Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
Ástralía:
Hefur opnað dyrnar fyrir
innflytjendur upp á gátt
HÉR Á LANDI er nú stödd
Emma Hogen-Esch, annar sendi-
ráðsritari Sendiráðs Ástralíu í
Kaupmannahöfn, en undir hana
heyra innflytjendaumsóknir
Norðurlandabúa til Ástraliu. Hún
er m.a. stödd hér til þess að ræða
við þá Islendinga sem á undanf-
örnum mánuðum hafa _ óskað
eftir innflytjendaleyfi til Ástralí-
u. Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi litillega við hana um hvaða
skilyrði innflytjandi þurfi að
uppfylla og fleira.
„Við settum nýja reglugerð um
innflytjendur til Astralíu sem tók
gildi I. júlí síðastliðinn og hafa þær
það í för með sér að dymar fyrir
innflytjendur hafa verið opnaðar
upp á gátt,“ segir Hogen-Esch. Hún
segir að 1983 hafí reglum verið
breytt þannig að erfitt var að flytj-
ast til Ástralíu, og þá hafí Ástralir
í rauninni valið sjálfír innflytjend-
uma sem fengu að setjast að í
landinu og að þeir hafí verið valdir
með það fyrir augum að þörf væri
fyrir þá, menntun þeirra og þjálfun
í landinu. Þá hafí einungis um 70
þúsund innflytjendur komið til
landsins á ári, en í ár sé ráðgert
að þeir verði um 120 þúsund og á
næsta ári jafnvel um 150 þúsund.
„Skilyrðin sem innflytjendur
þurfa að uppfylla em þau að þeir
hafí tæknilega eða faglega mennt-
un og séu á aldrinum 20 til 34 ára
gamlir. Hafí umsækjendur háskóla-
próf, þá samþykkjum við þá upp
að 44 ára aldri. Við sækjumst eink-
um eftir ákveðnum gráðum af
háskólamenntun, þ.e.a.s. þess kon-
ar menntun sem r.ýtist hvar sem er
í heiminum og myndi ekki kalla á
sérstök próf í Ástralíu. Þar af leið-
andi sækjumst við ekki eftir þeim
sem hafa læknisnám að baki ann-
ars staðar frá, tannlæknanám eða
lögfræðinám. Hins vegar viljum við
gjaman hvers konar verkfræðinga,
tölvufræðinga, tæknifræðinga,
lyfjafræðinga, efnafræðinga, eðlis-
fræðinga, kennara, sérfræðinga í
hinum ýmsu húmanistísku greinum
og þar fram eftir götum," segir
Hogen-Esch.
Hún bætir við að engar sérstakar
kröfur sé gerðar til þess að fólk
flytji með sér ákveðna fjárupphæð
inn í landiö, en vissulega sé það
mun ráðlegra fyrir fólk að koma
með það mikla fjármuni að það
geti af eigin rammleik hafíð nýtt líf
í Ástralíu. Segir hún að til þess að
svo megi verða ætti upphæð sem
svarar til 2 þúsund bandaríkjadala
að nægja (um 80 þúsund krónur)
en það jafngildi 3000 áströlskum
dölum.
„Vissulega gerum við ráð fyrir
því að innflytjandi sem kemur til
Ástralíu geti verið atvinnulaus til
að byija með, og á meðan svo er,
fær hann greiddar atvinnuleysis-
bætur," segir hún.
Aðspurð um fyrir hveija sé erfíð-
ast að fá innflytjendaleyfi til
Ástralíu segir hún að það sé fyrir
skrifstofu- og verslunarfólk. Það sé
einfaldlega engin þörf fyrir aukinn
mannafla í þeim atvinnugreinum.
