Morgunblaðið - 20.05.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 20.05.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAI 1987 7 MEÐAL EFNIS í KVÖLD n 20:20 ALLTIGANNI Háalvarlegur rabbþáttur með laufléttu ivafi. ÞórhallurSig- urðsson (Laddi) ogJúlíus Brjánsson taka á móti gestum sem leika við hvern sinn fingur svo og aðra likamshluta. ÁNÆSTUNNI ■ Hllllllllll 18:00 Flmmtudagur KNATTSPYRNA Umsjónarmaður er Heimir Karls- son. - .... 23:15 Föstudagur SJÚKRASAGA (The National Health). Lifiðá sjúkrahúsi einu ÍLondon gengur sinn vanagang. Sjúklingar hafa það helst fyrir stafni að skiptast á sjúkrasögum. Tilþess að lifga upp á tilveruna erdregin upp önnursaga þarsem sjúkrahúslífið | birtist í öðru Ijósi. STÖÐ2 fíjbÝ <fi %\&X K V<>' A uglýsingasími Stöðvar2 er67 30 30 Lyklllnn faard þúhjá Heimillstœkjum Heimilistæki hf| S:62 12 15 Ýmislegl í sigtinu hjá mér - segir Sigríður Ella Magnús- dóttir, óperu- söngkona „SKYLDUM mínum við Covent Garden-óperuna í London lýk- ur þann 1. júní næstkomandi, en það verður eftir sem áður nóg að gera,“ sagði Sigríður Ella Magnúsdóttir, óperusöng- kona, i samtali við Morgun- blaðið í gær. Hún kom til Islands um helgina til að syngja hlutverk Amneris í tveimur sýningum Aidu við íslensku óperuna og hélt aftur út í morg- un. Sigríður Ella sagðist fara í bytj- un júní til Frakklands til að syngja í tveimur konsertuppfærslum Aidu sem fluttar verða í 5.000 manna íþróttahöll. Fjögur hundr- uð manns munu taka þátt í flutningnum, sem fram fer 3. og 5. júní. Tenórinn í uppfærslunni verður Gary Lakes, sem kemur frá Metropolitan-óperunni. Sópr- aninn verður Alexandra Mark, sem sigraði meðal annars í Metro- poiitan-söngkeppninni nýverið. Þá mun Sigríður syngja í Requiem Verdis tvisvar sinnum í Bretlandi á næstunni, annað skiptið í Oxford og hitt skiptið í London. Hún mun einnig koma fram á Bach-hátíð í Frakklandi sem haldin verður í ágúst. Hún syngur þessa dagana hlutverk í Rakaranum frá Sevilla og hefur þegið hlutverk í Grímudansleik, sem settur verður upp í Frakk- landi í mars á næsta ári. „Það er margt í sigtinu hjá mér og þegar eru komnir punktar í bókina hjá mér fram í júlí á næsta ári — þetta er allt spuming um að velja og hafna. Ef ég hefði aðeins um sjálfa mig að hugsa, væri sjálf- sagt ýmislegt öðruvísi en nú í lífí Sigríður Ella Magnúsdóttir mínu. Ég á hinsvegar þrjú börn, sem ég verð að hugsa um jafn mikið og sjálfa mig.“ Sigríður sagðist búast við að eiga sitt heimili áfram í London. „Eg verð áfram þar sem vinnan er. London er mjög miðsvæðis svo þægilegt er að skjótast yfír á meginlandið til næstu landa eins og Frakklands og Belgíu. Bömin mín em öll byijuð í skóla í Lon- don, tvíburamir sjö ára og eitt átta ára.“ Sigríður sagðist líklega þurfa að skreppa til Islands aftur seinna í sumar þar sem hún ætlaði að syngja fjögur af lögum Gylfa Þ. Gíslasonar inn á hljómplötu, sem væri í bígerð. „Mér gekk mjög vel síðast þeg- ar ég var í Frakklandi og fékk góða gagnrýni. Ég fékk á mig stimpil fyrir að syngja á góðri frönsku í blöðunum. Eg er ekki altalandi á frönsku, en hef þó sungið mikið á frönsku að undanf- örnu og hafa gagnrýnendur verið mér mjög hliðhollir. Þeir sögðu mig ferska og kjötmikla í fyrra þegar ég söng hlutverk Dalílu í Frakklandi og nú fyrir skömmu sögðu þeir mig með holdlega rödd,“ sagði Sigríður Ella að lok- um. ★ ★ ★ Stórsýning Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Hæsta tilboð í veitinga- rekstur frá Gagni hf. HÆSTA tilboð í leigu á veit- ingarekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- velli var frá Gagni hf., 13.341.324 krónur á ári en lágmarksleiga var í útboði miðuð við 10.600.000 krónur. Alls bárust 9 tilboð í veitingareksturinn og voru þau opnuð 8. maí en ekki hefur enn verið tekin afstaða til þeirra. Veitingaaðstaðan er samtals á 1000 fermetrum í flugstöðinni. Þama er um að ræða umsjón aðal- eldhúss á 2. hæð, umsjón starfs- mannamötuneytis, veitingaþjón- ustu í útsýnisstað, rekstur veitingaafgreiðslu og bars á 2. hæð og rekstur veitingahúss undir gler- þaki stöðvarinnar, svokallaðs Gróðurskála. Gert er ráð fyrir að allur veitingarekstur í stöðinni sé á einni hendi. Tilboð í veitingareksturinn bár- ust frá eftirtöldum: Finnboga Aðalsteinssyni kr. 12.480.000 á ári, Næturgrillinu (Asgeiri Þór Dav- íðssyni) kr. 10.666.666 á ári, Flug- leiðum hf. til 2 ára, kr. 8.000.000 á fyrra ári auk 10% af veltu umfram Fundur með rafeinda- virkjum SAMNINGAFUNDUR hefur ver- ið boðaður í kjaradeilu Sveinafé- lags rafeindavirkja og ríkisvalds- ins hjá ríkissáttasemjara á morgiin klukkan hálf tvö. Enginn fundur hefur verið með deiluaðilum frá því í síðustu viku. Félagið hefur boðað verkfall frá og með miðnætti annað kvöld meðal þeirra rafeindavirkja, sem starfa hjá Pósti og Síma, Vita- og hafnar- málastofnun og Flugumferðar- stjórn. Verkfall hjá rafeindavirkj- um, sem starfa hjá Ríkisútvarpinu og á Ríkisspítölunum hefst viku síðar, hafi ekki tekist samningar í deilunni. 80 milljónir og kr. 10.600.000 seinna árið auk 8% af veltu umfram 106 milljónir, Lúdent hf. 10.600. 000 á ári auk hlutfalls af ársveltu án söluskatts upp í kr. 13.400.000 miðað við 170 milljóna ársveltu, Gagni hf. (Ólafí H. Johnson) kr. 13.341.324 á ári, Ó.K. (Kristni Þ. Snorri seldi í Bremerhaven SNORRI Sturluson RE seldi afla sinn í Bremerhaven á mánudag og þriðjudag. Heildarverð var 13,2 milljónir króna, meðalverð 49,50. Föstudags- og laugardagskvöld Jakobssyni) kr. 12.000.000 á ári, Magnúsi Margeirssyni kr. 10.600.00 á ári og Halldóri Júlíussyni kr. 11.000.000 á ári. Þá bárust fímm tilboð í leigu á þremur básum fyrir bílaleigur í flugstöðinni í salnum fyrir framan tollsvæðið. Lágmarksgjald var í útboði 1 mjlljón króna á ári auk húsgjalds. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við bílaleigur Arnarflugs, Flugleiða og Bílaleig- una Vík um leigu á þessum básum fyrir kr. 1.320.000 fyrir hveija leigu. ^TÓDSVNINfilN Ein viðáttumesta stórsýning hér- lendis um árabil, þar sem tónlist tjútt og tiðarandi sjötta áratugar- ins fá nú steinrunnin hjörtu til að slá hraðar. Spútnikkar eins og Björgvin Halldórs, Eiríkur Hauks, Eyjólfur Kristjáns, og Sigríður Beinteins sjá um sönginn. Rokkhljómsveit Gunnars Þórðar- sonar fær hvert bein til að hrist- ast með og 17 fótfráir fjöllista- menn og dansarar sýna ótrúlega tilburði. Saman skapar þetta harðsnúna lið stórsýningu sem seint mun gleymast. Ljós: Magnús Sigurðsson. Hljóð: Sigurður Bjóla. ^kkiV.ðiögum (Tilvltnun i þáttlnn Sviösljós á Stöö 2) BROADW, Miðasala og borðapantanfr daglega i sima 77500 Húsið opnað föstud. kl. 20.00, laugard. kl. 19.00 Hljómsveitin Sveitin milli sanda leikurfyrirdansi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.