Morgunblaðið - 28.05.1987, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
Flexello
VAGNHJÓL
Nylon-gúmmí
pumpuð
Allar stærðir
Pttulsen
Suðurlandsbraut 10. S. 686499.
JPtSífjpM^
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Hraðfrystihús Keflavíkur:
Hlutafé aukið um
85 milljónir króna
Bæjarsjóður leggur fram 20 milljónir
HLUTAFE í Hraðfrystihúsi
Keflavíkur hefur verið aukið um
85 milljónir og samningar hafa
tekist við Landsbankann um
skuldbreytingar á vanskilum fyr-
irtækisins. Að sögn Guðfinns
Sigurvinssonar formanns bæjar-
stjórnar í Keflavík er þetta skref
í átt til endurreisnar sjávarút-
vegsins á Suðurnesjum.
Hraðfrystihúsið hefur átt í mikl-
um rekstrarerfiðleikum undanfarið.
Húsið hefur gert út tvo togara sem
hafa haft um 600 tonna minni
þorskkvóta en sambærilegir togarar
annarsstaðar á landinu, að sögn
Guðfmns Sigurvinssonar. Nú hefur
bæjarsjóður Keflavíkur gerst hlut-
hafi í fyrirtækinu með 20 milljóna
króna framlagi, Sambandið hefur
jafnframt aukið sitt hlutafé í fyrir-
tækinu um 60 milljónir og Kaup-
félag Suðurnesja um 5 milljónir
króna. Samið hefur verið við Lands-
bankann um skuldbreytingu lána
sem þar voru komin í vanskil.
Guðfinnur sagði að framlag bæj-
arsjóðs væri hugsað sem neyðarúr-
ræði og hugmyndin er að þegar
rekstur fyrirtækisins fer að ganga
betur geti það keypt hlut bæjarins
aftur. „En bæjarfélagið var tilneytt
til að grípa þama í taumana því
annars hefði fyrirtækinu verið lokað
og togaramir farið út á land og
aldrei komið aftur,“ sagði Guð-
finnur.
Bæjarstjórn Keflavíkur hefur
undanfarið látið fyrirtækið Ráðgarð
vinna skýrslu um ástand sjávarút-
vegs í Keflavík og á Suðumesjum
og í skýrslunni kemur fram að þótt
kvótakerfið hafí átt fullan rétt á
sér og aukið heildarverðmæti sjáv-
arafla landsmanna hafí gallar þess
og mismunun milli byggðarlaga
komið harkalega niður á sjávarút-
vegi í Keflavík vegna lélegarar
afkomu árin fyrir setningu kvóta-
kerfísins. Núverandi aðstæður í
útgerð séu þannig að nær útilokað
sé fyrir unga sjómenn að eignast
bát yfír 10 brúttólestir að stærð
því hömlur, lélegur kvóti og yfir-
verð báta sé sjómönnum ofviða.
Guðfínnur sagði að þessi úttekt
hefði verið gert bæjarstjóminni til
styrktar við að endurreisa sjávarút-
veginn á Suðumesjum. Bæjar-
stjómin ætlar nú að halda fund
með skýrsluhöfundum og ræða leið-
ir til úrbóta. Þar væri hinsvegar
þröngur stakkur skorinn; ef menn
ætluðu að ná í aflann yrðu þeir að
kaupa skip og þau væru á 50-100%
hærra verði en eðlilegt gæti talist
því kvótinn væri reiknaður til verð-
mæta. Því væri eina úrræðið hjá
mörgum að kaupa báta undir 10
tonnum og lifa í voninni um að
geta einhvemtímann stækkað við
sig.
Þessar ungu stúlkur færðu Hjálparsjóð Rauða Kross íslands að
gjöf 1200 krónur sem þær höfðu safnað. Þær heita Áslaug Þor-
björg Guðjónsdóttir, Inga Rósa Sigurðardóttir, Kristín Hrönn
Guðmundsdóttir og Anna Lilja Pétursdóttir.
Búrefurinn getur
orðið hættulegur
lambfé á túnum
- segir Sigurður Aðalsteinsson,
refaskytta á Rangárvöllum
„ÆTLI maður byrji ekki á því
að fylgjast með búrefnum," sagði
Sigurður Aðalsteinsson refa-
skytta og verksjóri hjá Land-
græðslunni i Gunnarsholti.