Hogen-Esch segir að innflytjend-
ur í Astralíu séu hvaðanæva að úr
heiminum og engar reglur séu í
gildi hvað varðar kynþátt eða þjóð-
emi. Flestir innflytjendumir í
Ástralíu koma frá Bretlandseyjum,
Asiu og Bandaríkjunum. Auk þess
segir Hogen-Esch að Ástralir taki
á móti 12 þúsund flóttamönnum á
ári, en slík móttaka sé þróunarhjálp
og hafí ekkert með innflytjendapró-
gramm landsins að gera.
Hogen-Esch er hingað komin
m.a. til þess að ræða við þá sem
sótt hafa um innflytjendaleyfí til
Ástralíu og um þau viðtöl sagði
hún: „Ég er ekki búin að ræða við
alla sem ég ætla að ræða við, en
ég er mjög ánægð með árangurinn
hingað til. Ég ræddi í morgun við
fjölskyldu sem á náið vinafólk í
Ástralíu og vilja flytja til þess. Þar
bíður þeirra trygg atvinna og þau
uppfylla önnur skilyrði, þannig að
það er vandkvæðalaust að veita
þeim leyfíð. Þá ræddi ég við unga
stúlku sem er ástfangin í Ástrala.
Hún vill far til síns heittelskaða og
væntanlega verða engin vandkvæði
á því. Ungur múrari ræddi við mig
í morgun, sem af ævintýraþrá vill
reyna fyrir sér í Ástralíu. Hann
telur að hann vilji einungis vera þar
f einhvem tíma og snúa svo aftur
hingað. Þannig að þú sérð að það
er af ýmsum ástæðum sem íslend-
ingar sem aðrir vilja reyna fyrir sér
í nýrri og ij'arlægri heimsálfu. Það
er líklega þessi fjölbreytni sem ger-
ir það að verkum, að starf mitt er
svo skemmtilegt."
Hogen-Esch leggur áherslu á að
Ástralir séu með mjög þróað og
fullkomið móttökuprógramm fyrir
innflytjendur sína, sem auðveldi
Morgunblaðið/KGA
Emma Hogen-Escli, annar sendi-
ráðsritari sendiráðs Ástralíu í
Kaupmannahöf n.
þeim eins og mögulegt er að aðlag-
ast hinum nýju heimkynnum sínum.
Þar sé meðal annars um að ræða
hvers konar tungumálaaðstoð, und-
irbúningsnámskeið vegna skóla-
göngu, hvers konar heilbrigðis-
þjónustu og fleira. Hún segir að
um 20 íslendingar flytjist að meðal-
tali á ári til Ástralíu, en það sé þó
mismunandi mikið á milli ára og
oft æði sveiflukennt hversu margir
flytjast frá ári til árs.
Hún segir að öll afgreiðsla fyrir
Islendinga fari fram í gegnum
sendiráð Ástralíu í Kaupmannahöfn
og það taki eitthvað lengri tíma
fyrir Islendinga að fá alla pappíra
í lag, en aðrar Norðurlandabúa, en
þar sé biðtíminn um þrír mánuðir.
Loks segir Hogen-Esch að auk
þess að starfa sérstaklega að mál-
efnum innflytjenda til Astralíu, sé
það í hennar verkahring að stuðla
að gagnkvæmum kynnum á milli
Ástralíu og Norðurlandanna, með
það fyrir augum að auka ferða-
mannastraum á milli Norðurland-
anna og Ástralíu. Slíkt verði best
gert með auknu upplýsingastreymi
á milli þessara fjarlægu heimshluta.
Viðtal: Agnes Bragadóttir.
Bj örgunaræfing:
30 manns
„bjargað“
úr„nauð-
lendingu“
SAMEIGINLEG björgunaræfing
flugmálastjórnar, almannavama
ríkisins, Landhelgisgæslunnar,
Slysavarnarfélags íslands og
varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli,
á björgun farþega úr flugvél sem
„nauðlenti" á Faxaflóa, fór fram
síðdegis á þriðjudag. Æfingin er
liður í sameiginlegum, árlegum
björgunaraðgerðum ríkja á norð-
ur Atlandshafi.
