Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAI 1987 Umsvif aukin úti í héruðunum - segir Páll Lýðsson nýkjörinn formaður stjórnar Sláturfélags Suðurlands Selfossi. Á AÐALFUNDI Sláturfélags Suðurlands sem nýlega var hald- inn var kosinn nýr formaður stjórnar félagsins, Páll Lýðsson bóndi í Litlu Sandvik í Sandvík- urhreppi. Páll hefur setið í stjórn Sláturfélagsins síðan 1983. „Fé- lagið þarf fyrst og fremst að standa undir þvi verkefni að taka við öllum sláturfénaði félags- manna sinna og koma honum í eins gott verð og hugsanlegt er,“ sagði Páll um helstu verkefni Sláturfélagsins og það til hvaða átta hann liti sem nýkjörinn formaður stjórnar. „Það vildi svo skemmtilega til að þann dag sem aðalfundurinn var haldinn, 30. apríl, var SS búið að greiða öllum sínum félagsmönnum allt sem þeir áttu inni til marsloka. Það hefur aldrei gerst áður. Þama vegur auðvitað þyngst að nýju bú- vörulögin tryggja bændum fulla greiðslu sauðfjárafurða um miðjan desember og svo hefur rekstrarfjár- staða SS verið það góð undanfama mánuði að hægt var að greiða upp fyrir nautgripakjöt þó það væri ekki allt selt," sagði Páll. Umsvif aukin í héruðunum „Á undanfömum ámm hefur verið mikil uppbygging hjá SS og þótt ekki hafí kannski alltaf verið skilað ársreikningi með hagnaði þá á félagið miklar eignir og þarf ekki á þeim öllum að halda, ekki öllum sem em í Reykjavík. Það hefur verið unnið að því að selja sumt af þesum eignum og svo hafa lán- veitendur talið að félagið standi vel fyrir þeim framkvæmdum sem unn- ið er að og það hefur gengið þokkalega að fjármagna nýbygg- ingar. Mér er efst í huga að nýbúið er að taka í notkun sláturhús á Hvols- velli sem tekur yfir alla slátmn sem áður fór fram í Djúpadal og á Hellu. Þetta sláturhús gerir félag- inu kleift að selja nautakjöt til vamarliðsins. Það er auðvitað nauð- synlegt meðan þessi her er í landinu að hann bijóti ekki lög sem banna innflutning á kjöti og öðmm búvör- um. Annað efni er mér hugleikið en það er að Sláturfélagið er að auka Morgunblaðið/Siguröur Jónsson Páll Lýðsson hjá einni nýbærunni. Hundurinn Rex fylgist með. umsvif úti í hémðunum. Ég man þá tíð að ekki var unnið í slátur- húsinu á Selfossi nema við haust- slátmn á sauðfé. Nú em starfsmenn á Selfossi um 80 og nær 20 á Hvolsvelli. Það er gaman að geta NÁMSTEFNA UM MILLIRlKJAVIÐSKIPTI Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námstefnu um milli- ríkjaviðskipti þriðjudaginn 26. maí n.k. að Hótel Sögu kl. 12.15 Meginefni námstefnunnar verður: • Hver er staða íslands í ljósi núverandi milliríkjaviðskipta, tolla og skatta, landfræðilegrar legu og tengsla við efnahagslönd. • Hvaða kröfur verða gerðar til íslands til þess að það nái hagstæðari viðskiptakjörum. • Hverjar eru horfurnar á þróun utanríkisviðskipta og tvíhliða samn- inga milli íslands og Bandaríkjanna, samanber tvíhliða samninga Kanada og Bandaríkjanna. • Gengisþróun dollarans - væntanlegar horfur. Fyrirlesari verður Dr. Stephen D. Cohen prófessor við School of Intemational Service, American University í Washington DC. Dr. Cohen er menntaður við American University og Syr- acuse University starfaði hann m.a. sem hagfræðingur í milliríkjaviðskiptum við ármálaráðuneyti Bandaríkj- anna, og hjá Philadephia National Bank þar sem hann sér- hæfði sig í viðskiptaháttum Vestur-Evrópu. Á árunum 1969 til 1973 var hann yfirhagfræðingur Japansk/Banda- ríska viðskiptaráðsins og seinna starfaði hann á vegum Bandarísku stjórnarinnar að þróun stefnu í milliríkjavið- skiptum. 1981-1982 var Dr. Cohen gestaprófessor við London School of Economics. Dr. Cohen hefur haldið jQölda fyrirlestra og námstefna um milliríkjaviðskipti, þykir mjög góður fyrirlesari með víðtæka þekkingu á eðli milli- ríkjaviðskipta og eru námskeið hans um þessi efni afar vinsæl. Tími og staður: 26. maí 1987 á Hótel Sögu kl. 12.15. Upplýsingar og skráning í síma 62 10 66. