Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
29
Verkamanna- og
Dialdsflokkur setja
fram stefnuskrár
London, Reuter.
BRESKI íhaldsflokkurinn og
Verkamannaflokkurinn birtu i
dag- gjörólíkar stefnuskrár, þar
sem sagt er hvernig flokkarnir
myndu stjórna Bretlandi, ef þeir
sætu við völd eftir kosningar.
íhaldsflokkurinn lofar að:
Lækka tekjuskatt niður í 25 pró-
sent.
Utrýma verðbólgu.
Halda í við eyðslu ríkis.
Selja fleiri ríkisfyrirtæki og væru
vatns- og rafveitan næst á dagskrá.
Auka hlutabréfa- og íbúðaeign
eiristaklinga.
Herða innflytjendalög.
Setja aukin höft á stéttarfélög.
Slaka á lögum um opnunartíma
vínveitingahúsa og verslun á sunnu-
dögum.
Gera breytingar á skólahaldi um
landið allt.
Koma á endurbótum í sveitar-
stjómum.
Halda kjamorkuáætluninni
áfram.
Auka fælingarmátt Breta með
bandarískum Trident-kjarnorku-
flaugum.
Verkamannaflokkurinn lofar að:
Afla einni milljón manna atvinnu
innan tveggja ára
Verja sex milljörðum sterlings-
punda aukalega til þarfa ríkisins á
tveimur ámm.
Pjarlægja öll bresk kjarnorku-
vopn.
Semja um að bandarísk kjarn-
orkuvopn á Bretlandi verði íjar-
lægð.
Stofna ríkisrekinn banka til fjár-
festingar í iðnaði.
Hækka skattlagningu á hátekju-
menn og leggja skatt á fjármagn-
seigendur.
Ríkið taki að nýju yfir þau fyrir-
tæki, sem starfa í þágu almanna-
heilla.
Stofna vísinda-, kvenna- og um-
hverfismálaráðuneyti.
Setja strangari reglur um starf-
semi markaða í London.
Draga úr notkun kjamorku á
Bretlandi.
Setja á laggirnar kjörið þing á
Skotlandi.
Styðja skyldubundnar viðskipta-
þvinganir á hendur Suður-Afríku.
V-þýskt gáma-
skip kyrrsett
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
DÖNSK stjórnvöld hafa kyrrsett
vestur-þýska gámaskipið Prince í
Arósahöfn. Skipið strandaði fyrir
nokkru á austurströnd Jótlands
og láku þá um 20 tonn af olíu í
sjóinn og ollu umtalsverðri meng-
un.
Skipstjórinn á Prince hefur neitað
að taka þátt í sjóprófum vegna
strandsins. Skipaskoðunin hefur enn
fremur komist að raun um, að skip-
stjórinn hefur ekki í höndunum nein
bréf upp á, að talstöð skipsins sé í
lagi, og það eitt er næg kyrrsetning-
arástæða. Þar að auki hefur komið
í ljós, að skilríki eins af stýrimönnun-
um eru ófullnægjandi.
Bandaríska flotanum
fyrirskipað að verjast
Bandarisk herskip á Persaflóa fengu í gær þau fyrirmæli að
svara samstundis í sömu mynt ef gerð yrði á þau árás. Sovét-
menn hvöttu til þess að Bandaríkjamenn kölluðu einhver herskipa
sinn á svæðinu á brott. Nú er komið fram að 37 bandarískir sjó-
liðar létu lífið þegar írösk herþota skaut Exocet-flugskeyti á
freigátuna Stark á Persaflóa á sunnudagskvöld. Á myndinni er
verið að draga Stark til hafnar í Bahrain. Saddam Hussein for-
seta Iraks sendi Ronald Reagan Bandaríkjaforseta orðsendingu,
þar sem hann kvaðst harma þetta atvik og vonast til að það yrði
ekki til að spilla fyrir sambandi rikjanna.
Sovéskir þingmenn á íslandi:
Utrýming meðaldrægra
eldflauga fyrsta skrefið
Morgunblaðið/Sverrir
Sovésku þingmennirnir á heimili sovéska sendiherrans við Tún-
götu. Frá vinstri; Egor Alexandrovits Isajev, Jan Janovits Vagris,
varaforseti Forsætisnefndar Æðsta ráðsins, og Roald Zinnurovits
Sagdejev.
