Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
Julian Altman spilar á Stradivarius-fiðluna frægu fyrir eiginkonu
Reuter
Níu biðu bana í flugárekstri
NÍU menn biðu bana í árekstri
tveggja smáflugvéla skammt
norður af belgísku hafnarborg-
inni Antwerpen um síðustu
helgi. Áreksturinn varð
skömmu eftir flugtak vélanna
frá flugvellinum í Antwerpen.
Önnur flugvélin var af gerðinni
Cessna og voru í henni fimm
Belgar, fjórir fallhlífastök-
kvarar og flugmaður. Hin var
af gerðinni Piper Cherokee og
voru í henni fjórir brezkir fall-
hlífastökkvarar, sem voru á
heimleið frá Antwerpen. Mynd-
in sýnir brak annarrar flugvél-
arinnar.
EB opnar skrifstofu í Osló:
Mikilvæg ákvörð-
un bandalagsins
- segir Gro Harlem Brundtland
tilkynnti í gær.
„Gro Harlem Brundtland forsæt-
isráðherra fagnar þessar ákvörðun
og verður hún sérstaklega mikil-
vægt atriði í þeim breytingum sem
gera þarf í viðskiptum aðildarríkja
Evrópubandalagsins," sagði Per
Paust, talsmaður utanríkisráðu-
neytisins.
Norðmenn óttast að áætlanir um
að fjarlægja allar viðskiptahindran-
ir innan bandalagsins frá og með
árinu 1992 gætu spillt fyrir við-
skiptum þeirra við aðildarríki þess.
Því hefur að nýju hafíst umræða í
Noregi um samskipti við Evrópu-
bandalagið.
„Hin nýja skrifstofa bandalags-
ins kemur í stað sérstakrar upplýs-
ingaskrifstofu, sem opna átti, og
ber hún því vitni að samskipti milli
Noregs og Evrópubandalagsins
verða mikilvægari með hveiju ári,“
sagði Paust.
Minnihlutastjórn Verkamanna-
flokksins ætlar að leggja fram
skýrslu á þinginu á föstudag og
verður þar hvatt til þess að Norð-
menn móti stefnu í viðskiptum við
Evrópubandalagsríki.
Aftur á móti hefur komið skýrt
fram að Norðmenn hyggjast ekki
sækja um aðild að bandalaginu,
nema að ljóst sé að meirihluti kjós-
enda styðji slíkt. Árið 1972 höfnuðu
Norðmenn aðild að Evrópubanda-
laginu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Flóðí
Colorado
Hank Battjes frá Parker í
Colorado veltir því hér fyrír
sér hvað hann eigi að grípa
til bragðs til að ná sendi-
ferðabíl sínum upp úr
mjaðmadjúpum vatnselg á
bílastæði við vörumarkað
rétt hjá Denver. Gríðarlegar
rigningar og hvassviðri
hleyptu þessum flóðum í
Colorado af stað.
Reuter
Osló, Reuter.
NORÐMENN hafa fagnað áætl-
unum Evrópubandalagsins um
að opna skrifstofu i Osló til að
efla böndin milli Noregs og tólf
aðildarríkja bandalagsins, að því
er norska utanríkisráðuneytið
Canberra, Reuter.
YFIRVÖLD í Ástralíu létu í gær
loka sendiráðsskrifstofu Líbýu-
stjórnar í Canberra og skipuðu
starfsmönnum hennar að hverfa
úr landi. Bob Hawke, forsætis-
ráðherra Ástralíu, sagði á frétta-
mannafundi að ákvörðun þessi
hefði verið tekin sökum þess að
Líbýusljórn „raskaði stöðug-
leika“ á Suður-Kyrrahafi.
Hawke sagði Líbýustjóm hafa
annast þjálfun vopnaðra andófs-
manna í Nýju Kaledóníu og víðar
og gat þess einnig að Líbýumenn
hefðu einnig reynt að skapa óróa í
Ástralíu án þess þó að neftia dæmi
máli sínu til stuðnings. Að sögn
ónafngreindra embættismanna var
forsætisráðherrann með þessum
ummælum að vísa til stuðnings
Líbýustjórnar við hina ýmsu öfga-
hópa. „Umsvif Líbýustjómar hafa
aukist verulega á þessu ári,“ sagði
Hawke. „Hryðjuverkastarfsemi
Líbýumanna víða um heim gefur
tilefni til þess að líta þessa þróun
alvarlegum augum," bætti hann
við. Minnti hann einnig á að Gadd-
afi Líbýuleiðtogi hefði hvatt íbúa
Suður-Kyrrahafseyja til þess að
sameinast um að bylta stjómvöldum
þar.
David Lange, forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, kvaðst í gær hafa
fengið fregnir af ákvörðun ást-
rölsku ríkisstjómarinnar en bætti
við að stjóm sín hygðist ekki fylgja
fordæmi hennar og slíta öllum sam-
skiptum við Líbýu.
Að sögn talsmanns ástralska ut-
anríkisráðuneytisins starfa tveir
menn við sendiráðsskrifstofuna í
Canberra. Ástralíustjóm hefur ekki
sendiherra í Trípólí og fara öll sam-
skipti við Líbýu fram í gegnum
sendiráðið í Róm.
