Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 20. MAÍ 1987 OPIÐ BRÉF — til Sveinbjörns Rafnssonar prófessors í heimspekideild eftir Jón Kristvin Margeirsson í nýlegu nefndaráliti, sem þú hefur undirritað, er vitnað í dóm- nefndarálit tveggja dómnefnda um ritgerð mína pDeilur Hörmangara- félagsins og Islendinga 1752—57“ til stuðnings neikvæðu áliti þínu og meðnefndarmanna þinna og komizt svo að orði, að á ritgerð minni séu „verulegar brotalamir". Nú hef ég staðhæft opinberlega (sbr. grein mína í Morgunblaðinu 15. júlí sl. sumar), að í ritgerð minni sé í hvívetna farið eftir gild- andi reglum í vísindalegri sagn- fræði. Treystir þú þér til að vefengja þetta? Auðvitað geta eng- ar brotalamir, sízt af öllu veruleg- ar, verið á sagnfræðirannsókn, þar sem í hvívetna er farið eftir gild- andi reglum í vísindalegri sagn- fræði. Reglumar, sem hér er átt við, standa skráðar í þeim ritum, sem ég nefndi í „Opnu bréfi til heimspekideildar" í Mbl. 7.-8. mars 1986 og auðvitað ætlast ég til þess, að þú rökstyðjir svar þitt með tilvitnunum úr þessum ritum. Hvert er svar þitt, Sveinbjöm Rafnsson, við þessari spurningu? Ennfremur: Getur þú nefnt dæmi, þar sem þú vefengir ein- hveija niðurstöðu í ritgerð minni á þeirri forsendu, að ekki hafí verið farið eftir gildandi reglum í vísindalegri sagnfræði? Gunnars þáttur og Gísla Það er nú við hæfí, að ég út- skýri það fyrir lesendum Morgun- blaðsins, hvemig á því stendur, að ég tel mig hafa ástæðu til að beina spumingu til Sveinbjöms Rafns- sonar á opinberum vettvangi. Fyrir 1—2 árum var auglýst laus til umsóknar staða prófessors í sögu í heimspekideild Háskóla ís- lands. Undirritaður var meðal umsækjenda, sem voru fímm tals- ins. Eitt þeirra gagna, sem undir- ritaður lagði fram með umsókn sinni, var áðumefnd ritgerð um Hörmangaradeilumar 1752—57. Nú stóð þannig á, að ég hafði lagt þessa ritgerð fram til doktorsvam- ar við heimspekideild árið 1980, og Gunnar Karlsson prófessor hafði þá verið formaður nefndar þeirrar sem um hana fjallaði og skilaði áliti 1981. Atferli hans sem dómnefndarmanns reyndist þá ekki í samræmi við það, sem ætl- ast verður til af manni, sem sinnir slíku verkefni og ég kærði hann þess vegna til háskólaráðs fyrir misferli í starfí. Með kærunni sendi ég 40 blaðsíðna athugasemdir, þar sem ég hrakti forsendur Gunnars og meðnefndarmanna hans. Gunn- ar reyndist ófær um að standa við dómnefndarálitið og var svo að- þrengdur, að hann neyddist til að biðja um vemd. Hinir dómnefndar- mennimir gátu heldur ekki staðið við það, enda hafði Gunnar skrifað álitið, þótt hinir hefðu lagt eitthvað af mörkum. Söguna af þessu hef ég sagt í „Opnu bréfí" í Mbl. 7.-8. mars 1986 og er þar m.a. sýnis- hom úr dómnefndarálitinu og athugasemdum mínum. Er því óþarft að orðlengja um þetta hér. Eins og greint er frá I „Opnu bréfí" lagði ég ritgerð mína fram aftur við heimspekideild og var þá skipuð ný dómnefnd, sem skilaði áliti 1984. Gunnar Karlsson tók ekki sæti í henni en hinir dóm- nefndarmennimir sátu áfram. í stað Gunnars var settur Gísli Gunnarsson sagnfræðingur. Það var óheppilegt að setja tvo af gömlu dómnefndarmönnunum í nýju dómnefndina, þar sem þeir höfðu ekki getað staðið við það, sem þeir höfðu sett nöfn sín undir 1981. Formaður nýju dómnefndar- innar var annar af „gömlu“ dómnefndarmönnunum, en það var nýi maðurinn, Gísli Gunnarsson, sem réð ferðinni og setti upp fals- forsendur eins og ég hef gert grein fyrir í „Opnu bréfí". (Sbr. einnig grein mína í Mbl. 15. júlí síðastlið- ið sumar.) í tilefni af athæfí Gísla Gunnarssonar hef ég sent heim- spekideild nokkrar kærur á hann, en ennþá hefur deildin ekki fjallað efnislega nema um þá fyrstu. Fastakennumm heimspekideildar sendi ég á sínum tíma 68 blaðsíðna athugasemdir við þetta dómnefnd- arálit. SENDIBILL AF FULLRI STÆRÐ IVECO DAILY er afburðasendibíll á góðu verði: alveg upp í topp. • Rúmgóður, 11.5 rúmmetra. • Burðargeta 2.1 tonn. • Kúlutoppur, rennihurð á hlið, afturhurð sem opnast 270 • 4 cyl. dieselvél 72 hö. DIN. • 5 gíra kassi. • Sjálfstæö öflug grind. • Fljótandi afturöxlar. • 16“ felgur, tvöföld afturhjól. • Upphitaðir útispeglar. • Fjölmargar gerðir fáanlegar, m.a: Pallbílar, vinnuflokkabílar, rútubílar og fl. • Til afgreiðslu meðlOdaga fyrirvara. • Ýmis greiðslukjör, þ.