ÞINGMANNAHÓPUR frá
Æðsta ráði Sovétríkjanna hef-
ur dvalist hér á landi frá því á
sunnudag í boði sovéska sendi-
herrans. Heimsókn þeirra
lýkur í dag, miðvikudag, og
hafa þeir notað tímann m.a. til
að ræða við íslenska starfs-
bræður sína um gagnkvæm
viðskipti rikjanna og stöðu af-
vopnunarviðræðna risaveld-
anna. í gær var boðað til
blaðamannafundar í bústað
sovéska sendiherrans og sner-
ust umræður einkum um
afvopnunarviðræður risaveld-
anna í Genf og þær tillögur sem
Sovétstjórnin hefur lagt fram.
Þingmennimir þrír, þeir Jan
Janovits Vagris, varaforseti For-
sætisnefndar Æðsta ráðsins,
Egor Alexandrovits Isajev, fulltrúi
í lagatillögunefnd Þjóðarráðsins
og ritari í stjóm Rithöfundasam-
bands Sovétríkjanna og Roald
Zinnurovits Sagdejev, sem á sæti
í Vísindaakademíunni og er for-
stjóri sovésku Geimrannsóknar-
stofnunarinnar, sögðu að
viðræðumar við íslensku þing-
mennina hefðu verið gagnlegar.
Kváðu þeir íslensku þingmennina
vel upplýsta og fylgjandi útrým-
ingu kjarnorkuvopna.
Varðandi tillögu Sovétstjómar-
innar um upprætingu meðal-
drægra flauga í Evrópu kváðust
þeir vilja leggja áherslu á að út-
rýming þeirra væri aðeins fyrsta
skrefið í átt til útrýmingar allra
kjamorkuvopna. Minntu þeir á
mikilvægi Reykjavíkurfundar
þeirra Mikhails Gorbachev Sovét-
leiðtoga og Ronalds Reagan
Bandaríkjaforseta og sögðu hann
sögulegan þar eð þá hefði í fyrsta
skipti verið rætt um útrýmingu
allra kjarnorkuvopna. Aðspurðir
um yfirburði Sovétmanna á sviði
hefðbundins vígbúnaðar minntu
þeir á að Varsjárbandalagsríkin
hefðu lagt fram tillögu um fækk-
un í hinum hefðbundna herafla
risaveldanna. Sögðu þeir að vissu-
lega hefðu MBFR-viðræðumar
svonefndu um gagnkvæman og
jafnan samdrátt heija sem hófust
fyrir 13 árum ekki skilað tilætluð-
um árangri en vænta mætti
viðhorfsbreytingar eftir að samið
hefði verið um upprætingu meðal-
drægra kjamorkuflauga. .
Þeir félagamir sögðu að ný
skilyrði m.a. þau sem vamarmála-
ráðherrar aðildarríkja Atlants-
hafsbandalagsins hefðu sett fram
á fundi sínum í Stavanger í Nor-
egi torvelduðu mjög allar
umræður um afvopnunarmál.
Meginniðurstaða fundarins í Sta-
vanger var sú að samkomulag
risaveldanna þyrfti að taka til
allra meðaldrægra flauga þar með
talið þeirra sem staðsettar em í
Asíu-hluta Sovétríkjanna. Tass-
fréttastofan sovéska sagði kröfu
þessa ekki vera í samræmi við
niðurstöður Reykjavíkurfundar
leiðtoganna. Þingmennirnir þrír
sögðu að ákveðið hefði verið að
einskorða viðræðurnar við Evrópu
og minntu á að „núllausnin" svo-
nefnda, sem Bandaríkjastjóm
hefði lagt til á sínum tíma, hefði
eingöngu tekið til Evrópuflaug-
anna. Lögðu þeir áherslu á að
jafnvægi væri viðhaldið í öðmm
heimshlutum og sögðu viðbúnað
Bandaríkjanna í Japan og víðar
sérstakt áhyggjuefni. „Við emm
hins végar tilbúnir til viðræðna
um Asíuflaugamar,“ sagði Jan
Janovits Vagris, varaforseti
Æðsta ráðsins.
