Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
59
■ VELVAKANDI
SVARAR ( SÍMA
1891100 KL. 13-14
I FRÁ MÁNUDEGI
iTIL FÖSTUDAGS
Hver á að byggja upp og reka
þjónustu við ferðamenn í óbyggðum?
- hugleiðing vegna skrifa Víkverja
um ferðamál 28. apríl sl.
Til Velvakanda.
Víkveiji vekur máls á því í dálk-
um sínum í Morgunblaðinu 28. apríl
sl. að auka beri merkingar á ferða-
mannaleiðum til að auka öryggi
ferðamanna og forða því að níðst
sé á náttúrunni að ástæðulausu.
Til hamingju með þessa niðurstöðu,
Víkvetji góður. Þú hefur áður skrif-
að um ferðamál og segir í pistli
þínum 28. apríl sl., að þú hafír lent
í ritdeilum vegna skoðana þinna á
hlut hins opinbera í ferðamálum.
Þetta er nú ekki alls kostar rétt,
því að sennilega átt þú við pistilinn
þegar þú lýstir yfír andstöðu þinni
við að ferðaþjónustan væri ríkisrek-
in eins og þú kallaðir það, þ.e. að
Ferðamálaráði væri ætlaður hluti
af rekstrarhagnaði Fríhafnarinnar
í Keflavík (en svo er fyrir mælt í
lögum um ferðamál).
Eftir þessa yfírlýsingu þína sendi
lesandi Morgunblaðsins þér eina
litla spurningu, án þess að taka
afstöðu til hvort Fríhafnarfram-
lagið ætti rétt á sér eða ekki.
Spumingin var á þá leið hver ætti
að þínu mati að byggja upp og reka
óarðbæra þjónustu við ferðamenn
í óbyggðum (eins og t.d. að leggja
Hart vegið
að okkar lagi
í Söngva-
keppninni
Kæri Velvakandi.
Ástæðan fyrir bréfí þessu er sú
að mér og nokkrum öðrum fannst
hart vegið að okkar lagi í Júró-
visjón. Okkar lag sem var langbest
fyrir kannski utan Israel (sem var
besta Júrólagið síðan keppnin byij-
aði) fékk ekki nema 28 stig en átti
skilið 4 sinnum fleiri stig. Það sem
ég tel hneyksli er að Þjóðverjar (sem
gáfu okkur 10 stig) hafi stolið lagi
sínu, Las die sonne in dein herz.
Ég heyrði ekki betur en lagið „Ég
vildi ég væri varalitur þinn“ væri
sungið af Þjóðveijum.
Að lokum viljum við þakka sjón-
varpinu fyrir Mike Hammer-þætt-
ina sem eru örugglega bestu
gamanþættir sem sjónvarpið hefur
sýnt.
2069-4718
göngustíga og koma upp hreinlæt-
isaðstöðu). Skv. ferðamálalögunum
eru Ferðamálaráði falin þessi verk-
efni ásamt landkynningu erlendis,
en svo vill til að vegna peningaleys-
is hefur nær öllu ráðstöfunarfé
ráðsins verið varið til landkynning-
ar, en framkvæmdir innanlands
hafa setið á hakanum. Þess vegna
vaknaði sú spuming hjá lesanda
sem las pistilinn þinn sl. haust:
Hver(jir) geta hugsanlega komið
inn í myndina til að framkvæma
þau fjölmörgu verkefni sem bíða
úrlausnar á ferðamannastöðunum í
óbyggðum? Þessari spurningu var
varpað til þín, Víkveiji góður, en
þú vékst þér undan því að svara
spumingunni, nema þá í pistli
þfnum 28. apríl sl. Þá stingur þú
upp á því að Vegagerðin auki merk-
ingar.
Ég óska þér til hamingju með
þessa niðurstöðu og vildi mega setja
þér fyrir smá heimaverkefni þar til
þú sendir frá þér næsta pistil: Hver
ætti að þínum dómi að 1) setja upp
viðvörunarskilti á hverasvæðum, 2)
merkja gönguleiðir á ferðamanna-
stöðum, 3) rækta upp moldarsvæðin
sem myndast hafa á fjölfömustu
ferðamannastöðunum, 4) koma upp
og halda við hreinlætisaðstöðu í
óbyggðum (svo ferðamennimir
þurfí ekki lengur að skríða ofan í
skurðina meðfram þjóðvegunum
eða leita undir moldarbörðin)?