á m. kaupleigusamningur. • Verð aðeins 1290.000 krónur. gengisskr. 1..87 Smiðsbúð 2. 212 Garðabær, sími 65-65-80 Jón Krístvin Margeirsson „Það þarf breytingu á lögnm um Háskóla ís- lands. Setja þarf inn í þau ákvæði um stjórn- arnefnd kjörna af Alþingi til eftirlits með heimspekideild. Stjórn- arnefndin ætti að líta eftir tilnefningum deildarinnar. Og stjórn- arnefndinni yrði m.a. falið á hendur að fjalla um kærur, sem koma fram vegna vafasams framferðis einstakra deildarmanna. “ Tilnefning heim- spekideildar Nú víkur sögunni að áðurnefndu prófessorsembætti. Dómnefnd var skipuð til að meta það, hvort um- sækjendur um embættið væru JVC DYNAREC MYNDBÖND 6 mismunandi lengdir Dreifing . Il/PUMBOÐIÐ BUJg yffljjí LAUGAVEGI 89 o 91 27840 hæfír og er fyrirkomulagið þannig, að heimspekideild, háskólaráð og menntamálaráðherra tilnefna þrjá menn. Heimspekideild tilnefndi Gunnar Karlsson prófessor og há- skólaráð tilnefndi Sveinbjöm Rafnsson prófessor. Til að meta hæfni mína tilnefndi heimspeki- deild sem sé þann mann, sem ég hafði kært fyrir misferli í starfí, prófessorinn, sem hafði reynzt svo sannur að sök, að hann varð að biðja um vemd gegn ákæmm mínum. Hún valdi manninn, sem gat ekki staðið við sitt eigið dóm- nefndarálit um ritgerð mína. Prófessor, sem leggur niður rófuna og treystir sér ekki til að veija gerðir sínar, þegar hann er kærður fyrir misferli í starfí, er auðvitað óhæfur sem dómnefndarmaður og ekki hægt að taka mark á honum. En fram að þessu hafði ég álitið, að öðm máli gegndi um Sveinbjöm Rafnsson. Athugum nú ofurlítið, hvemig Sveinbimi hafa famazt dómnefndarstörfín. Sveinbjörns þáttur Til að auðvelda lesandanum að ná áttum tel ég rétt að byija með að fara nokkmm orðum um rann- sóknaraðferð í helzta rannsóknar- verki Sveinbjöms. Hér er um að ræða doktorsritgerð hans „Studier í Landnámabók", 256 blaðsíðna ritgerð. Aðalrannsóknarspuming- ar Sveinbjöms em tvær: 1. Hvenær var Fmm-Landnáma rituð? 2. Hvert var tilefnið til ritunar Fmm- Landnámu? Hvert var markmiðið með ritun hennar? Skal nú farið um þetta nokkmm orðum. 1. Hvenær var Fram-Landnáma rituð? Sveinbjöm telur hana ritaða fyrir 1104. Sönnun hans er á þá lund, að Heklugos hafí orðið 1104 og þess sé ekki getið í Landnámu. Þetta sýni, að Landnáma sé rituð fyrir gosið. Gallar em á rannsóknaraðferð Sveinbjöms. Hér þarf að svara tveim spumingum. Var Heklugoss- ins 1104 ekk.i getið í Fram-Land- námu? Ef Heklugossins var ekki getið í Fmm-Landnámu, hver var þá orsökin? Fram að þessu hafa ekki komið fram svör við þessum spumingum, sem hægt er að reiða sig á. Fram-Landnáma er ekki varðveitt og þess vegna vitum við ekki, hvort Heklugossins hefur verið getið þar. En Sveinbjöm gef- ur sér það sem forsendu, án þess að taka það til rannsóknar (enda erfitt um vik), að gossins hafí ekki verið getið. Þessi forsenda Svein- bjöms er hrein ágizkun og er því ekki hægt að nota hana sem for- sendu. En ef menn gefa sér samt sem áður þessa forsendu, að Heklu- gossins 1104 hafí ekki verið getið í Fram-Landnámu, má auðvitað spreyta sig á því að fínna svarið við því, hvers vegna gossins hafi ekki verið getið. I slíku tilfelli er nauðsjmlegt að setja upp alla hugs- anlega möguleika og fjalla um þá. Ef þá kæmi í ljós, að tveir eða í dag Blík Eiðistorgi Búum í haginn*... Opnunargengi til 22.5.1987 Kaupgengi Sölugengi Sjóðsbréf 1 985 1.000 Sjóðsbréf 2 985 1.000 • Sjóósbréfin bera nú9-11% ivöxtun umtram verðbólgu. Enginn eignast krónuna nema hann hirði eyrinn. 1 = Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. Siminn að Ármúla 7 er68-10-40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.