Þeir félagarnir sögðu Sovét-
menn fylgjast náið með viðræðum
tiltekinna ríkja Vestur-Evrópu um
samvinnu á sviði öryggis- og vam-
armála. Kváðu þeir of snemmt að
segja til um hvort slík samvinna
væri af hinu góða en ljóst væri
að hefði hún í för með sér fjölgun
kjamorkuvopna væri hún mjög
óæskileg. Nefndu þeir í þessu
samhongi þann möguleika að Evr-
ópuríkin kæmu sér upp eigin
geimvömum. Minntu þeir í þessu
samhengi á að æskilegt væri að
samið yrði um fækkun kjamorku-
vopna í vopnabúmm annarra ríkja
en risaveldanna og nefndu kjam-
orkuvígbúnað Breta og Frakka
sem dæmi.
Sovésku þingmennirnir sögðu
að afvopnunartillögur Sovét-
stjómarinnar héldust í hendur við
þær breytingar sem Mikhail
Gorbachev hygðist koma á í Sov-
étríkjunum. Ræddu þeir um
„breyttan hugsunarhátt" á stjóm-
málasviðinu og minntu jafnframt
á þær umbætur sem þegar hefði
verið komið á svo sem fijálsar
kosningar til stjómunarembætta
í verksmiðjum og fleira.
Formósa:
Gjaldeyris-
forði aldr-
eimeiri
Taipei, Reuter.
Gjaldeyrisforði formósu hef-
ur aldrei verið meiri, eða 58
milljarðar Bandaríkjadollara,
og óttast landsmenn nú að
verða fyrir barðinu á vemdarr
stefnu Bandaríkjastjómar.
Stöðug aukning hefur veri
í útflutningi frá Formósu að
undanfömu. Eykst gjaldeyri-
svarasjóðurinn ört því hann í
honum voru 57 milljarðar doll-
ara 11. maí sl. og 28,8 millj-
arðar fyrir ári. Talsmaður
Seðlabanka Formósu sagðist
eiga von á að varaforðinn yrði
kominn í 60 milljarða dollara
eftir mánuð. Hagnast Form-
ósubúar einna mest á viðskipt-
um við Bandaríkin, en þau
voru hagstæð um 5 milljarða
dollara fyrstu ijóra mánuði
ársins.
Morgunblað-
inu
breytt í
kvennablað
Briissel
Belgíska dagblaðið De Morg-
en, eða Morgunblaðið, birtist
lesendum undir nafninu De.
Madam, eða Frúin, í gær, enda
höfðu fimm konur, sem eru
blaðamenn við blaðið, tekið
ritstjórnina í sínar hendur.
Frúin fjallaði þess vegna svo
til eingöngu um það sem kall-
að hefur verið reynsluheimur
kvenna með skrítlum og
teiknimyndum í bland.
Breytingin var ákveðin í
einn dag vegna niðurstöðu úr
rannsókn, sem leiddi í ljós að
belgiskum konum finnst þær
beittar ójafnrétti vegna kyn-
ferðis síns. í leiðara blaðsins
sagði að konur hefðu lítil áhrif
í „karlaveldinu" Belgíu og mis-
munun kynjanna væri daglegt
brauð. Konumar skrifuðu ög
ritstýrðu blaðinu sjálfar, en
gáfu 36 karl-blaðamönnum
frí. Blaðið verður gefið út með
gamla laginu í dag.
Moskvubúar
andvígir
geimvörnum
Moskvu, Reuter.
I GÆR voru birtar niðurstöður
úr fyrstu skoðanakönnun, sem
hið opinbera hefur staðið fyrir
í Sovétríkjunum. Samkvæmt
þeim eru Moskvubúar að
meirihluta andvígir geim-
vamaáætlun Bandaríkja-
stjórnar.
Samkvæmt könnuninni
sögðu 67% aðspurðra að geim-
varnaráætlunin væri bein
ögmn við heimsfriðinn. Enn-
fremur leiddi hún í ljós að 57%
töldu að stórveldin myndu ná
samkomulagi um að uppræta
meðaldrægar kjranaflaugar.
Notkun
amaigams
varasöm
Stokkhólmi, Reuter.
SÆNSKIR tannlæknar hafa
varað við notkun tannfylling-
arefnisins amalgam þar sem
kvikasilfursambönd, sem í því
eru, kunna að vera hættuleg
þunguðum konum. Kvikasil-
frið finni sér leið inn í blóðrás-
ina og gæti þannig borist til
fósturs og skaðað það.