ákveðnar lágmarkskröfur í einstökum fögum, við innritun í skólana. íslenskt menntakerfi þarf á allt öðru að haida en að sá draug- ur fortíðarinnar verði vakinn upp á ný. Félagið frábiður sér uppbygg- ingu menntakerfís þar sem til verða „tossa-skólar“ annars vegar og „úrvals-skólar" hins vegar. Við þurfum skólakerfi þar sem allir skólar eru opnir öllum. 5) Félagið fagnar því að nú skuli hafin umræða um framtíð fram- haldsskóla á íslandi. Stefnulaus mun framhaldsskólinn verða stöðn- un að bráð og því lýsir FF sig albúið til frekari umræðna um mál- efni hans á komandi misserum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.