Æfíngin hófst um kl. 15 með til-
kynningu um að flugvél á leið frá
Kúlúsúk á Grænlandi til Keflavíkur
ætti í erfíðleikum. Nokkru seinna
barst tilkynning um að vélin hefi
„nauðlent" á Faxaflóa. Um borð í
vélinni voru 30 manns og voru þegar
gerðar ráðstafanir til að bjarga þeim.
Þyrla frá vamarliðinu, varðskip
Landhelgisgæslunnar og hraðbjörg-
unarbátar slysavamadeildanna í
Reykjavík, Seltjamamesi, Hafriar-
fírði og Sandgerði önnuðust björgun-
ina, að sögn Hafþórs Jónssonar
fulltrúa almannavama ríkisins. Þeir
sem „slösuðust" við nauðlendinguna
voru fluttir með þyrlu varnarliðsins
á sjúkrahúsið í Keflavík. Öðrum var
bjargað um borð í björgunarbátana
sem sigldu með þá til Sandgerðis.
Árlegum björgunaraðgerðum á
Norður- Atlandshafí er fyrir íslands
hönd stjómað af íslensku flugmála-
stjóminni, sem kallar til þá björguna-
raðila sem við á hveiju sinni.
wiiiMiiitmitwMiimiiiitiiifimiiMiiitwittnwiitf
m ttti nti m tmm tm mi m m m m nti rw m m m wt m m m nu m rw m m tm wi m rw m m
twmmtwmmmmttummmmM'HtumMtwtttimmmmmmtmttumtwitt
m ttu ttti m m m rm wt m rtu m m ttti rtu m m tm wi m m m ttu rtti m m m m wi m ttu m ttt
mmmmmmmmttummmmmmmmmttummmmmmmmmttummtH
m ttu ttti m m m m m m m m ttu ttti m m m mmi m m m ttu ttti m m m m mt m m m tti
m m m mmm m m m m m m m mttum m m ttu m m m m Mttutw m m ttu m m ttt
m ttu m m m m m rtu m m m ttu m m m m m mi m m m ttu m m m m m rtu m m m tti
m m m m ttu m m m ttu m m m m ttuttu ttu m m m m m m m tni ttu m m m ttu m m ttt
m ttn m mmm mmim mm ttn m rtumm mrtum mm ttu m mmm mmim mm ttt
m m m rnttu ttu m m ttu m m m m mmttu m m m m m m m mmitu m m ttu m m ttt
m ttu rtu rtu mm rtu rtu m m m ttu rtu m mm rtu nu ttu m m ttu ttu m mm rrn rtu m m m ttt
m m m ttumttu m m ttu m m m m ttumttu m m m m m m m mmttu m m ttu m m ttt
m ttu rtu m mm m mi m m m ttu rtu m mm m wi m m m ttu rtu m mm m rtu m m m ttt
mmmiHitruttum mttummmmmmttum mmmmmmiHimttum mttummtff
m m m m m m m rtu m m m ttu m m m m rtu wi m m m ttu m m m m m ttu m m m ttt
m m m tHittuttu m m ttu m m m m mmttu m m ttu m m m m mttu ttu m m ttu m m ttr
m m m rtumm mrtu m mrn ttu m mmm rturtum rturn ttu rtu rtumm ttumittu mrn ttt
m ttu m mttu ttu m m ttu m m m m mmttu m m ttu m m ttu m mmttu m m ttu m m ttt
m m rtu rtu m m m wi m m m m rtu rtu m m m wi m m m m m rtu m m ttu rtu m m m ttt
m m m mmrn m m ttu m m m m mmrn m mttu m m mm mmrn m mttu m m ttt
m m M M M M M Wl M M m ttu M M M M M Wl M M m ttu ítu M m M M W1M M m ttt
mMmmmmmMmmmmmmmmmMmmmmmmmmmMmmmitt
ítu m M M M M M W1M M M m M M M M M W1M M m m M M m M M W1M M rtR ttl