Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 35 Kynning á starf- semi meinatækna KYNNING var haldin á störfum meinatækna síðastliðinn föstu- dag og laugardag í húsi lækna- deiidar HÍ í tilefni af 20 ára afmæli Meinatæknafélags ís- lands. Meinatæknar starfa á rann- sóknastofum heilbrigðisstofnana, í blóðbönkum og víðar. Mikil þróun hefur orðið í meinarannsóknum á undanförnum árum. Aður fyrr voru fáar rannsóknir gerðar og fólust þær aðallega í smásjárskoðun og einfaldri efnagreiningu. Þróun í aðferðafræði og tækjabúnaði hefur leitt til fjölgunar rannsókna sem jafnframt hafa orðið nákvæmari og markvissari, segir í kynningarbækl- ingi frá félaginu. Meinarannsóknir skiptast í nokk- ur svið, sem eru: sýklafræði, veirufræði, ónæmisfræði, blóð- bankafræði, meinefnafræði, blóð- meinafræði, lífeðlisfræði, ísótópar- annsóknir, líffærameinafræði, rafeindasmásjárranssóknir, frumu- fræði, litningarannsóknir. í Meinatæknifélagi íslands eru 360 félagsmenn og eru í hinar ýmsu nefndir starfandi innan þess. Má þar nefna fræðslunefnd, endur- menntunamefnd, kennslunefnd, kjaranefnd, öryggismálanefnd, skemmtinefnd og ritnefnd. Ari eftir stofnun félagsins gerðist það aðili að Samtökum norrænna meina- tækna. Norræn þing eru haldin annað hvert ár og hafa tvö þing verið haldin á íslandi, árin 1973 og 1983. Árið 1970 gerðist MTÍ aðili að Alþjóðasamtökum meina- tækna og eru alþjóðleg þing haldin annað hvert ár. Síðasta þing var haldið í Svíþjóð 1986, með sam- vinnu Norðurlandanna. Næsta þing verður í Japan 1988. Menntun meinatækna fer fram við heilbrigðisdeild Tækniskóla ís- lands. Inngönguskilyrði er stúd- entspróf. Námið er á háskólastigi og tekur þijú og hálft námsár, eða sjö annir. Morgunblaðið/Sverrir Frá sýningu Meinatæknifélags íslands í húsi læknadeildar HÍ Morgunblaðið/Sverrir Nýútskrifaðir leikarar frá Leiklistarskóla íslands. í miðjunni er Helga Hjörvar skólastjóri. Leiklistarskóla íslands slitið: Veitt viðurkenning fyrir góð- an f lutning á íslensku máli - í minningu Lár- usar Pálssonar TÓLFTA starfsári Leiklistar- skóla íslands lauk formlega síðastliðinn laugardag er skólan- um var slitið í nýju húsnæði skólans við Sölvhólsgötu 13. Átta nemendur voru útskrifaðir úr venjulegu leiklistarnámi og einn frá framhalds- og endurmennt- unardeild. Halldóri Bjömssyni var veitt var viðurkenning fyrir góðan fiutning íslensks máls, en viðurkenning þessi er í minningu Lámsar Pálssonar leikara, og er þetta í fyrsta skipti sem hún er veitt. Meðal viðstaddra við skólaslitin vom forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra og svo afmælisárgangar úr gömlu leik- Meðal viðstaddra við skólaslit Leiklistarskólans voru forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Sverrir Hermannsson, menntamálarðherra. listarskólum Þjóðleikshússins og Leiklistarskóla íslands er Helga Leikfélags Reykjavíkur. Skólastjóri Hjörvar. TOUCHSTONEPICTURES p.eseiuiumi.tion.1 SILVERSCREENPARTNERSII a» INTERSCOPE COMMUNICATIONS PRODUCTION BETTE MIDLER SHELLEYLONG an ARTHUR HILLER FILM “OUTRAGEOUSFORTUNE" PETER COYOTE anp GEORGECARLIN Co Piodicedbp PETERV. HERALD SCOTTKROOPF MARTINMICKELSON .„iieno, LESLIEDIXON p,odUcedb, TEDFIELD ROBERTW CORT o„ectedb, ARTHURHILLER IENSISANDPAÍAFlfX® CAMiRA B, PANAVISION® Coloi b, Dí LUXi® Distilbuted b, BUENAVISIA DISTIilBUIION COINC UUi ©1981IouctalonePictiiies H S£L£CTTD TMEATRES EVRÓPUFRUMSÝNING „MEÐTVÆR í TAKINU“ Hér kemur hin sannkallaða grínmynd sumars- ins Outrageous Fortune sem gerði svo sannarlega lukku í Bandaríkjunum og er nú orðin best sótta grínmyndin þar 1987. Island er annað landið í röðinni til að frumsýna þessa frábæru grínmynd. Aðalhlutverk: Bette Midler, Shelley Long, Peter Couort, Robert Prosky. Leikstjóri: Arthur Hiller. Sýnd kl. 9 og 11. A th! í tilefni opnunar Bíóborgarinnar eru sýningar í dag aðeins ki. 9 og 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.