Grenjatiminn hefst í kringum
Mikil aukning í flugflotanum
TUTTUGU og fimm nýjar flug-
vélar hafa verið skráðar hér á
landi frá áramótum, en á næstu
vikum eru um 20 vélar væntan-
legar til viðbótar. Á síðasta ári
voru skráð 30 ný loftför. Vélam-
ar sem keyptar hafa verið að
undanförnu eru nær allar einka-
flugvélar.
Bjöm Bjömsson hjá loftferðaeft-
irlitinu sagði að hér væri um mikla
uppsveiflu að ræða og ætti góðæri
eflaust þátt í henni. „Síðast var slík
aukning í nýskráningum árið 1980.
Þetta gengur oftast f bylgjum og
það er augsýnilega ein að rísa núna.
Ætli staða dollarans leiki ekki veig-
amikið hlutverk," sagði Bjöm.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Hér er að mestu um hreina við-
bót við flugflotann að ræða. Aðeins
fímm vélar hafa verið afskráðar á
sama tímabili. Um síðustu áramót
vom skráð 230 loftför á landinu
að svifflugvélum meðtöldum.
Útvegsbankinn í Vestmannaeyjum:
Samstarfsvilji minn
er fyrir hendi
- segir Vilhjálmur Bjarnason útibússtjóri
„ÉG hafnaði í fyrstu endurráðn-
ingu en snérist hugur,“ sagði
Vilhjálmur Bjarnason útibústjóri
Útvegsbankans í Vestmannaeyj-
um en staða hans hefur verið
auglýst laus til umsóknar.
„Nýi bankastjórinn telur að við
getum ekki unnið saman og vill
ekki láta reyna á það. Telur að það
reki sig hvað á annars horn,“ sagði
Vilhjálmur. „Þannig að samstarfs-
vilji minn er fyrir hendi en það er
ekki óskað eftir því. Nýi bankastjór-
inn á samkvæmt samþykki bankans
að gera tillögu um ráðningu útibús-
stjóra og mun hann ekki gera tillögu
um ráðningu mína. Þetta er því
mál bankastjóra og bankaráðs en
ekki mitt iengur.“
Vilhjálmur, sem þegar hefur látið
af störfum, sagði að enginn frestur
hafi verið veittur til ákvörðunar um
endurráðningu. Svarið hafi nánast
átt að vera tilbúið þegar bankastjór-
inn hringdi.
mánaðamótin maí—júní en Sig-
urður er þegar byijaður að
svipast um og telur að einn eða
tveir búrefir séu á sveimi á Rang-
árvöllunum.
„Maður athugar varpstöðvar til
þess að sjá hvort hann hefur komið
þar, annars hef ég hann grunaðan
um að vera niður með Rangá,"
sagði Sigurður, sem hefur verið
refaskytta í 30 ár. Búrefi kallar
hann þá sem sloppið hafa út af
refabúunum. Einn slíkur var skot-
inn í Þórólfsfelli inn í Fljótshlíð í
fyrra. Sigurður sagði að búrefímir
höguðu sér allt öðruvísi en villti
refurinn. Sá villti fer til dæmis ekki
í gegnum girðingar en það gerir
aftur búrefurinn og hann fer jafn-
vel inn í hús eftir fæðu. Vegna
þess hve óhræddur búrefurinn er
við hús og menn gæti hann orðið
skeinuhættur lambfé heima á tún-
um, fari hann að veiða sértil matar.
Sigurður náði 17 refum í fyrra
sem er með minnsta móti. Hann fer
um svæði sem nær frá Múlakvísl
að Ytri-Rangá. Á árum áður gerði
refurinn mikinn usla á Rangárvöll-
um en ekki núna. Það var algengt
áður að refaskyttur fyndu 20
lambshræ á greni.
Sigurður notar sumarfríið í
grenjaleitina. „Þetta er mikil úti-
vera og gaman að ferðast um fjöllin
og heiðarnar. Svo er gaman að eiga
við refínn, þetta er skemmtilegt
dýr.“
Sig. Jóns.