Morgunblaðið - 20.05.1987, Side 37

Morgunblaðið - 20.05.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAI 1987 37 „Ætli Indland sé ekki kjör- ið fyrir forvitna og fróð- leiksfúsa íslendinga“ Spjallað við Krishna Batra, forstjóra Rík isferðaskrifstofu Ind- lands á Norðurlöndum. „Á síðustu árum hafa Indverjar í auknum mæli reynt að laða til sín erlenda ferðamenn og segja má, að ferðamenn geti komið til landsins á hvaða árstíma sem er. Veg^na stærðar er alltaf þægilegt veður á einhverjum svæðum í Iandinu. Á sumrin er til dæmis fátt sem jafnast á við Kashmir. Og reyndin hefur orðið sú, að meðaldvalartími er 26 dagar og fólk sækir Indland heim oftar en einu sinni. Enda komið inn í framandlegan heim, myndi ég leyfa mér að segja. Heim, sem ég held að ferðamenn þurfi þurfi nokkurn tíma til að meðtaka." Þannig komst Krishna Batra, forstjóri Indversku ríkisferðaskrif- stofunnar að orði. Hann var í Reykjavík í síðustu viku og ræddi við ýmsa forsvarsmenn í ferðamál- um hér. Hann sagði, að ekkert hefði verið afráðið að svo stöddu, en hann teldi að áhugi væri á að athuga málið af fyllstu alvöru. Honum væri kunnugt um, að í undirbúningi væri a.m.k. ein ferð til Indlands í ár. Vonandi yrði ekki látið staðar numið og hann mundi leggja sig fram til að um frekara samstarf yrði að ræða. „Ég er ekki í neinum vafa um, að íslendingar njóta þess að koma til Indlands. Þeir hafa augsýnilega unun af ferðalögum og mér finnst þeir koma manni þannig Ljósmynd Mbl.KGA Krishna Batra forstjóri. fyrir að þeir séu líka fróðleiksfúsir og forvitnir ferðalangar. Indland hefur upp á svo ótrúlega fjölbreytni að bjóða, að fáu er líkt, leyfi ég mér að segja. Indland er að vísu eitt land, en það skiptist niður í ríki og segja má að hvert ríki beri sín sérkenni, hvort sem er í hefðum, menningu og erfðum. Indland er eins og Evr- ópa öll, alls staðar eitthvað nýtt að sjá, en jafnframt ólíkt því sem var handan landamæra. Og samt eru ákveðið svipmót með Evrópulönd- um öllum, sem við skynjum - sem utan hennar erum ættuð," sagði Batra. „Ég staðhæfí hiklaust, að Ind- land bjóði upp á stórkostlegri fjölbreytni í landslagi, dýra og jur- talífí, mannlífí, svo að nokkuð sé nefnt, en flest önnur svæði í heimin- um,“ sagði Batras. „Og svo er alls staðar eitthvað um að vera, trúar- hátíðir, menningarviðburðir, alls konar uppákomur og sýningar. Ég verð að segja, að mér finnst víða gæta nokkurs ókunnugleika á ind- verskum málum. Það er í sjálfu sér eðlilegt, enda landið stórt. Nánast eins og heil álfa. En heimurinn minnkar stöðugt, það eru engin ný sannindi, en góð og gild. Og við höfum mikið gagn og gaman af að kynnast framandi þjóðum. íslend- ingar leggja vonandi í auknum mæli leið sína til Indlands." Krishna Batra hefur aðsetur í Stokkhólmi og hefur unnið hjá Ríkisferðaskrifstofunni í fjölda ára, en verið búsettur í Stokkhólmi í hálft annað ár. Hann sagði, að á síðasta ári hefði ferðamannafjöldi til Indlands losað eina milljón og fyrirsjáanleg væri umtalsverð aukn- ing. Af skiljanlegum ástæðum koma flestir ferðamanna frá Bret- landi. Þar næst eru Bandaríkja- menn, Þjóðveijar og Frakkar. Norðurlandabúar eru nú famir að bætast við. Batra sagði, að flestir ferðamenn ferðuðust um. En margir notuðu svo nokkra daga til að á strönd- inni. Indland byði upp á 6000 kílómetra strandlengju. Einna þekktast væri Goa svæðið, vestan- megin, en strendur austanmegin væru ekki síðri. Krishna Batra lýsti síðan ánægju sinni með þá fundi, sem hann hefði átt með ferðafrömuðum og sagðist vonast til að geta skoðað sig eilítið um í næsta skipti. r NÝI TÍMINN.. Klukka í Pýramída 143 manns í Félagi bókasafns- fræðinga AÐALFUNDUR Félags bóka- safnsfræðinga var haldinn þann 29. apríl sl. Stjóm félagsins skipa nú: Karítas Kvaran formaður, Ólöf Benediktsdóttir varafor- maður, Súsanna Flygenring gjaldkeri, Dóra Thoroddsen rit- ari, Þóra Gylfadóttir og Nína B. Svavarsdóttir meðstjómendur. Fráfarandi formaður, Þórdís T. Þórarinsdóttir, lagði fram skýrslu stjómar fyrir síðasta starfsár. Þar kom fram að 20 bókasafnsfræðing- ar gengu í félagið á árinu og em þeir nú 143. Að frumkvæði félags- ins var í samvinnu við fleiri aðila haldin námsstefna um tölvunotkun á bókasöfnum í maí 1986. Tvö end- urmenntunamámskeið vom haldin á vegum félagsins í samvinnu við Tölvufræðsluna sf. um notkun smátölva og tölvuforrita á bóka- söfnum. Fráfarandi stjóm skipu- lagði einnig námskeið um notendafræðslu á bókasöfnum, sem haldið var dagana 4.-7. maí sl. Kennari á námskeiðinu var Nancy Fjállbrant bókasafnsfræðingur við Chalmers teknologiska universitet í Gautaborg. Tveir hádegisverðar- fundir vom haldnir á vegum félags- ins og félagsmenn, sem nýlega höfðu sótt fundi eða ráðstefnur er- lendis, fengnir til þess að greina frá þeim. Félagið gekkst fyrir útgáfu kynningarbæklings um nám og störf bókasafnsfræðinga og verður honum dreift til allra félagsmanna FB og víðar. Fjölmargir fundir um kjaramál vom haldnir á árinu. 53 félagsmenn FB sem em ríkisstarfs- menn fóm í verkfall dagana 2.-11. apríl síðastliðinn, og var það í fyrsta sinn sem bókasafnsfræðingar fara í verkfall. af Peugeot 205 Bílar tilafgreiöslu strax JOFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 ÞORHILDUR/SÍA (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.