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 þess að pökkun á dilkakjöti á Hvolsvelli hefur tekist það vel að dilkakjötssala SS hefur aukist til muna þess vegna. Nú er það rætt mjög ákveðið að sútunariðnaður Sláturfélagsins verði fluttur frá núverandi stað, sem er í verslunarhverfi í Reykjavík, og eitthvert austur fyrir fjall, en ekki er ákveðið hvert." Samkeppnin er geysihörð „Það er oft einblínt á það að sunnlenskir bændur séu að byggja verslunar- og iðnaðarhallir í Reykjavík og reyndar að flytja alla starfsemi félaga sinna þangað. Reyndar er SS búið að vera með kjötiðnað sinn í Reykjavík frá stofn- un og verslunarrekstur þess fer eingöngu fram í Reykjavík og á Akranesi. Þetta er mesta markaðs- svæði landsins og samkeppnin er geysihörð. Við erum ekki eingöngu í samkeppni við aðra sláturleyfís- hafa héma fyrir austan. Það má alveg eins tala um SÍS sem verðug- an keppinaut sem á og rekur kjötiðnaðarstöð í Reykjavík. Þess vegna segi ég að viss hluti starf- semi SS verður að vera á aðalmark- aðssvæðinu. Nú er verið að byggja upp dreifingarstöð á Laugarnes- tanga í Reykjavík þar sem verður lokavinnsla afurðanna. Sláturfélag- ið á svo að rýma alla starfsemi sína á Skúlagötu kringum árið 1988. Þetta eru mikil verkefni og auð- vitað ber nýkjömum formanni að óttast þann vanda sem hann er allt í einu ofurseldur en bótin er mikil því að SS hefur verið mjög heppið með starfsfólk. í trúnaðarstöðum hjá félaginu eru bæði mjög reyndir menn sem hafa unnið því alla starfsævi sína og það segir nokkuð. Svo sýnist mér að ungir hæfileika- menn séu einnig komnir til starfa hjá félaginu." Ný starfsmannastefna „Fastir starfsmenn SS em núna um 600 og á uppgangstímum eins og núna virðast vera hefur SS ákveðið nýja tilhögun á launakerfi sem kynnt var kringum aðalfund. Það er svokölluð starfsmannastefna SS sem gerir ráð fyrir því að hækka góða starfsmenn í launum umfram lágrnarkslaun eftir vissu kerfi. Ég vona að þessi stefna fái góð- an hljómgrunn og SS og starfsemi þess uppskeri sameiginlega eins og til var sáð og að SS njóti áfram þess álits sem mér virðist það hafa verið í fyrir vandaðar og eftirsóttar vömr. Ég veit ekki hveiju er meira að þakka slíka velgengni en góðum starfsmönnum SS.“ Betra á vettvangi „Nu fömm við út,“ sagði Páll. Erindið var að sækja fyrstu lömbin útfyrir túngarðinn í Litlu Sandvík. Þar vom þijár ær nýbomar og áttu að fara í hús, í skjól fyrir nepj- unni. „Ég kann alltaf betur við mig á vettvangi,“ sagði Páll. „Er ekki oft sagt um menn að þegar þeir komast í einhveijar stöður þá séu þeir myndaðir við skrifborð? En ég er ekki mikill skrifborðsmaður." Það gekk vel að koma ánum í hús með dyggri aðstoð hundsins Rex og Páls dóttursonar nýkjörins stjómarformanns Sláturfélags Suð- urlands sem var myndaður á vettvangi. Sig. Jóns Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Síðasti hluti gamla frystihússins brenndur Keflavfk. FRYSTIHÚSIÐ Atlantor við Framnesveg í Keflavik brann til kaldra kola á mánudaginn eða réttara sagt sá hluti byggingar- innar sem enn stóð. Slökkviliðs- menn töldu að kveikt hefði verið í húsinu. Hluti byggingarinnar brann í mars og þá var einnig talið að um íkveikju hefði verið að ræða. Frystihúsið hafði staðið autt í nokkur ár og til stóð að rifa það. Slökkviliðið var kallað út laust eftir klukkan þrjú og þegar að var komið logaði mikill eldur í bygging- unni. Ellert Eiríksson, varaslökkvi- liðsstjóri, sem fyrstur kom á vettvang, taldi að um íkveikju hefði verið að ræða. Húsið fuðraði upp á skammri stundu og hmndi fljótlega. Engin teljandi hætta steðjaði að nærliggjandi húsum og tók slökkvi- liðsstarfíð um tvo tíma. Keflavíkurbær hafði keypt Atl- antor fyrir 4,3 milljónir og ætlaði að rífa húsið. Beðið var eftir að veðbönd yrðu losuð af byggingunni svo hægt yrði að rífa hana. Eftir eldinn í mars úrskurðaði fógeti að sá hluti sem brann skyldi rifinn vegna slysahættu og því stóð nú aðeins hluti af byggingunni uppi. Talsvert hefur verið um að ungling- ar hafí sótt í bygginguna og telja slökkviliðsmenn mikla mildi að þar hafí ekki orðið slys. Þetta er í fjórða sinn, sem slökkviliðið er kallað til vegna elds í þessu húsi á rúmu ári, og talið er að um íkveikju hafí verið að ræða í öll skiptin. — BB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.