Morgunblaðið - 20.05.1987, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
Þoka raskar flugi:
Fokker-vélar
Flugleiða
tepptust
úti á landi
Morgunblaðið/Svérrir
Fjölmenni var á fundinum i Foldaskóla í gærkvöldi
Húsnæðisvandi Foldaskóla:
Laus kennslustofa
sett á skólalóðina
Attundubekkingum ekið í aðra skóla
DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri,
lýsti því yfir á borgarafundi í
Foldaskóla í Grafarvogi í gær-
kvöldi, að húsnæðisvandi skólans
yrði leystur fyrir næsta vetur
með því að koma fyrir lausri
kennslustofu á lóð skólans og
með akstri nemenda í áttunda
bekk í aðra skóla í Reykjavík.
Hann sagði jafnframt, að öðrum
áfanga skólabyggingarinnar
yrði lokið fyrir haustið 1988.
Fundur þessi var haldinn á veg-
um íbúasamtaka Grafarvogs og
Foreldra- og kennarafélags Folda-
skóla vegna fyrirsjáanlegs hús-
næðisvanda skólans. Framsöguer-
indi héldu Guðmundur G.
Kristinsson, formaður íbúasamtaka
Grafarvogs og Amgrímur Jónsson,
skólastjóri Foldaskóla. Guðmundur
lýsti áhyggjum íbúa hverfisins
vegna þessa máls og krafðist þess,
að loforð borgaryfirvalda um einset-
inn skóla yrði efnt og lögbundinni
kennslu yrði fullnægt. Amgímur
Jónsson lýsti þróun fjölgunar nem-
enda skólans og hvemig horfur
væru. Hann sagði að hvorki væri
pláss fyrir áttunda bekk né fyrir
fjöigun í nokkrum árgöngum og
takmarka yrði kennslu í hannyrðum
og myndmennt.
Davíð Oddsson tók næst til máls
og sagði, að undanfarið hefði stað-
reyndum verið hallað og dökk mynd
máluð á vegginn. Hann sagði: „Ég
hef ekki lofað neinu, sem ég hef
ekki efnt, enda hentar það mér
ekki nú og hefur aldrei gert. Þess
vegna ætla ég ekki að lofa að öðrum
áfanga verði lokið í haust. Hús-
næðisvandi skólans, sem vissulega
er fyrir hendi og stafar af sveiflum
í byggingarhraða í hverfinu, verður
leystur í vetur með því, að komið
verður fyrir aukastofu á lóðinni til
að mæta „flóði“ í sumum ár-
göngum." Hann sagði ennfremur
að nemendum áttunda bekkjar yrði
ekið í aðra skóla í vetur. Davíð ítrek-
aði síðan að öðrum áfanga skólans
yrði lokið haustið 1988.
VERULEG röskun varð á flugi
í gær vegna þoku. Tvær vélar í
millilandaflugi gátu ekki lent og
innanlandsflug var í lágmarki.
Vegna þokunnar voru allar
Fokker-vélar Flugleiða tepptar
úti á landi í nótt.
Talsverð þoka lá mestan hluta
gærdagsins yfír suðvestur homi
landsins og raskaði flugi verulega.
Tvær vélar á leið frá Bandaríkjun-
um gátu ekki lent í gærmorgun og
millilentu þess í stað í Glasgow á
leið sinni til Luxemborgar. Milli-
landaflug komst svo í lag er leið á
daginn.
Vegna þokunnar voru flugskil-
yrði mjög slæm í Reykjavík. Flug-
leiðum tókst þó að fljúga á nokkra
staði, en með þeim afleiðingum að
engin Fokker-véla þeirra komst aft-
ur til Reykjavíkur. Þær voru því
allar tepptar úti á landi í nótt, þijár
á Akureyri, ein á Homafirði og ein
á Húsavík. Áframhaldandi þoku er
spáð á þessu svæði.
Morgunblaðið/Einar Falur
Frá verðlaunaafhendingunni í Atthagasal Hótel Sögu í gærkvöldi
Sex auglýsing-
ar verðlaunaðar
Von/Veritas skuldar
ÚRSLIT í samkeppni um athygl-
isverðustu auglýsingu árins 1986
voru tilkynnt í gærkvöldi, en það
voru íslenzki markaðsklúbbur-
inn og Samband íslenzkra
auglýsingastofa sem gengust
fyrir henni.
Fyrir athyglisverðasta dreifiritið
hlaut viðurkenningu auglýsingin
„Pure nature - high quality", fram-
leidd af Guðjóni Heiðari Pálssyni
fyrir lyfjafyrirtækið Metís. Fyrir
athyglisverðasta veggspjaldið var
valið „Nýtt líf í slöngunum", sem
auglýsingastofan Svona gerum við
gerði fyrir Skeljung. Athyglisverð-
asta tímaritsauglýsingin þótti
„Bacalao Islandia" framleidd af
auglýsingastofunni Octavo, fyrir
Sölusamband ísl. fiskframleiðenda.
Athyglisverðasta dagblaðaaug-
lýsingin var valin „Verðurðu sólar-
megin í sumar?", framleidd af
GBB-Auglýsingaþjónustunni hf.
fyrir Samvinnuferðir/Landsýn. At-
hyglisverðasta kvikmyndaða aug-
lýsingin þótti vera „Þú þarft að
vera viss“, óperuauglýsingin, sem
GBB-Auglýsingaþjónustan hf.
gerði fyrir Samvinnutryggingar.
