Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 ÞÚSEM STRAUJAR GERÐTJ KRÖFUR! BELDRAY strauborðin eru fyrir þá sem strauja.Þaueruléttog meðfærilegog standast kröfur um góða aðstöðu fyrir þig, straujárnið og þvottinn. Þannig á gott strauborð að vera. BELDRAYstrauborðin fást íbúsáhaldaverslunum og kaupfélögum um landallt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON &CO HF SÍMI 24020 Förðunar námskeið Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunareru kennd á eins kvölds námskeiðum. AÖeins 10 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi persónulegatilsögn. Innritun og nánari upplýsingar í síma 19660 eftir kl. 10:00. Kristín Stefánsdóttir Snyrti-og föröunarfræðingur Laugavegi 27 ■ Sími 19660 I Kennari: Metsölublað á hverjum degi! Endurnýjun í forystu SUS eftir Benedikt Boga- son ogDavíð Stefánsson Störf og starfshættir Sambands ungra sjálfstæðismanna eru meðal þeirra þátta sem þurfa endurskoðun- ar við í kjölfar ósigurs Sjálfstæðis- flokksins í alþingiskosningunum. Þetta á jafnt við um málefnastarf, málflutning og félagsstarfið í einstök- um félögum og samtökum SUS. Það er eðlilegt og sjálfsagt að rannsókn eða úttekt fari fram á innri málum stjómmálaflokks eftir slíkt áfall sem úrslit kosninganna voru. Ungir sjálf- stæðismenn verða ekki síður en önnur samtök flokksins að líta í eigin barm og viðurkenna að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vitaskuld réði klofningsframboð Borgaraflokksins miklu um ósigur Sjálfstæðisflokksins en ástæðumar em fleiri. Það virðist sem trúnaðar- brestur hafi orðið milli flokksins og kjósenda. Málflutningur frambjóð- enda flokksins fékk ekki þann hljómgmnn meðal kjósenda sem ætl- að var. Miklu varðar að þama verði til trúnaðarsamband á nýjan leik. Ungir sjálfstæðismenn eiga mikið verk fyrir höndum í því sambandi þar sem þeir verða að höfða til yngri kjós- enda með mun árangursríkari hætti en tókst í þessum kosningum. Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna lækk- unar kosningaaldurs sem eykur vægi yngri kjósenda til mikilla muna. Svo vel vill til að í byijun septem- ber verður haldið þing Sambands ungra sjálfstæðismanna í Borgar- nesi. Það er því kjörið tækifæri að endurmeta stöðuna og skipuleggja nýja sókn á traustum gmnnni. Raunar hlýtur það að verða megin- þáttur starfs ungra sjálfstæðismanna í sumar að vinna að endurskoðun og tillögugerð sem síða verði tekin til afgreiðslu á þinginu í haust. En ung- ir sjálfstæðismenn mega ekki undir neinum kringumstæðum láta þar við sitja. Ekki er nóg að gera tillögur til úrbótít ef ekki er eftir þeim farið. Það verður því einnig að vanda vel til þeirra einstaklinga, karla og kvenna, sem veljast til forystu í sam- tökum ungra sjálfstæðismanna og þar verður að vera fólk sem getur höfðað til sem flestra. Benedikt Bogason „Einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi SUS er nú sem endra- nær að virkja sem flesta til stuðnings við hugsjónir sjálfstæðis- stefnunnar. Það verður því að huga vel að „ímynd“ samtakanna í augum ungs fólks þann- ig að sem flestum finnist að þar eigi þeir innangengt.“ Einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi SUS er nú sem endranær að virlqa sem flesta tii stuðnings við hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Það verður því að huga vel að „ímynd" samtakanna f augum ungs fólks þannig að sem flestum fínnist að þar eigi þeir innangengt. Við teljum nauðsynlegt að auka breiddina í forystusveitum Sjálfstæð- isflokksins ef hann á að standa undir nafni sem flokkur allra stétta. Davíð Stefánsson í öflugum samtökum á borð við SUS eru vitaskuld fjölmargir hæfí- leikamenn og konur, sem vel geta komið í foiystu samtakanna og unnið að þeirri endumýjun sem hlýtur að eiga sér stað í SUS á næstu misser- um. Það liggur ljóst fyrir að á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í Borgamesi í september verður kjör- inn nýr formaður í stað Vilhjálms Egilssonar. Við sem þetta ritum telj- um að Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi, hafí þá kosti til að bera sem nauðsyn- legir eru til að leiða þá baráttu sem framundan er hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hann er kennari að mennt og á einnig að baki þriggja ára framhaldsnám í opinberri stjóm- sýslu í bandarískum háskóla. Hann var á sínum tíma formaður Heim- daliar og framkvæmdastjóri full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna f Reykjavík. Á báðum þessum stöðum ávann hann sér mikið traust og virð- ingu. Við viljum skora á unga sjálf- stæðismenn um allt land að fylkja sér um Áma Sigfússon með hvatn- ingu til hans um að taka að sér formennsku Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Benedikt er stjórnarmaður í Heimdalli og Davíð er stjórnar- maðurSUS. URVAL AF ^ HEPRADEILD 7 ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.