Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
3
M-hátíð á Isaf irði
Frumsýning Þjóðleikhússins á í-
lenzku verki meðal dagskráratriða
Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra, efnir til
menningarhátíðar á ísafirði i
samvinnu við bæjarstjórn ísa-
fjarðar dagana 3.-6. júní nk.
Þessi M-hátíð á ísafirði verður
með mjög líku sniði og M-hátíðin,
sem efnt var til á Akureyri á
liðnu sumri, segir í frétt frá
menntamálaráðuneytinu.
í fréttatilkynningu segir einnig:
„Menntamálaráðherra hefur lýst
því yfir, að tilgangur með M-hátíð-
um sé að vekja athygli á varðveislu
tungunnar og einnig að vekja at-
hygli á þeim menningararfí sem
byggðimar geyma. Þótti sýnt með
M-hátíðinni á Akureyri í fyrra, að
full þörf væri fyrir sérstakar menn-
ingarhátíðir í byggðarlögum með
stuðningi menntamálaráðuneytis-
ins, enda komu þá fyrir almanna-
sjónir menningarverðmæti, sem
allof oft eru iátin liggja í láginni.
Má í því sambandi minna á yfírlits-
sýningu á málverkum frá akureysk-
um heimilum, sem vakti mikla
athygli.
Auðvitað setur hver staður sinn
svip á M-hátíð og svo verður um
hátíðina á ísafírði, sem tengist
Vestfjörðum öllum, eins og hátíðin
á Akureyri tengdist Norðurlandi
eystra.
M-hátíðin á ísafírði hefst mið-
vikudagskvöldið 3. júní með sýn-
ingu Leikfélags Flateyrar á
leikritinu „Orðabelgur" sem verður
sýnt í sal grunnskólans á ísafírði.
Daginn eftir, fimmtudag 4. júní,
hefst sýning á málverkum úr Lista-
safni Islands í frímúrarasalnum á
ísafírði. Menntamálaráðherra mun
flytja ávarp við það tækifæri ásamt
bæjarstjóranum á ísafírði, Haraldi
L. Haraldssyni. Þá syngur Guðrún
Jónsdóttir nokkur lög. Sýningin
verður opin frá kl. 20 til 22 og kl.
15—18 og kl. 20—22 um helgar til
15. júní. Þama verða sýnd verk
eftir gamla og nýja meistara. Um
kvöldið setur svo menntamálaráð-
herra M-hátíðina formlega í félags-
heimilinu í Hnífsdal, áður en
frumsýning hefst á nýju íslensku
leikríti Þjóðleikhúss, „Hvar er ham-
arinn?" eftir Njörð P. Njarðvík.
Tónlist við leikritið samdi Hjálmar
H. Ragnarsson. Leikstjóri er Brynja
Benediktsdóttir. Leikmynd og bún-
ingar eru eftir Sigurjón Jóhannsson.
Með hlutverk fara Erlingur Gísla-
son, Lilja Þórisdóttir, Randver
Þorláksson, Öm Ámason, Ólafur
Öm Thoroddsen, Valgeir Skagfjörð,
Eyþór Amalds, Kristrún Helga
Bjömsdóttir og Herdís Jónsdóttir.
Föstudaginn 5. júnf hefst dag-
skrá kl. 18 í félagsheimilinu í
Hnífsdal með sýningu fyrir ungl-
inga og fullorðna á verki Njarðar
P. Njarðvík, „Hvar er hamarinn?"
Um kvöldið verður svo efnt til sam-
HÁTÍÐ
felldrar dagskrár í Alþýðuhúsinu á
Ísafirði, en flutning annast félagar
úr Litla leikklúbbnum. Tónlist er
undir stjóm Jónasar Tómassonar.
Stjóm dagskrárflutnings annast
Oddur Bjömsson. Flutt verður efni
úr skáldverkum eftir Vestfirðinga
og vestfirsk tónlist. Má nefna upp-
lestur úr „Söguköflum af sjálftim
mér“ eftir Matthías Jochumsson,
samlestur úr „Kristrúnu í
Hamravík" eftir Guðmund G. Haga-
lín, sögu eftir Fríðu Sigurðardóttur
og leikþátt úr „Manni og konu“
eftir Jón Thoroddsen. Um kvöldið
verður hátíðardansleikur í Sjálf-
stæðishúsinu og hátíðardansleikur
fyrir unglinga í félagsmiðstöðinni
Sponsið.
Laugardaginn 6. júní verður efnt
til sérstakrar hátíðardagskrár S fé-
lagsheimilinu í Hr.ífsdal kl. 14.00.
Stjómandi dagskrár verður Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, forseti
sameinaðs þings. Kristinn Jón Jóns-
son, forseti bæjarstjómar á ísafirði,
flytur ávarp, en síðan mun Sverrir
Hermannsson flytja erindi um Jón
Sigurðsson forseta og Vestfirðinga.
Þá leikur Anna Áslaug Ragnars-
dóttir einleik á píanó, Bjöm Teits-
son, rektor, flytur erindi sem nefnist
„Framtíð íslenskrar tungu". Eftir
kaffíhlé, sem gert verður að lokinni
ræðu rektors, flytur Sigfús Daða-
son, skáld, erindi um Stein Steinar,
skáld. Helgi Þorláksson, cand.
mag., flytur erindi um Jón Indía-
fara, en að því búnu les Guðmundur
Ingi Kristjánsson, skáld á Kirkju-
bóli, ljóð eftir sig. Hátíðinni lýkur
með því að Sunnukórinn á ísafírði
syngur undir stjóm Beata Joó.
Fyrirhugað er að útvarpa beint
frá hátíðarhöldunum, einkum dag-
skrá á föstudag og laugardag. Er
þess að vænta að Vestfírðingar fjöl-
menni til M-hátíðar á Isafírði,
einnig þeir sem á brott eru fluttir."
Ferðafélag íslands:
Umhverfi Esjunnar
kannað á göngudegi
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
sérstaks göngudags sunnudag-
inn 31. maí nk. og er þetta níunda
skiptið í ár sem slík ganga er
farin. í þessari göngu verður
umhverfi Esjunnar kannað og
verður gengin hringferð fremst
í Blikdalnum. Blikdalur gengur
inn í Esju vestanverða og þegar
þjóðvegurinn er ekinn sést inn í
mynni hans.
Lagt verður upp í gönguna frá
bílastæði sunnan Artúnsár. Gengið
verður eftir götuslóða spölkom inn
dalinn eða þar til komið er inn fyr-
ir brúnir gljúfurs Blikdalsár, sem
heitir Ártúnsá þegar dalnum slepp-
ir. Landið sem gengið er um er
greiðfært og hækkun óveruleg frá
upphafí göngu þar til snúið er við
og hringnum lokað. Til baka er
gengið frá útsýnisstað þar sem dal-
urinn blasir við göngufólki og niður
að gljúfrum Blikdaisár og síðan
meðfram þeim að bflastæðinu þar’
sem gangan hófst. Það tekur um
tvo og hálfan klukkutíma að ganga
þennan hring og er ákjósanleg fyr-
ir alla fjölskylduna.
Brottför verður kl. 13.00 frá
Umferðarmiðstöðinni, austanmeg-
in. Þátttakendur geta einnig verið
á eigin bflum.