Óvenjulegasta auglýsingin árið
1986 var valin „Valgeir og sölu-
skrifsjx)fan“, sjónvarpsauglýsing,
sem ÓSA gerði fyrir Flugleiðir.
Mokfiskirí
í Jökuldýpi
Margir fullyrða að þorskganga
frá Grænlandi sé þar á ferðinni
Grindavik.
VERTÍÐARHROTA er skollin á í Grindavík, en bátarnir, sem
enn eru á netum, lönduðu miklum afla í gær. Fiskurinn veidd-
ist vestur í djúpköntunum í Jökuldýpinu. Hrota þessi kemur
mönnum i opna skjöldu, því stór hluti fiskvinnslufólksins er
setztur á skólabekk vegna námskeiðahalds.
í gærmorgun var ljóst að vertíð maí eftir slakan vetur. Þó bjargar
væri hafin í Grindavík, þegar miklu að unglingar eru lausir úr
henni, samkvæmt almanakinu, skóla og þiggja vinnuna með
ætti að vera að ljúka. Hópsnes þökkum.
GK kom með 38 tonn, Kópur GK Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
35 tonn, Höfrungur IIGK 30 tonn rannsóknastofnunar, hafði heyrt
og nokkrir bátanna með á milli um þessa hrotu hjá bátunum og
20 og 30 tonn. Margir fullyrða, vildi gjaman kanna fískinn nánar
bæði sjómenn og fiskverkendur, með tilliti til þess hvort um þorsk
að hér sé Grænlandsþorskur á frá Grænlandi væri að ræða. Hann
ferðinni, enda hefur fiskurinn öll sendi tvo starfsmenn stofnunar-
einkenni hans, sem eru svört innar til Grindavíkur í gær, þá
himna á þunnildi, og að vera mjó- Þórð Viðarsson, líffræðing og
sleginn með dökka bletti í Magnús Stephensen, rannsóknar-
hnakkavöðva. mann, til að mæla og kvama
Erfíðleikar em hjá sumum fisk- þorsk. Þeir vildu sem minnst tjá
vinnslufyrirtækjunum að mæta sig um hvort þessi þorskur væri
þessum afla, þar sem los er kom- frá Grænlandi, en sögðu að það
ið á aðkomufólk og margt reyndar kæmi fljótlega í ljós, þegar kvam-
farið. Einnig er stór hluti heima- imar kæmu undir smásjána.
fólksins setztur á skólabekk vegna Uppistaða aflans út Hópsnes-
námskeiðahalds fyrir fiskvinnslu- inu og Höfmngi II var 70 til 80
fólk. Námskeiðin vom ákveðin sentimetra langur fiskur, hrygnd-
fyrir nokkm og óraði engan fyrir ur og sviljalaus.
því þá, að vertíð skylli á í endaðan — Kr. Ben.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Þórður Viðarsson og Magnús Stephensen skoða þorskinn.
35 milljónir króna
Eignir félagsins veðsettar fyrir um 46 milljónir króna
Frá Nils Jörgen Bruun, Kaupmannahöfn.
SJÚKRASTÖÐIN Von/Veritas á
Lálandi i Danmörku, sem rekin
er af íslendingum, skuldar mun
meira en þær 1—2 milljónir
danskra króna sem gefnar voru
upp þegar stöðin fékk greiðslu-
stöðvun fyrr í þessum mánuði.
Skuldir vegna rekstrar sjúkra-
stöðvarinnar nema um 6 milljón-
um danskra króna (um 35
milljónum íslenskra króna) og
fasteign stöðvarinnar, gamall
skóli sem hefur verið endur-
byggður, er veðsett fyrir 8
milljónir danskra króna (um 46
milljónir ísl. kr.) sem er mun
hærra verð en fengist fyrir húsið
á fasteignamarkaði.
Von/Veritas fékk greiðslustöðv-
un til 25. maí vegna skuldar við
iðnaðarmenn sem unnið höfðu við
að gera skólahúsið upp. Talan 6
milljónir er fengin úr bréfí sem
skiptaráðandi búsins, Mikael Lunöe,
hefur sent skuldareigendum Von/
Veritas. Vitnað er í þetta bréf í
dagblaðinu Ny_ dag, sem gefið er
út á Lálandi. í blaðinu eru einnig
upplýsingar um veðsetningu húss-
ins sem fengnar eru hjá þinglýsing-
arskrifstofunni þar.
Reykjavík:
Dagvistargjöld hækka
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum í gær 15% hækkun dag-
vistargjalda í borginni. Sam-
þykktin er byggð á tillögu
stjórnar Dagvista borgarinnar
um þessa hækkun tíl að vega upp
á móti hluta kostnaðarhækkana.
Hækkunin tekur gildi frá og með
fyrsta júní og er á bilinu 400 til
tæplega 1.000 kr.
Anna K. Jónsdóttir, formaður
stjómar Dagvista borgarinnar,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að rekstrarstaða Dagvistanna sýndi
talsverðan halla um þessar mundir,
um 30%, sem stafaði af ýmsum
kostnaðarhækkunum. Tillaga
stjómarinnar um 15% hækkun
byggðist á því, að borgin og foreldr-
ar bama í dagvistun skiptu áfram
kostnaði við reksturinn á milli sín.
Með þessu móti ykjust útgjöld borg-
arinnar að sama skapi og greiðenda
dagvistargjalda.