Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
Iceland Seafood Corporation:
Nýr samningnr við
Long John Silver’s
Verulegar verðhækkanir til framleiðenda hér heima
.. . í*—■
ICELAND Seafood, dótturfyrir-
tæki Sambandsins í Bandaríkjun-
um, hefur gengið frá samningi
við veitingahúsakeðjuna Long
John Silver’s um sölu á þorsk-
flökum. Samingurinn gildir frá
og með 1. júlí iiæstkomandi og
felur i sér hækkun á söluverði
til samræmis við markaðsverð.
Verð verður ennfremur endur-
skoðað á þriggja mánaða fresti.
Eysteinn. Helgason, forstjóri Ice-
land Seafood, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að með þessari
hækkun á þorskflakapakkningum,
6% hækkun á þorskblokk síðustu
vikur og öðrum hækkunum á fiski
í Bandaríkjunum, fengju framleið-
endur heima verulegar hækkanir á
framleiðslu sína. Þetta þýddi, að
Bandaríkjamarkaðurinn væri betur
settur í samkeppninni um fiskinn
og vonandi þýddi bætt afkoma
framleiðenda meiri framleiðslu fyrir
þennan markað.
Eysteinn sagði ennfremur, að nú
væri verð á þorskflökum til veit-
ingahúsanna orðið mjög hátt og
ætti nú eftir að reyna á það, hvort
þeim tækist að koma þessari verð-
hækkun til neytenda. Jafnframt
væri hætta á því, að þessir veitinga-
staðir leituðu eftir fiski af lakari
gæðum og ódýrari tegundum en
þorski. Það þýddi þá væntanlega
samdrátt í kaupum á íslenzkum
þorskflökum, sem vissulega væri
áhyggjuefni.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Snör handtök voru notuð við að
koma dekkinu á sinn stað og
lyftu nærstaddir bílnum upp með
handafli.
Dekkið f ór
undan bílnum
Keflavík.
UNGUR piltur sem ók bíl sínum
niður Hafnargötuna á dögunum,
átti sér einskis ills von þegar ann-
að afturdekkið losnaði undan
bilnum.
Bíll piltsins fór ekki lengra það
sinnið, en dekkið rúllaði áfram og
skall á öðrum bíl sem var að koma
út frá bensínstöð ESSO við Aðalstöð-
ina. Sá bíll var nýkominn úr sprautun
og urðu smávægilegar skemmdir á
honum. Menn sýndu snör handtök
við að koma dekkinu á sinn stað aft-
ur og gat ökumaður haldið ferð sinni
fljótlega áfram.
- BB.
Ástæður breyttrar afstöðu Borgaraflokksins til sljórnarþátttöku:
Ríkisstjórn með þátttöku
vinstri flokka yrði of dýr
- segirAlbert
Guðmundsson
ALBERT Guðmundsson formað-
ur þingflokks Borgaraflokksins
segir að ríkisstjórn með þátttöku
A-flokkanna og Kvennalista
verði landinu fyrirsjánlega allt
of dýr þar sem ríkissjóður standi
ekki undir þeim kröfum sem
þessir flokkar setja við stjórnar-
myndun. Því hafi Borgaraflokk-
urinn endurskoðað afstöðu sína
til veru í ríkisstjórn í samstarfi
við Sjálfstæðisflokk og Fram-
sóknarflokk.
Þingflokkur Borgaraflokksins
samþykkti á mánudag að falla frá
fyrri samþykktum um að flokkurinn
ætti að vera í stjórnarandstöðu og
lýsti sig reiðubúinn til að stuðla að
því að sú stjórn sem sat að völdum
á síðasta kjörtímabli starfi áfram.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Albert Guðmundsson að fyrri sam-
þykkt flokksins hefði verið gerð
með þeim fyrirvara að endurskoða
afstöðuna til stjómarþátttöku ef
þröf krefði. „Við teljum þörf á því
nú því við sjáum fyrir að núverandi
stjórnarkreppa gæti að öðrum kosti
orðið löng. Við sjáum einnig fyrir
að með núverandi halla á ríkis-
sjóði, sem ég tel að fari aldrei undir
5 milljörðum króna í lok ársins,
muni ríkissjóður ekki þola þær kröf-
ur sem vinstri flokkamir eru að
gera til stjómarþátttöku og það
setti landið alveg á hausinn.“ sagði
Albert.
Albert sagði ennfremur að eina
úrræðið væri að styðja þá ríkis-
stjóm sem hefur setið og sem muni
fyrst og fremst hugsa um að ná
hallanum niður og koma á jafn-
vægi. Borgaraflokkurinn væri því
með þessari samþykkt sinni að
gegna þeirri fmmskyldu sem hvíldi
á Alþingi og alþingismönnum að
stuðla að því að koma á starfhæfri
ríkisstjórn
Albert sagði aðspurður að aðrir
flokkar hefðu ekkert samband haft
við Borgaraflokkinn eftir áður-
nefnda samþykkt. Hins vegar hefði
fólkið á götunni lýst yfir ánægju
sinni við fulltrúa flokksins.
wmmmmmmm i ,) ... . imii ■
FACIT 9401
i
Já, það komast fáir í fótspor Facit.
Enn er Facit feti framar, nú með nýja ritvél. Sérfræðingar Facit
hafa hannað þessa afburða ritvél sem byggð er á langri hefð og
nýjustu tækni.
Líttu við því sjón er sögu ríkari. Við fullyrðum að verð og gæði
koma svo sannarlega á óvart.
Okkar þekking í þína þágu.
~
GISLI J. JOHNSEN SF.
Nýbýlavegi 16. Sími 641222
n
ERICSSON g
Information Systems