Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 17 Skólaslit Fjölbrautar- skólans á Sauðárkróki: Hátt í 50 milljónir kr. vantar í heimavistarhús Stúdentahópurinn og skólameistari í pontu. Morgunblaðið/ófeigur Gestsson - segirJónFr. Hjartarson, skólameistari Hofsósi. VINNUEFTIRLIT ríkisins veitti undanþágu til að hægt væri að nota verknámshús skólans á liðnu skólaári og á þessu ári þyrfti 24 milljónir og svipaða upphæð þarf á því næsta til að ljúka byggingu heimavistarhús- næðis fyrir skólann. Þetta sagði skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, Jón Fr. Hjartar- son, í skólaslitaræðu sinni þegar skólanum var slitið á laugardag- inn. Þá voru útskrifaðir 30 stúdentar og 9 iðnnemar. Enn- fremur luku námi við skólann á þessu skólaári 3 nemendur á al- mennri viðskiptabraut, 9 á skipstjórnarbraut og 11 véla- verðir. Þrátt fyrir þröng húsakynni sem há starfsemi var skólalíf fjölbreytt í vetur og voru nemendur um 400 þegar allt er talið. Iðnbrautir voru bifvélavirkjun, blikksmíði, hús- asmíði, rafvirkjun og vélavirkjun. Boðið var uppá sjúkraliðanám en Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki er eini skólinn utan Reykjavíkur og Akureyrar sem útskrifar sjúkraliða. Stúdentsbrautir eru alls fimm. Skólameistari gat þess að nú væru 13 ár síðan framkvæmdir hófust við byggingu heimavistar skólans og í þeim áfanga sem er tilbúinn búa um 60 nemendur. Skól- inn á húsnæði við Kirkjutorg 1 og búa þar 14 nemendur. Hægt geng- ur að ljúka heimavistarálmu sem nú er í smíðum. Á fjárlögum þessa árs eru 7,2 milljónir til fram- kvæmda. Þegar álman er tilbúin geta verið um 150 nemendur í heimavist. Loftræstikerfið í verknámshús- inu er ófrágengið og var starfsemi þar í vetur með undanþágu Vinnu- eftirlits ríkisins. Á þessu sumri er fyrirhugað að ljúka frágangi við loftræstikerfið. Á vegum nemenda var margs- konar tómstundastarf liðið skólaár. íþróttir, skák, brids, tónlistarfélag og leikhópur setti á svið leikrit á hinni árlegu Sæluviku Skagfirð- inga. Málfundafélag starfar og þjóðmálafélag. Héldu frambjóðend- ur kjördæmisins framboðsfund í skólanum fyrir alþingiskosningar. Alls störfuðu við skólann 26 kenn- arar á liðnu skólaári. Skólameistari afhendi þeim nemendum sem skar- að höfðu fram úr viðurkenningar. Ingi V. Jónasson stúdent, sem lauk námi við skólann nú, var tilnefndur heiðursfélagi Nemendafélags FjöL- brautaskólans á Sauðárkróki og fékk innrammað skjal því til stað- festingar. Skólanum var afhent gjöf frá foreldrum 3ja bræðra sem allir hafa lokið námi við skólann. Var það stór ljósmynd af heimabyggð þeirra, Suðureyri. _ ófeigur ^SS>ss Hdaartilboði Flauelsblóm i pohi q« 35% afsláttur -J60r. ao’ -Takmarkaðar birgðir Mtígaróinn á einwn stað Sumarblómin eru komin og garðplöntusalan í fullum gangi. Komið í Blómaval, veljiö fallegar garðplöntur við nýjar og betri aðstæður. Mikið úrval af sumarblomum, aarðrósum, fjölærum plöntum, trjám og runnum. __ Blómum ■^Zro víöa veroW . , verkfæri. Eigum öll verWœn sass-—'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.