Bob Hawke hefur þráfaldlega
vakið athygli á auknum ítökum
Líbýumanna í ríkjum Suður-Kyrra-
hafs. í síðasta mánuði sagði hann
hins vegar að ekkert benti til þess
að sendiráðsmennimir í Canberra
brugguðu launráð gegn yfirvöldum
þar. Á síðasta ári ákvað stjóm
Gaddafis Líbýuleiðtoga að taka upp
stómmálasamband við yfirvöld á
eyjunni Vanuatu. Á undanfömum
mánuðum hafa nokkrir fylgismenn
stjómarflokksins á Vanuatu fengið
þjálfun í meðferð vopna í Líbýu.
Þá hafa andstæðingar stjómvalda
á nokkrum Kyrrahafseyjum þegið
heimboð Líbýustjómar sem og leið-
togar verkalýðsfélaga. Fyrr í
þessum mánuði komu þeir David
Lange og Bill Hayden, utanríkisráð-
herra Ástralíu, saman til fundar til
að ræða aukin umsvif og ítök Líbýu-
manna á þessum slóðum.
Stradivarius-fiðla sem
stolið var fyrir fimmtíu
árum kemur í leitirnar
Huberts H. Humphreys, Muriel. Myndin var tekin snemma á sjö-
unda áratugnum.
Bethel, Connecticut. The New York
Times.
ÞEGAR Julian Altman, fiðlu-
leikari og ævintýramaður, lá
banaleguna á bæjarspítalanum
í Torrington í Connecticut
1985, sagði hann eitt sinn við
eiginkonu sína, Marcelle Hall,
að hann þyrfti að gera játn-
ingu: „Ég bið þig að sjá um
fiðluna fyrir mig; hún er mikill
kjörgripur.“ Þegar frúin kom
heim og fletti fóðrinu innan úr
fiðlutöskunni að fyrirsögn
bónda síns, fann hún blaðaúr-
klippur, þar sem gat að líta
frásagnir af Stradivarius-fiðlu,
sem stolið hafði verið í búnings-
berbergi í Carnegie Hall árið
1936. Hún skildi strax, hvað
klukkan sló, og leit ekki af
gripnum eftir þetta, fyrr en
hann var kominn í hendur eig-
andans.
Samkvæmt frásögn frúarinnar
sagðist Julian Altman hafa keypt
fiðluna fyrir 100 dollara árið 1936
- eflaust af þeim, sem stal henni
í Camegie Hall. Hann hafði verið
að spila á veitingahúsinu Russian
Bear í New York I febrúar þetta
ár, þegar kunningi hans kom með
fiðluna undir frakkanum og bauð
honum til kaups. Hann sló til,
keypti gersemina og spilaði síðan
á hana í hálfa öld.
Hljóðfærið, sem smíðað var
árið 1713, hafði verið í eigu pólsks
fiðlusnillings og kennara, Bron-
islaw Hubermans, frá því í byrjun
þessarar aldar, og greiddi Llo-
yd’s-tryggingarfélagið honum
30.000 dollara í skaðabætur. Ha-
rold M. Foster, lögfræðingur og
frændi frúarinnar, sagðist hafa
hjálpað henni að komast í sam-
band við tryggingaraðilann, eftir
að Altman lést í ágúst 1985. „Llo-
ydá er að sjálfsögðu réttur eigandi
fiðlunnar," sagði hann.
Að sögn frú Hall var eigin-
maður hennar hálfgerður skúrk-
ur, kvennaflagari og fjárhættu-
spilari, en vann lengstum fyrir sér
með því að spila á veitingahúsum
og við ýmiss konar tækifæri.
Frú Hall sá hann fyrst á veit-
ingahúsi f Washington 1968.
„Hann spilaði eins og engill,"
sagði hún. „Og þetta varð ást við
fyrstu sýn - ég varð gersamlega
heilluð af honurn." Ástarsam-
bandið stóð, meðan bæði lifðu, en
var oft æði stormasamt. Þau gift-
ust ekki fyrr en í mars 1985.
Charles Beare, sem tók við fiðl-
unni fyrir hönd Lloyd’s, sagði, að
til stæði að snurfunsa gripinn og
efna síðan til sýningar á honum
í Cremona á Ítalíu í sumar í til-
efni af 250. ártíð Antonio Stradi-
vari, fiðlusmiðsins fræga.
Fiðlan hefur nú verið tryggð á
nýjan leik — fyrir 800.000 doll-
ara, en söluverðmætið getur verið
allt að ein milljón dollara, að sögn
sérfræðinga. Lloyd’s mun greiða
frú Hall ótilgreinda upphæð að
launum fyrir framlag sitt. „Það
sem mér er dýrmætast er að hafa
dregið þessa gersemi fram í dags-
Ijósið að nýju,“ sagði hún.
Hún sagðist ekki vera ýkja hrif-
in af öllu, sem hún hefði orðið að
segja frá. „En allt er gott, sem
endar vel,“ sagði hún, „og svo fór
einnig nú.“
Astralía:
Líbýskum sendiráðs-
mönnum vísað úr landi