Svona mætti lengi telja, því að verk-
efnin era nóg.
Til að koma í veg fyrir misskiln-
ing vil ég taka fram að ég er hvorki
að mæla með né móti ríkisforsjá í
ferðaþjónustunni, heldur er hér að-
eins verið að leita til þín Víkveiji
góður, sem hefur lýst ákveðinni
skoðun þinni á skipulagi ferðamála
og vekja athygli á fjölmörgum verk-
efnum sem bíða úrlausnar, verkefn-
um sem landslög hafa lagt á herðar
Ferðamálaráðs en því síðan gert
ókleift að sinna með því að bijóta
þau sömu landslög ár eftir ár. (Það
er samt ekki úr vegi að vekja at-
hygli á því að skiptar skoðanir era
um það hvort skoða beri Fríhafnar-
framlagið sem ríkisstyrk eða hluta
af hagnaði sem ferðaþjónustan sjálf
gefur af sér.) En gaman væri,
Víkveiji góður, að heyra svör þín
við ofangreindum spuraingum, þú
sem hefur svo ákveðnar skoðanir á
skipulagi ferðamála hér á landi.
Nú fer sá tími í hönd þegar reiðhjólin eru tekin fram.
Yfirfarið hjólin með börnum ykkar og sjáið um að allur
öryggisbúnaður sé í lagi. Brýnum fyrir bömum okkar að
gæta varúðar og leiðbeinum þeim hvar öruggast er að
hjóla.
Þessir hringdu . . .
Amstrad PCW
HL hringdi: „Fyrir nokkram vik-
um sá ég auglýsingu í dagblaði
þar sem „Amstrad-klúbburinn"
auglýsti eftir nýjum félögum. Mér
láðist að hringja í þá en það sem
ég vildi vita er hvort þessi klúb-
bur sé einnig fyrir þá sem eiga
Amstrad pcw 8256 eða 8512, eða
hvort hann sé eingöngu fyrir
heimilistölvumar. Ég yrði þakk-
látur ef einhver sæi sér fært að
svara þessari fyrirspum."
Lyklakippa
Lyklakippa fannst í Víðiteig, Mos-
fellssveit. Á kippunni er einn
bíllykill og fjórir húslyklar. Eig-
andi lyklakippunnar getur hringt
í síma 66 65 24.
Er Smári hættur hjá
Bylgjiumi
NN hringdi: „Er Smári Ríkarðs-
son, fréttamaður Bylgjunnar í
Þýskalandi, hættur að vinna fyrir
Bylgjuna. Það hefur ekki heyrst
í honum nokkuð lengi og ég sakna
fréttapisla hans."
Þarf að hafa meira við
snadínista?
Ellilífeyrisþegi hringdi: „Nú hef-
ur sjónvarpið sent fréttamenn til
Nigaragua. Þarf að hafa meira
við sandínistana í Nigaragua held-
ur en við Castró á Kúpu eða
Víetnam?
Góð þjónusta hjá Dem-
antshúsinu
Ása hringdi: „Mig langar til að
koma á framfæri þökkum fyrir
góða þjónustu sem ég varð aðnjót-
andi hjá Demantshúsinu
Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfírði.
Ég fór þangað með gullhálskeðju
til viðgerðar fyrir nokkra. Hún
var ekki tilbúin hjá þeim á tilsett-
um tíma og þeir hringdu í mig til
að láta vita það. Það er til mikill-
ar fyrirmydar að láta viðskipta-
vininn vita í svona tilfellum því
ánnars hefði ég hugsanlega farið
fýluferð. Þetta hlýtur að teljast
góð þjónusta og til fyrirmyndar."
Heyrnartæki tapaðist
Hinn 15. maí tapaðist heymar-
tæki í fatamótöku Þjóðskjalasafns
eða þar í grennd. Finnandi er vin-
samlegast beðin að hringja í síma
3 43 44.
Innilegar þakkir til ykkar allra sem heimsóttu
mig, sendu skeyti eÖa hugsuÖu til mín á annan
hátt á 70 ára afmœli mínu.
GuÖ blessi ykkur.
Anna Ólafsdóttir,
Giljaseli 5,
Reykjavík.
Múpmgmia
kr.285
KAUPFELDGIN
í LANDINU
...
VEIÐISETT
kr. 1.390
FÓTB0LTI
kr.495
D0MUS