Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAI 1987 58 Með morgimkaffínu Hrikalegt hve tíminn er fljótur að líða þegar mað- ur situr svona og spjall- ar... HÖGNI HREKKVÍSI AE> HEIMAN. Um tungumála- kennslu í menntaskólum - bæði franska og þýska verði skyldugreinar Til Velvakanda Undriritaður er langt kominn í námi í raunvísindum við erlendan háskóla. Ég er að undirbúa loka- verkefni mitt um sérsvið það sem ég valdi. Nú hef ég rekist á hindr- un, sem ég hafði ekki gert ráð fyrir. Hún er sú að ég kann lítið í frönsku, en ýmsar upplýsingar um fyrmefnt sérsvið er hvergi að fínna nema í frönskum bókum og tímarit- um. Heppnin hefur hins vegar fylgt undirrituðum því kunningi hans hefur þýtt nokkra mikilvæga kafla úr frönsku á mál sem undirritaður skilur. Þetta hefur þó kostað óþæg- indi og tafir, og Ijóst er að ef undirritaður ætlar sér lengra á þessu sérsviði neyðist hann til að sækja námskeið í frönsku t.d. í kvöldskóla eða gera hlé á námi þar til franskan hefur botnfallið, því ekki er hægt að ætlast til að kunn- ingjar þýði heilu bækurnar úr frönsku eftir þörfum. Þessi vandræði hafa orðið til þess að undirritaður hefur farið að velta tungumálakennslu í íslenskum menntaskólum fyrir sér. Hann man eftir því að þyngd námsins þar var ekki svo mikil að ekki hefði mátt bæta frönsku við námsefnið. Undir- ritaður lærði þýsku í menntaskóla og hefur hún komið að góðum not- um í síðara námi. Heyrst hefur að nú útskrifist 50 prósent í hverjum árgangi sem stúdentar og stór hluti vinni aukavinnu og aki um á einkabílum. Jafnframt blasir hvar- vetna við í íslensku samfélagi að stöðugt dregur út tengslum lands- ins við Evrópu. Að þessu athuguðu (og þegar haft er í huga að undirrit- aður er ekkert einsdæmi) ætti það ekki að vera til of mikils mælst að franska og þýska (sem nú er valið á milli sem 3ja máls á eftir ensku og dönsku) verði skyldugreinar í menntaskólum. Evrópa og vísindin standa þeim opin sem kann þessi tvö tungumál (auk ensku og dönsku). Goð menntastefna borgar sig. Undirritaður skorar á þá sem þetta lesa og eiga hlut að máli, að láta í sér heyra. Þetta er bráðnauðsynleg breyting. Nemi í raunvísindum við erlendan háskóla Víkverji skrifar Islensk málnefnd hefur sent frá sér fyrsta tölublað nýs tímarits, sem heitir Málfregnir. Baldur Jóns- son, formaður nefndarinnar, lýsir hlutverki þess þannig:„Málfregnir eiga að flytja hvers konar efni sem varðar íslenska málrækt eftir því sem ástæður leyfa. Leitast verður við að greina frá afskiptum stjóm- valda af íslensku máli og aðgerðum annarra opinberra aðilja. Þetta á einnig við um ýmsar athafnir mál- nefndarinnar sjálfrar og sitthvað af hennar verksviði sem ástæða þykir til að segja frá. í Málfregnum verða birtar stuttar umsagnir um bækur, greint frá niðurstöðum mál- fræðilegra rannsókna sem varða íslenska málrækt, sagt frá fundum ráðstefnum og fleira slíku.“ Baldur Jónsson segir, að þess sé vænst að hið nýja rit málnefndar geti náð til sem flestra áhugamanna um íslenskt mál, kennara, fræði- manna, rithöfunda, stjórnmála- manna, embættismanna, sérfræð- inga í ýmsum greinum, kaupsýslumanna, auglýsenda, fjöl- miðlafólks o.s.frv. Mælist formað- urinn til þess, að þeir, sem hafa fengið fyrsta tölublaðið í hendur, hvetji vini og kunningja til þess að gerast áskrifendur. Gerir Víkvetji það hér með en með því tölublaði, sem honum var sent, fylgdi gíróseð- ill með tilmælum um að greiddar yrðu 250 kr. fýrir 1. og 2. tölublað Málfregna. Ætti engum að vera það ofviða á þessum tímum heimsmeta í lottói og metsöfnunar fyrir vfmu- iausa æsku. Askriftarsími Islci.skr- ar málstöðvar er (91) 28530. Enn leyfir Víkverji sér að vitna í það, sem Baldur Jónsson hef- ur að segja í fyrsta tölublaði Málfregna og nú um orðið áhorf. „Á síðustu tímum hefir færst í vöxt að mynda nafnorð af sögnum, þau sem kalla mætti athafnaorð, t.d. stjórnun af stjórna. í ensku er mikið um slíkar myndanir og gætir eflaust áhrifa þaðan. íslenskan er ofurlítið treg til að fara þannig að ráði sínu. Henni virðist eiginlegra að láta sögnina duga.“ Baldur Jónsson segir, að orðið horfun, sem gert hefur vart við sig síðustu vikumar einkum um þá at- höfn að horfa á sjónvarp, sé að sinni hyggju bæði ótækt og óþarft og áhorfun sé auðvitað engu betra. Nefnir Baldur að það að horfa á mætti heita áhorf enda sé það til í þessari merkingu. Samkeppni sjónvarpsstöðva í landinu hefur kallað á nafnorð yfir það að horfa á sjónvarp. Frétta- mönnum var ókleift að segja frá niðurstöðum skoðanakannanna um það, hve margir fylgjast með stjórn- varpsstöðvunum án þess að fá nafnorð til að auðveida sér frásögn- ina. Þannig kalla breyttir atvinnu- hættir fljótt á ný orð. Við gerum þá kröfu til tungunnar, að hún gefi okkur strax nýtt tæki; engin furða þótt henni sé líkt við kjörgrip. XXX Nú er mikið rætt um að forseti íslands veiti hinum eða þess- um stjómmálamanninum umboð í stjómarmyndunarviðræðum. Áhugamaður um lögfræði og íslenska tungu hafði samband við Víkverja og vakti máls á því, hvort eðlilegt væri að nota orðið umboð í þessu sambandi. Hér væri ekki um forlegan gjöming að ræða í þeim skilningi, að mönnum væri afhent bréf frá forseta eða ákvörð- un forsetans væri skráð í einhveija gjörðabók. Eina gjörðabókin um samskipti forseta og ráðherra er færð á ríkisráðsfundum. Víkverji er sammála viðmælanda sínum um að orðið umboð eigi ekki allskostar vel við um það, þegar forseti íslands felur einhverjum að gera tilraun til að mynda stjórn eða hafa formlega forystu í samtölum stjómmálamanna um stjómar- myndun. Ekki er ólíklegt, að það hafi ver- ið þörf fjölmiðlanna fyrir nafnorð, sem varð til þess að orðið umboð kom til sögunnar í umræðum um stjórnarmyndanir. Kannski er það einnig fyrir framgöngu fjölmiðl- anna sem samband forseta við stjórnmálamenn í stjórnarkreppu er orðið jafn formlegt og raun ber vitni. Sú spuming vaknar, hvort forseti eigi að bíða eftir því að ein- hver stjórnmálamannanna tilkynni, að hann hafi meirihluta að baki sér á þingi, en veiti ella einhveijum heimild til að mynda minnihluta- stjóm og beiti sér svo fyrir utan- þingsstjórn, ef stjórnmálamennirnir gefast upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.